Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 40
Rihanna er með æði
fyrir Louis Vuitton. Rihanna flott
með fótbolta-
tösku. NORDIC
PHOTOS/GETTY
Söngkonan Rihanna er með æði fyrir Louis Vuitton töskum sem framleiddar
eru í takmörkuðu upplagi í sam-
starfi við listafólk. Um daginn
sást poppstjarnan á fótboltaleik
milli Juventus og Atletico Madrid í
Tórínó með Lois Vuitton tösku sem
var í laginu eins og fótbolti. Louis
Vuitton hannaði töskuna, sem er
kúla samsett úr sexhyrningum líkt
og klassískur leðurfótbolti, fyrir
heimsmeistaramótið í fótbolta sem
haldið var í Frakklandi árið 1998.
Taskan varð fljótt safngripur og
FIFA bauð Louis Vuitton samstarf
og óskaði eftir að tískurisinn byggi
til vörur samhliða stórmótum.
Síðan þá hefur Louis Vuitton meðal
annars búið til íþróttatöskur og
ferðatöskur sem bera þjóðfána
þátttökulanda á mótunum.
Sjaldgæfar fótboltatöskur
Fyrirsætan og söngkonan lafði
Mary Charteris var í fallegum
stuttum kjól þegar hún kom til
veislu í London á dögunum.
Nú fyrir jólin eru líklega margir að velta fyrir sér hverju skuli klæðast í
jólaveislum. Samkvæmt nýjustu
tískufréttum eru svartir síðerma
kjólar það vinsælasta núna. Þeir
eru ýmist mjög stuttir, hné- eða
alveg gólfsíðir. Það ætti því að vera
úr nægu að velja þegar konur vilja
fara í sín fínustu föt. Ágætt er að
hafa síðar ermar þegar kalt er í
veðri.
Svartur, stuttur kjóll er alltaf
klassískur og hægt að nota hann
aftur og aftur. Yfirleitt er gott úrval
af svörtum kjólum í verslunum og
svo er alveg hægt að vera í fallegum
jakka yfir ef það hentar. Ef kjóllinn
er látlaus er hægt að skreyta hann
með skartgripum eða belti.
Svart fyrir jólin
Helena Bonham Carter er engri lík.
Leikkonan Helena Bonham Carter, sem leikur Margréti prinsessu í þriðju seríu af
The Crown, staðfesti á dögunum
orðróm í þættinum Watch What
Happens Life. Orðrómurinn var
þess efnis að hún hefði verið afar
ölvuð og spurt Vilhjálm Bretaprins
hvort hann væri til í að vera guð-
faðir dóttur sinnar en hún á tvö
börn með fyrrverandi eiginmanni
sínum, Tim Burton. Bonham sló á
létta strengi við þáttarstjórnand-
ann Andy Cohen og sagði: „Ég var
það drukkin, en nógu drukkin til
þess að hætta að drekka.“ Þá sagði
hún prinsinn sjálfan ekki beinlínis
hafa verið allsgáðan, en þó ekki á
slæman hátt.
Hún sagði enn fremur að ástæð-
an fyrir bón sinni hefði verið sú að
hún hefði þegar verið búin að biðja
alla vini sína að vera guðforeldrar
sonar síns sem átti alls ellefu slíka.
Þetta hefði því verið eina leiðin til
þess að bæta það upp fyrir dóttur
sína. Prinsinn var afdráttarlaus í
svörum. „Þú vilt ekki að ég verði
guðfaðir barnsins þíns.“
Bað prinsinn
að vera guðföður
dóttur sinnar
Levi ś Kringlunni – Levi ś Smáralind
10-30%
afsláttur af öllum vörum
Tilboð gildir til sunnudags
10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 8 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
B
-E
6
B
0
2
4
5
B
-E
5
7
4
2
4
5
B
-E
4
3
8
2
4
5
B
-E
2
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K