Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 30
FÓTBOLTI Það er óhætt að segja að Pólverjinn Robert Lewandowski sé markaskorari af guðs náð. Lewand­ owski skoraði fjögur marka þýska liðsins Bayern München í 6­0 sigri gegn Rauðu stjörnunni í riðla­ keppni Meistaradeildar Evrópu fyrr í þessari viku en þetta er í annað skipti sem hann gerir það í þessari keppni. Það tók Lewandowski einungis 14 mínútur að skora þessi fjögur mörk en enginn hefur náð að skora jafn mörg mörk á svo skömmum tíma í leik í Meistaradeildinni. Þá er pólski framherjinn annar leikmaðurinn til þess að skora fjögur mörk oftar en einu sinni í keppninni en Lionel Messi hefur sömuleiðis tekist að gera það. Lewandowski hefur nú skorað 27 mörk í fyrstu 20 leikjum Bayern München í öllum keppnum á yfir­ standandi leiktíð en sigurleikurinn gegn Fortuna Düsseldorf í þýsku efstu deildinni um síðustu helgi var fyrsti leikurinn þar sem hann var ekki á meðal markaskorara hjá liðinu. Þar lagði Lewandowski hins vegar sitt af mörkum með því að leggja upp mark Philippe Coutinho í þeim leik. Þessi 31 árs gamla markamaskína á fjöldann allan af metum tengdum markaskorun. Meðal þeirra er að hann er markahæsti erlendi leik­ maðurinn í sögu þýsku efstu deild­ arinnar en Lewandowski hefur skorað 211 mörk fyrir Borussia Dortmund og Bayern München. Þá skoraði hann fimm mörk á níu mínútum í 9­0 sigri Bæjara á móti Wolfsburg en það er sneggsta fimma í sögu þýsku efstu deildarinnar. Kominn upp að hlið goðsögn hjá Bayern München Mörkin hans 61 fyrir pólska landsliðið gera Lewandowski að markahæsta leikmanni í sögu liðsins. Pólverjar hafa kosið hann besta leikmann ársins sjö sinnum sem er met. Þá hefur Lewandowski einu sinni verið kjörinn íþrótta­ maður ársins í Póllandi en það var árið 2015. Eins og sakir standa er Lewand­ owski markahæsti leikmaður í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með 10 mörk en hann varð þriðji f ljótasti leikmaðurinn til þess að skora 50 mörk í keppninni með því að gera það í 77 leikjum. Lewand­ owski hefur skorað 63 mörk alls í keppninni sem gerir hann að fimmta markahæsta leikmann­ inum í sögu keppninnar. Af þessum 63 mörkum hafa 46 þeirra komið í búningi Bayern München sem gerir hann að marka­ hæsta leikmanni félagsins í sögu þeirrar keppni. Þetta var í þriðja skipti sem Lewandowski skorar þrjú mörk eða meira á leiktíðinni sem er enn afar ung en hann hefur skorað 51 mark á almanaksárinu sem fer senn að ljúka. Lewandowski hefur skorað 16 mörk í fyrstu 12 leikjum Bayern München í deildinni í vetur en það gerir rúmlega 1,3 mörk í leik. Nái hann að halda uppteknum hætti fram á vorið mun hann slá met Gerds Müller yfir f lest mörk á einni leiktíð í þýsku efstu deildinni. Müll­ er skoraði 40 mörk tímabilið 1971 til 1972 en Lewandowski myndi skora 45 mörk haldi hann áfram að skora jafn mikið og hann hefur gert hingað til. Næsta mark Lewandowskis fyrir Bayern München gerir hann að næstmarkahæsta leikmanni í sögu félagsins en hann er jafn Karl­Heinz Rummenigge, núverandi stjórnar­ formanni hjá félaginu, með 218 mörk fyrir liðið. Hæpið er hins vegar að Lewandowski takist að skáka Müller sem er langt á undan Lewandowski og Rummenigge á toppi þess lista, en hann skoraði 564 mörk á sínum tíma. Ferillinn var afar nálægt því að taka aðra stefnu en síðar varð Leikmannaferill Lewandowskis var hársbreidd frá því að fara aðra leið en hann hefur farið en gosið í Eyjafjallajökli árið 2010 varð til þess að hann fór ekki til Blackburn Rovers eins og til stóð. Sam Allar­ dyce sem var þá knattspyrnustjóri Blackburn Rovers vantaði tilfinnan­ lega stöðugan markaskorara í lið sitt og var með Lewandowski í huga til þess að bæta úr því. Allardyce hafði farið með njósna­ teymi sínu að sjá Lewandowski í leik með Lech Poznan og leist þeim vel á framherjinn sem hafði skorað 21 mark í 34 leikjum fyrir pólska liðið. Viðræður voru komnar langt á milli forráðamanna liðanna. Þegar Lewandowski átti að fljúga til Eng­ lands til þess að ganga frá kaupum og kjörum lágu öll f lug niðri til Bretlands vegna gossins í Eyjafjalla­ jökli. Í kjölfarið fékk John Williams, þáverandi stjórnarformaður hjá Blackburn Rovers, bakþanka yfir kaupverðinu sem var um það bil fjórar milljónir punda og ekkert varð af kaupunum. Lewandowski hefur