Fréttablaðið - 28.11.2019, Blaðsíða 58
HÖFUNDURINN SÝNIR
HVERNIG KONURNAR
KOMU INN Í TILVIST ÞESSARA
HEIMSPEKINGA OG GJÖRBYLTU
EKKI EINUNGIS LÍFI ÞEIRRA
HELDUR EINNIG HUGSUNAR-
HÆTTI OG OLLU ÞEIM SANN-
KÖLLUÐU HUGARVÍLI – Í
HEIMSPEKILEGRI MERKINGU.
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Fimmtudagur
hvar@frettabladid.is
28. NÓVEMBER 2019
Hvað? List í almannarými − ráð-
stefna: Þýðing og uppspretta
Hvenær? 10.00-16.00
Hvar? Kjarvalsstaðir
Ólöf Sigurðardóttir sýningarstjóri
opnar ráðstefnuna og Sigurður
Traustason deildarstjóri stýrir
henni.
Hvað? Útgáfuhóf – Lærum saman
Hvenær? 17.00-18.00
Hvar? Kópavogsskóli
Kristín Arnardóttir sérkennari
kynnir námsefni fyrir börn 5 til
8 ára.
Hvað? Fjarstjörnur og fylgihnettir
Hvenær? 17.00-19.00
Hvar? Gallerí Grótta, Eiðistorgi,
Seltjarnarnesi
Katrín Matthíasdóttir opnar
sýningu.
Hvað? Lífið er leikfimi
Hvenær? 12.15-13.00
Hvar? Listaháskóli Íslands,
Laugarnesvegi 91, Reykjavík
Halldóra Arnardóttir, doktor í
listfræði og sýningarstjóri, f lytur
opinn fyrirlestur um listamann-
inn Örn Inga Gíslason.
Hvað? Útgáfufagnaður
Hvenær? 17.00
Hvar? Veröld – hús Vigdísar
Birna Arnbjörnsdóttir, Jón Atli
Benediktsson, Birna Bjarnadóttir,
Gauti Kristmannsson og Guð-
bergur Bergsson taka til máls í
tilefni útgáfu bókanna Heiman
og heim – Sköpunarverk Guð-
bergs Bergssonar og Skáldið er eitt
skrípatól – Um ævi og skáldskap
Fernando Pessoa. Tómas R. og
Ómar Guðjónsson spila. Allir vel-
komnir, léttar veitingar í boði.
Hvað? Gengið kringum Mont
Blanc
Hvenær? 20.00
Hvar? Snorrastofa, Reykholti
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
segir frá í Prjóna-bóka-kaffi
Hvað? Laufabrauðsskurður
Hvenær? 15.00
Hvar? Bókasafn Kópavogs
Guðrún Sigurgeirsdóttir mat-
reiðslukennari kennir laufa-
brauðsskurð.
Hver gestur fær eina köku til að
æfa sig á. Þeir eru hvattir til að
koma með laufabrauðsjárn ef
kostur er. Allir eru velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Maður finnur keppnisandann þegar hann er að lýsa kenningum þessara höfunda. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Tími töframanna er bók eftir þýska heimspek-inginn Wolfram Eilen-berger sem Arthúr Björg v in Bol la son hef ur þýtt á íslensku.
Í bókinni er fjallað um viðhorf og
kenningar fjögurra heimspekinga:
Heideggers, Wittgensteins, Ben-
jamins og Cassirers. Bókin var
metsölubók í Þýskalandi í fyrra og
hefur setið á metsölulistum á Ítalíu
og Spáni.
„Þetta er bók um áratug mikilla
heimspekinga, 1919-1929, aldar-
spegill þýskrar hugsunar og þýskrar
heimspeki á mjög sérstökum tíma.
Þarna koma fjórir hugsuðir við sögu
sem voru að reyna að átta sig á því
hvert stefndi í heiminum,“ segir
Arthúr Björgvin. „Hildarleikur fyrri
heimsstyrjaldar var að baki þar sem
manneskjan fór yfir öll villimanns-
leg mörk og búið var að skekja
undir stöður vestrænnar menning-
ar. Þá komu fram þessir fjórir menn:
Wittgenstein, Benjamin, Heidegger
og Cassirers og reyndu að átta sig á
stöðu mannsins í heimi sem var á
hverfanda hveli.
Þetta er ekki aðeins saga hugsun-
ar þessara fjögurra manna heldur
líka saga Weimarlýðveldisins og
örlagaríks tíma í Þýskalandi og
Evrópu allri. Það sem gerir bókina
spennandi er einkum tvennt. Í
fyrsta lagi eru það þeir tímar sem
hún lýsir. Tilraun þessara fjögurra
hugsuða til að fóta sig í ráðvilltri
veröld sem er að mörgu leyti lík
þeim tímum sem við lifum í dag.
