Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 48
Öll umgjörð verksins er falleg og friðsöm, segir gagnrýnandi um Spills. DANS  Spills Tjarnarbíó Höfundur og flytjandi: Rósa Ómarsdóttir Sviðsmynd Dora Durkesac Tónlist: Nicolai Hovgaard Johansen og Rósa Ómarsdóttir Hljóðhönnun: Nicolai Hovgaard Johansen Ljósa innsetning, ljósahönnun og tæknistjóri: Hákon Pálsson Búningahönnun: Kristjana Björg Reynisdóttir Nokkur af þeim dansverkum sem frumsýnd hafa verið síðustu miss- erin væru sérlega vel til þess fallin að vera römmuð inn í rafrænan ramma og fest upp á vegg svo hægt væri að njóta þeirra liggjandi uppi í sófa eftir langan vinnudag. Þessi verk hafa átt það sameiginlegt að leggja áherslu á sjónræn áhrif og sefandi hljóðheim. Dansverkið Spills eftir Rósu Ómars- dóttur sem sýnt var í Tjarnarbíói í liðinni viku sem hluti af Reykjavík Dance Festival fellur vel í þennan flokk. Hreyfing er í forgrunni í verkinu. Það eru þó ekki aðeins hreyfingar dansarans, Rósu sjálfrar, heldur einnig hreyfing alls í umhverfinu. Ótal ljós sem hanga niður úr loftinu fara á ferð með hjálp dansarans, vatn sem liggur á gólfinu gárast bæði við hreyfingar hans og þegar dropar detta niður úr ísklumpum sem hanga úr loftinu og bráðna í hitanum í salnum. Óljósar hreyfingar varpast upp á hvítt baktjald á sviðinu, reyk- ur liðast um sviðið og hljóð líða frá munni dansarans út í salinn og til tónlistarstjórnandans sem sendir það áfram út í salinn í nýrri mynd. Hugmyndin um hið heildræna listaverk kemur vel fram í verkinu Spills. Myndlist, hönnun, tónlist og dans koma þar saman sem ein heild og skapa upplifun sem ekkert af þessum formum gæti skapað eitt og sér. Öll umgjörð verksins er falleg og friðsöm. Vatnið, ljósin og litaval sköpuðu róandi stemmingu eins og kyrrlátt íslenskt síðsumarkvöld og hljóðmyndin var áhugaverð á sinn lágstemmda hátt. Reykurinn sem birtist í lok sýningarinnar gaf verkinu fallegan blæ en ólíkt því að setja allt í móðu eins og hlutverk reyks virðist oftast vera á sviði þá dansaði hann sinn dans hljóðlega og seiðandi. Staða flytjandans, Rósu, í verkinu verður tvíþætt. Annars vegar dans- aði hún, það er hreyfði sig hreyfing- arinnar vegna en hins vegar hreyfði hún sig til þess að láta umgjörðina hreyfast. Hreyfingar hennar voru fíngerðar og agaðar og féllu vel inni í heildarmynd verksins. En á sama tíma og látleysi dansins undir- strikaði heildar mynd verksins gerði það verkið líka full f latt. Þar sem dansarinn var skapari allra hreyf- inga á sviðinu hefði hlutverk hans mátt vera meira afgerandi. Miðað við lengd verksins hefði mátt nýta betur þá möguleika sem bjuggu í umgjörðinni sem og í mannslíkam- anum sjálfum sem listaverki til að horfa á. Vatnið og ekki síður ljósin í samspili við dansinn buðu upp á endalausa möguleika á því að skapa töfra fyrir áhorfendurna auk þess sem dansarinn hefði gjarnan mátt taka meira pláss í verkinu. Umgjörð verksins bauð upp á enn sterkari nærveru hans. Í grunninn er dansverkið Spills áferðarfallegt og vel gert sviðsverk þar sem listrænir þættir myndlistar, hönnunar, tónlistar og dans koma saman í eina áhugaverða heild. Það skortir þó á spennu í framsetning- unni til að halda áhorfendum betur á tánum og verður verkið of langt miðað við nýtingu þeirra tækifæra sem hugmyndin að verkinu býður upp á. Sesselja G. Magnsdóttir NIÐURSTAÐA: Áferðarfallegt og vel gert verk sem líður þó fyrir skort á spennu í framsetningu. Friðsælt landslag Hvað? Hvenær? Hvar? Miðvikudagur hvar@frettabladid.is 27. NÓVEMBER 2019 Hvað? Getur sýndarheimur haft meiri merkingu en raunveruleikinn? Hvenær? 12.00 -13.00 Hvar? Háskólinn í Reykjavík, stofu V101 Fyrirlestur Hilmars Veigars Pét- urssonar, forstjóra CCP. Hvað? Rithöfundakvöld Hvenær? 20.00 Hvar? Gunnarshús, Dyngjuvegi 8 Fimm kvenskáld koma saman og lesa úr nýútkomnum verkum sínum, þær Fríða Ísberg, Gunn- hildur Þórðardóttir, Ragna Sigurðardóttir, Sigríður Kristín Þorgrímsdóttir og Steinunn G. Helgadóttir. Fríða Ísberg er meðal skáldkvenna sem lesa upp í Gunnarshúsi. FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 QOD AFM ÆLIS -DÚNSÆNG Hlý og létt dúnsæng (650 gr). 90% dúnn, 10% smáfiður. 140x200 cm 100% bómullaráklæði. 25.000 kr. AFM ÆLISVERÐ HÁGÆÐA DÚNVÖRUR Á 25 ÁRA AFMÆLISVERÐI QOD AFMÆLIS-DÚNKODDI Þéttur og góður dúnkoddi. 80% hvítur andadúnn og 20% smáfiður. 50x75 cm. 920 gr. og 100% bómullaráklæði. 8.900 kr. AFM ÆLISVERÐ SATIN STRIPE DÚNKODDI Þriggja laga dúnkoddi. Efra og neðra dúnlag með þéttum, hvítum andadún og smáfiðurkjarna. Bómullarsatínáklæði. 9.900 kr. AFM ÆLISVERÐ HÖFUM LAGT GRUNN AÐ GÓÐUM DEGI Í LÍFIÐ ER Á FRETTABLADID.IS Líð á frettabladid.is allar um fólk, menningu, tísku, heilsu og margt eira. Ekki missa af neinu, fylgdu Fréttablaðinu á Facebook 2 7 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 5 7 -D 3 A 4 2 4 5 7 -D 2 6 8 2 4 5 7 -D 1 2 C 2 4 5 7 -C F F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.