Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 27.11.2019, Blaðsíða 28
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Á vefsíðu Leiðbeininga­stöðvarinnar er að finna ýmis góð ráð í sambandi við þrif og efni til að nota til þrifa. Jenný ráðleggur fólki að byrja tímanlega að þrífa fyrir jólin og taka fyrir eitt herbergi í einu. „Það er gott að skipta þrifunum niður á herbergi og gera hvert herbergi vel áður en byrjað er á því næsta, þá þarf ekki að vera að hlaupa um allt hús í einni stórri hreingerningu rétt fyrir jól,“ segir Jenný. Hún segir þó enga þörf vera á stórhreingerningu og þrífa alla veggi og loft í myrkrinu í desem­ ber. „Við ráðleggjum fólki mun frekar að þrífa bara það mikilvæg­ asta eins og baðherbergið og eld­ húsið. Það sér enginn hvort veggir eða loft hafa verið þrifin. Það er miklu sniðugra að gera það á vorin. Það ætti enginn að keyra sig í kaf í hreingerningum í desember. Þá er best að hafa það bara huggu­ legt og kveikja á kertum. Það getur verið gott að deila stórhreingern­ ingum yfir árið. Til dæmis deila verkum á mánuðina, en það fer auðvitað eftir því hversu oft fólk telur þörf á þrifum. Það er auð­ vitað misjafn umgangur á hverju heimili fyrir sig,“ segir Jenný. Hún segir þó gott að þrífa vel ísskápinn og eldhússkápana fyrir jól svo þeir séu hreinir áður en þeir eru fylltir af jólamat. Leiðbeiningastöð heimilanna mælir með því að fólki kaupi svansvottuð hreingerningar­ efni. Svansvottunin er nor­ rænt umhverfismerki sem gerir strangar kröfur um lágmörkun umhverfisáhrifa. Merkið er auð­ veldlega hægt að sjá á umbúð­ unum. „Mild sápa og vatn er best við flest dagleg þrif. En svo er líka hægt að nota 100% náttúruleg efni eins og edik og matarsóda. Edik er gott að nota á glugga og á baðher­ bergi en það má ekki nota það á allt. Það má til dæmis alls ekki nota það á lakk eða marmara og granít því edikið er ætandi,“ segir Jenný. „En það er fínt á baðkar og klósett og alls staðar þar sem er glerungur.“ Jenný segir að matarsódann megi nota á f leiri f leti þar sem hann er basískur en ekki nægi­ lega til að vera ertandi og því er hann frábær kostur til að nýta á margan hátt við þrifin á heimilinu. „Það er til dæmis gott að nota matarsóda til að þrífa ísskápinn. Þar er ekki sniðugt að nota sápu því matvælin eru svo fljót að draga í sig lykt. Þú blandar bara smá matarsóda út í vatn og nuddar svo með tusku. Matar­ sódinn er ágætis skrúbbefni.“ Einfaldar aðferðir við að þrífa gull og silfur Fyrir jólin draga margir fram gull­ og silfurmuni, borðbúnað eða annað skraut sem oft hefur fallið á. Hreinsiefni fyrir gull og silfur eru oft ekkert sérlega umhverfisvæn eða góð fyrir húðina. En Jenný er með umhverfisvæna lausn til að fægja silfrið. Það sem þarf er: 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2,5 dl kalt vatn „Þú sýður kalda vatnið, bætir þurrefnunum út í og lætur rjúka. Svo er silfrið sett ofan í löginn, látið liggja í smástund og svo bara þurrkað með mjúkum klút,“ segir Jenný. „Gullið er best að þvo og fægja með því að sjóða kalt vatn og setja smá uppþvottalög saman við og láta gripina liggja í blöndunni í um klukkustund, óhreinindin leysast upp út í vatnið og þá er hægt að bursta þá með mjúkum bursta. Svo skolað með köldu vatni og fægt með mjúkum klút.“ Gott að skipta þrifunum Nú þegar jólin nálgast eru margir farnir að huga að jólaþrifunum. Áður fyrr var algengt að fólk gerði allsherjar hreingerningu fyrir jólin þar sem hver einasti krókur og kimi var skrúbbaður. Jenný Jóakimsdóttir hjá Leiðbeiningastöð heimilanna segir það þó óþarfa í dimmasta mánuði ársins. Mild sápa og vatn er best við flest dagleg þrif. En svo er líka hægt að nota 100% náttúruleg efni eins og edik og matarsóda. Jenný Jóakimsdóttir Gott er að þrífa ísskápinn með matarsóda svo það komi ekki sápulykt í matinn. NORDICPHOTOS/GETTY 4 KYNNINGARBLAÐ 2 7 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RJÓLAHREINGERNING 2 7 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 7 -B 1 1 4 2 4 5 7 -A F D 8 2 4 5 7 -A E 9 C 2 4 5 7 -A D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 2 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.