Þarna voru að koma fram öfga-
fullar þjóðernishreyfingar, það er
einnig að gerast núna. Þarna voru
alls konar alræðisherrar við sjón-
deildarhring, og þeir eru það líka á
okkar tímum. Það ríkti hugmynda-
leg upplausn og rótleysi, hugsjónir
voru hrundar og menn vissu ekki
hvert stefndi. Andlegt ástand og
menningarástand í Evrópu á okkar
dögum er mjög svipað því sem
þarna var.
Hinn þátturinn sem er ekki síðri
er að höfundurinn dýpkar mjög
myndina af þessum heimspeking-
um með því að fara í sérstaka þætti
í þeirra eigin lífi. Þar koma ástríður
þeirra og ástir ekki síst við sögu og
það gerir bókina að mergjaðri lesn-
ingu á köflum.“
Sterkur ástarbrími
Arthúr Björgvin nefnir dæmi um
þetta. „Höfundurinn segir frá því
þegar Martin Heidegger, kvæntur
maður, varð ástfangin af Hönnu
Arendt sem var gyðingakona. Það
er kaldhæðni örlaganna að þessi
postuli nasismans seinna meir
skuli verða ástfanginn af gyðinga-
konu og það var engin smáást. Þau
urðu gagntekin hvort af öðru. Þessi
ástarbrími varð svo sterkur að hann
leiddi til þess að Heidegger lenti í
vandræðum með sína eigin heim-
speki, sína eigin hugsun og kenn-
ingar. Þær voru allar mjög sjálfmið-
aðar, en allt í einu kom eitthvert
„þú“ sem ruglaði hann gjörsamlega
í ríminu og varð örlagavaldur í lífi
hans og hugsun.
Walter Benjamin er annað dæmi,
þekktur sem róttækur marxískur
höfundur en var það alls ekki til
að byrja með. Þegar ég var að þýða
þessa bók, sem var æði vanda-
samt verk á köflum, lenti ég í tölu-
verðu bjástri með hans fyrri rit þar
sem hann var mjög borgaralegur í
hugsun, gagntekinn af heimspeki
Kants og Hegels og afskaplega tor-
ræður. Síðan kynnist hann bols-
évískri byltingarkonu, Asja Lacis,
sem heillaði hann upp úr skónum.
Hann varð gagntekinn af henni og
hún umturnaði allri hugsun hans.
Hennar vegna breyttist hann á
skömmum tíma í róttækan marx-
ista.
Eins og spennandi
kappleikur
Arthúr Björgvin Bollason er þýðandi
bók arinnar Tími töframanna eftir þýska
heimspekinginn Wolfram Eilenberger.
Bók um áratug mikilla heimspekinga.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
Höfundurinn sýnir hvernig kon-
urnar komu inn í tilvist þessara
heimspekinga og gjörbyltu ekki
einungis lífi þeirra heldur einnig
hugsunarhætti og ollu þeim sann-
kölluðu hugarvíli – í heimspekilegri
merkingu.“
Ráðgjafi Joachims Löw
Wolfram Eilenberger er þekktur
heimspekingur og heldur úti föst-
um heimspekiþætti í svissneska
sjónvarpinu. „Hann er líka mikill
áhugamaður um fótbolta,“ segir
Arthúr Björgvin. „Hann sagði við
mig í símaspjalli sem ég átti við
hann úti fyrir skömmu: Ef þú ferð að
kynna bókina á Íslandi þá gæti verið
gaman að nefna við Íslendinga, sem
ég veit að eru margir áhugasamir
um knattspyrnu, að ég sit í þjóðar-
ráði þýska landsliðsins sem einn af
ráðgjöfum Joachims Löw, þjálfara
þýska landsliðsins í fótbolta.
Sumir hafa einmitt sagt að þessi
bók sé eins og spennandi kappleik-
ur. Eilenberger er að lýsa átökum
sem minna um sumt á íþróttir, nema
þarna er á ferð það sem mætti kalla
„hugsanafótbolta“. Maður finnur
keppnisandann þegar hann er að
lýsa kenningum þessara höfunda
og dramatískum átökum þeirra.“
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
lakaðu á
eð lö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
ki pir og spe na
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartslá tur
g Kvíði
g Streita
g Pi ringur
Einke i
agnesí
skorts
i t.i
2 8 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R46 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
2
8
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
5
B
-D
C
D
0
2
4
5
B
-D
B
9
4
2
4
5
B
-D
A
5
8
2
4
5
B
-D
9
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
2
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K