reglulega verið orðaður við önnur stórlið í Evrópu og hefur Real Madrid þá helst verið nefnt til sögunnar. Hann nefndi það á einum tímapunkti að hann vildi yfirgefa herbúðir Bayern München þar sem hann væri ekki metinn að verðleikum. Forráðamenn þýska liðsins tóku það ekki í mál að hleypa Lewan­ dowski frá félaginu og hafa líklega brugðist við með því að hækka launaték ka hans umt alsver t . hjorvaro@frettabladid.is Ótrúleg tölfræði hjá Lewandowski Robert Lewandowski skoraði fjögur marka Bayern München þegar liðið lagði Rauðu stjörnuna að velli í Meistaradeild Evrópu í vikunni. Lewandowski bætti þar með enn eitt metið á ferli sínum og fikraði sig upp listann yfir markahæstu leikmenn félagsins. Pólverjinn Robert Lewandowski fagnar fjórða markinu sem hann gerði fyrir Bayern München á móti Rauðu stjörnunni í vikunni. NORDICPHOTOS/GETTY Lewandowski er orðinn næst markahæsti leikmaður i sögu Bayern München. FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR  Frjálsíþrótta­ konan Ásdís Hjálmsdóttir fékk í vikunni gullverðlaunin í kúluvarpi fyrir Smáþjóðaleikana 2017, 908 dögum eftir að keppni lauk. Ásdís, sem er þrefaldur Ólympíufari í spjótkasti, hlaut silfurverðlaun á sínum tíma og þurfti að horfa á eftir gullverðlaununum til Gavriella Fella frá Kýpur en Fella féll á lyfja­ prófi og var Ásdísi því úrskurðaður sigur. Með því féll met Fella einnig úr gildi en hún átti besta kast í sögu kúluvarps kvenna á Smáþjóðaleik­ unum sem fóru fram í San Marínó. Það þýðir einnig að Thelma Krist­ jánsdóttir náði fjórða sætinu í kúlu­ varpinu en hana vantaði tæpan metra til að ná í verðlaunasæti. Fella átti besta kastið í San Mar­ ínó þegar hún kastaði 15,81 metra en besta kast Ásdísar var 15,39 metrar. Ásdís hefur tekið miklum framförum í kúluvarpi á síðustu árum og bætti fyrr á þessu ári 27 ára gamalt Íslandsmet í kúluvarpi þegar hún átti kast upp á 16,53 metra. Þá á Ásdís einnig Íslands­ metið í kúluvarpi innanhúss sem er 15,96 metrar. Ásdís vann því tvöfalt á Smá­ þjóðaleikunum eftir að hafa unnið öruggan sigur í spjótkastinu en hún var stödd hér á landi til að halda erindi í Afreksbúðum ÍSÍ þar sem hún sagði frá ferli sínum. ÍSÍ nýtti því tækifærið til að afhenda Ásdísi gullverðlaunin eftir að henni var til­ kynnt fyrr á árinu að henni hefði verið úrskurðaður sigur í San Mar­ ínó.  „Ég fékk að vita af þessu fyrr á árinu og það stóð til að af henda mér þessi verðlaun fyrr en þetta hentaði vel enda var ég að halda fyrirlestur hjá ÍSÍ. Það var í sumar sem ég sendi silfurverðlaunin aftur heim til Íslands til þess að þau gætu farið til stelpunnar sem lenti í þriðja sæti,“ sagði Ásdís sem býr og æfir í Svíþjóð. „Þetta er auðvitað langt ferli, ef það finnst eitthvert efni þarf að rannsaka það betur og ég veit ekki hvort hún neitaði sök en þetta er auðvitað ekki í lagi. Það á ekki að komast upp með þetta og það er auðvitað grafalvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi. Það þarf að taka harkalega á þessum málum þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum.“ Gullverðlaunin voru Ásdísi kær­ komin enda í fyrsta sinn sem hún vinnur til gullverðlauna á erlendri grund í annarri íþrótt en spjót­ kasti. Hún hefur um árabil verið ein fremsta frjálsíþróttamanneskja landsins og stefnir á fjórðu Ólymp­ íuleikana í röð í Tókýó næsta sumar. „Þetta er í fyrsta sinn sem ég vinn til gullverðlauna í alþjóðlegu móti í annarri íþróttagrein en spjót­ kasti. Ég hef fengið silfurverðlaun í kringlukasti á Smáþjóðaleikunum og bronsverðlaun í kúluvarpi á NM unglinga en þetta var fyrsti sigur­ inn. Þetta er ákveðinn áfangi á ferl­ inum sem ég er stolt af.“ – kpt  Fékk gullverðlaunin loksins afhent 908 dögum síðar Ásdís með gullverðlaunin um hálsinn í höfuðstöðvum ÍSÍ í gær. MYND/ÍSÍ Það er auðvitað graf alvarlegt að hún hafi fallið á lyfjaprófi og það þarf að taka harkalega á þessu þó að ég taki glöð við þessum verðlaunum. Ásdís Hjálmsdóttir 2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R30 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 0 7 2 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 5 C -0 9 4 0 2 4 5 C -0 8 0 4 2 4 5 C -0 6 C 8 2 4 5 C -0 5 8 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 7 2 s _ 2 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.