Fréttablaðið - 18.05.2019, Side 62

Fréttablaðið - 18.05.2019, Side 62
Vélavörður Dögun ehf. leitar að vélaverði á Dag SK 17. Leitað er að aðila með réttindi(750 kw). Reynsla af togveiðum æskileg. Afleysingar í nokkra túra eða fast fram á haustið. Þarf að geta byrjað strax. Áhugasamir vinsamlegast sendið umsókn, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, með tölvupósti til: oskar@dogun.is og/eða olafur@reyktal.is. Nánari upplýsingar veitir Óskar Garðarsson í síma 892-1586. Dögun ehf. var stofnað árið 1983. Fyrirtækið stundar rækjuvinnslu og útgerð, og er með aðsetur á Sauðárkróki. Forstöðumaður á búsetusviði Akureyrarbæjar A k u r e y r a r b æ r • G e i s l a g a t a 9 • S í m i 4 6 0 1 0 0 0 • a k u r e y r i . i s Búsetusvið Akureyrarbæjar óskar eftir að ráða forstöðumann í fullt starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf frá og með 15. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Næsti yfirmaður er sviðsstjóri búsetusviðs Akureyrar. Auglýst er eftir kraftmiklum stjórnanda til að reka búsetu- þjónustu fyrir fólk með verulegar fatlanir. Búsetusvið Akureyrarbæjar sér um að veita fólki fjölbreytta þjónustu sem miðar að því að styðja við sjálfstæða búsetu þess og skapa því aðstæður til að lifa sem eðlilegustu lífi á heimili sínu sem og utan, þrátt fyrir skerðingu á færni og breytingum á högum sem kunna að vera samfara hækkandi aldri, fötlun eða veikindum. Búsetusvið vinnur eftir hugmyndafræði valdeflingar og þjónandi leiðsagnar. Ætlast er til þess að forstöðumaður tileinki sér og hafi forystu um kennslu og eftirfylgd með þeim hugmyndafræðum sem búsetusvið vinnur eftir á hverjum tíma. Helstu verkefni: • Stjórnun, áætlanagerð, rekstur og samhæfing. • Ber ábyrgð á þjónustueiningum, innra starfi, starfsmanna- málum og samskiptum við aðstandendur og samstarfs- aðila. • Ber ábyrgð á starfs-, þjónustu- og rekstraráætlunum eininganna og veitir leiðsögn og ráðgjöf til þjónustunot- enda og starfsmanna. Menntunar- og hæfniskröfur: • Umsækjandi þarf að hafa lokið BA námi í þroskaþjálfa- fræðum eða hafa háskólapróf á sviði félags-, heilbrigðis- eða menntavísinda • Reynsla og þekking í faglegri og rekstrarlegri stjórnun, áætlanagerð, rekstri, starfsmannahaldi og daglegri stjórnun er æskileg. • Viðkomandi þarf að hafa góða vitund fyrir sjálfum sér, ríka ábyrgðartilfinningu, • Vera tilbúinn til að tileinka sér nýjar hugmyndir og hafa metnað í starfi. • Krafist er að minnsta kosti tveggja ára reynslu af starfi með fólki með þroskahömlun og krefjandi hegðun. • Gerð er krafa um vammleysi, s.s. að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu. Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar, www.akureyri.is þar sem sótt er um rafrænt. Umsóknarfrestur er til og með 2. júní 2019 Félagsmálaráðuneytið auglýsir til umsóknar þrjár lausar stöður Stöðurnar sem um ræðir eru staða sérfræðings á skrifstofu barna- og fjölskyldumála, lögfræðings á skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála og lögfræðings á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar. Hlutverk skrifstofanna er að undirbyggja stefnumarkandi ákvarðanir ráðherra og hafa heildarsýn yfir þau verkefni sem skrifstofunum er falið. Um er að ræða mjög áhugaverð og fjölbreytt störf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Starf sérfræðings hjá skrifstofu barna- og fjölskyldumála í félagsmálaráðuneytinu. Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings í 100% stöðu á skrifstofu barna- og fjölskyldumála. Skrifstofan fer meðal annars með málefni félagsþjónustu og barnaverndar, málefni fatlaðra, aldraðra og flóttamanna. Leitað er að einstaklingi sem hefur áhuga og reynslu af málefnum barna og félagsþjónustu og er tilbúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Starf lögfræðings á skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála. Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu húsnæðis- og lífeyrismála. Leitað er að einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði. Helstu verkefni tengjast löggjöf um mannvirki og byggingarmál, húsnæðismál, húsnæðisbætur, sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélaga, almennar íbúðir, félagslegt íbúðarhúsnæði, stuðning við íbúðarkaup, húsaleigumál, frístundabyggð, fjöleignarhús, húsnæðissjálfseignarstofnanir, húsnæðissamvinnufélög og byggingarsamvinnufélög. Starfið felst meðal annars í stefnumótun, gerð lagafrumvarpa og reglugerða, þátttöku í nefndarstörfum, verkefnisstjórn, svörun erinda, skýrslugerð, samráði og samstarfi við önnur ráðuneyti, stofnanir, Alþingi, sveitarfélög, samtök aðila vinnumarkaðarins og aðra hagsmunaaðila á sviði húsnæðis- og mannvirkjamála. Starf lögfræðings á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar. Félagsmálaráðuneytið auglýsir laust til umsóknar starf lögfræðings á skrifstofu vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar. Meginhlutverk skrifstofunnar er að taka þátt í mótun stefnu stjórnvalda á málefnasviði skrifstofunnar. Enn fremur er skrifstofunni ætlað að hafa yfirsýn yfir framkvæmd stefnu stjórnvalda og fylgja henni eftir, meðal annars með gerð lagafrumvarpa, þingsályktunartillagna og reglugerða sem og með þátttöku í nefndarstörfum innanlands og erlendis. Lögð er áhersla á gott samráð og samstarf við stofnanir sem starfa á málefnasviði skrifstofunnar, svo sem Vinnumálastofnun og Vinnueftirlit ríkisins, sem og Alþingi og ýmsa hagsmunaaðila. Leitað er eftir einstaklingi sem er reiðubúinn að takast á við krefjandi, áhugaverð og fjölbreytt verkefni á sviði vinnumarkaðar og starfsendurhæfingar þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði í starfi. Um er að ræða fullt starf. Helstu verkefni tengjast löggjöf á málefnasviði skrifstofunnar, svo sem um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, atvinnuleysistryggingar, vinnumarkaðsaðgerðir, atvinnuréttindi útlendinga, Ábyrgðasjóð launa og fæðingar- og foreldraorlof. Félagsmálaráðuneytið, 17. maí 2019 Umsóknarfrestur er til 3. júní 2019. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Nánari upplýsingar um störfin má finna á starfatorgi Stjórnarráðsins, www.starfatorg.is
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.