Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 13
Auk frumsýningar á nýjum T-Cross kemur Sara Björk, landsliðskona
og tvöfaldur Þýskalandsmeistari, í heimsókn og áritar myndir milli
kl. 12 og 14 ásamt því að setja af stað skemmtilegan boltaleik fyrir
krakkana þar sem hægt er að vinna til skemmtilegra verðlauna. Vel
valdir bílar verða á sérstöku súperverði og veltibíllinn sívinsæli fer
hring eftir hring.
Tæknimenn okkar verða á staðnum og svara öllum spurningum
um hinn alrafmagnaða ID. 3 sem er nýbyrjaður í forsölu en er þó
að seljast upp um allan heim. Gestum og gangandi bjóðum við
upp á vöfflur, kaffi og svalandi drykki. Komdu og gerðu þér glaðan
Volkswagen dag með okkur. Hlökkum til að sjá þig.
Gleðilegan Volkswagen dag!
Nýr T-Cross frumsýndur, Sara Björk mætir, allt um ID.
www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Sjáumst í HEKLU Í dag á milli 12-16.
Forsala er hafin á
volkswagen.is/ID
100% rafmagnaður.
Sýningarsalurinn okkar á netinu er opinn
allan sólarhringinn. Skoðaðu úrvalið!
www.hekla.is/volkswagensalur
Frumsýning
Niðurstöður endurreiknings greiðslna ársins 2018 verða
birtar á Mínum síðum 22. maí.
Nánar á tr.is
Endurreikningur
greiðslna
ársins 2018
Tryggingastofnun
Hlíðasmára 11 | 201 Kópavogur
Sími 560 4400 | tr@tr.is | tr.isPipa
r\T
B
W
A
\ S
ÍA
TÆKNI Snjallsímaframleiðendur eru
í sterkum mótbyr og markaðurinn
er í frjálsu falli. Þannig hafa Sundar
Pichai, forstjóri Google, og grein
ingarfyrirtækið Canalys lýst stöðu
snjallsímamarkaðarins nýverið.
Tölurnar sem birtust í skýrslu Can
alys fyrir fyrsta ársfjórðung fyrr í
mánuðinum renna stoðum undir
þennan málflutning.
Hjá risunum tveimur á markaði,
Samsung og Apple, sem höfðu um
39 prósenta markaðshlutdeild á
fyrsta ársfjórðungi 2018, er staðan
einna svörtust. Markaðshlutdeildin
stóð í 35,6 í ár og seldum snjall
símum fækkaði samanlagt um tutt
ugu milljónir. Sala hjá Apple dróst
saman um 23,2 prósent og Samsung
um tíu prósent. Heilt yfir dróst sala
snjallsíma á heimsvísu saman um
6,8 prósent.
Fyrir þessu eru ýmsar ástæður.
Greinendur sem tæknimiðillinn
Techcrunch ræddi við bentu á að
nýjasta f laggskip Apple, iPhone
XS, hafi verið of líkur fyrri síma og
að snjallsímar nú séu orðnir það
góðir og dýrir að neytendur kaupi
sér sjaldnar nýja síma. Þá hefur
áður verið bent á það að sala nýrra
snjallsíma í Kína, sem áður keyrði
áfram vöxtinn, hefur dregist saman
undanfarin misseri.
Þrátt fyrir samdrátt í heildina
mátti finna augljósan sigurvegara
á fyrsta ársfjórðungi ársins. Sala
á Huaweisímum jókst nefnilega
um helming miðað við sama tíma
í fyrra. Úr 39 milljónum í 59. Svo
virðist sem háværar ásakanir um
að fyrirtækið njósni um neytendur
hafi lítil áhrif á heildarmyndina.
– þea
Snjallsímar í frjálsu falli
Þessi er jafnvel enn óseldur. NORDICPHOTOS/GETTY
F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11L A U G A R D A G U R 1 8 . M A Í 2 0 1 9