Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 96

Fréttablaðið - 18.05.2019, Page 96
Þar sem Konráð og Lísaloppa voru á gangi í kjarrlendi sáu þau eitthvert lítið dýr skjótast um í kjarrinu. „Hvað var þetta?“ spurði Konráð. Þá sáu þau dýrið hoppa grein af grein og að þetta var pínulítill fugl með skemmtilega uppsperrt stél. „Þetta er örugglega einn minnsti fugl sem ég hef séð,“ sagði Lísaloppa. „Já, hann er mjög lítill,“ sagði Konráð og bætti við: „Hvað skyldi hann heita?“ Konráð á ferð og ugi og félagar 353 Gæti þetta verið rauðbrystingur, maríuerla eða músarrindill? ? ? ? Lausn á gátunni Þessi fugl heitir músarrindill? Hans er þrettán ára, alveg að verða fjórtán og er nýlega fermdur. Hann fékk smiðsgen í vöggugjöf enda er hann völundur á tré. Hans, manstu hvenær þú byrjaðir að smíða? Ég byrjaði um tveggja ára aldurinn eitthvað að reyna að hjálpa til og þannig. Ertu helst með föður þínum að smíða? Ég var mikið með afa mínum einu sinni, Hans Indriða- syni, og hann leiddi mig áfram í smíðunum. En ég er aðallega einn núorðið. Áttu mörg smíðatól? Já, fullt. Bíl- skúrinn er hálffullur af verkfærum frá mér. Ég er mjög oft úti í skúr að dunda. Hvar nærðu þér í efni? Ég fer bara í Húsasmiðjuna og Byko og slíkar búðir. Hvað ertu aðallega að smíða? Það er alls konar. Borð og blómastandar, meðal annars og svo saga ég mikið út með sérstakri útskurðarsög, hef gert fullt af jólaskrauti, klukkum og fleiru. Svo er til kofi eftir mig líka. Hvert er uppáhaldsverkfærið þitt? Bútsög. Það er vélsög, frekar stór og það er hægt að stilla gráð- urnar í henni, saga 90 gráðu horn og 45 gráðu og alls konar svoleiðis. Hún er mjög hentug þegar maður gerir grindverk og palla. Kaupir þú þér verkfæri sjálfur? Já, svo hef ég fengið fullt af þeim sem gjafir, afi hefur gefið mér ýmis- legt og ég á líka gömul verkfæri frá langafa mínum sem var húsgagna- smiður og rak trésmíðaverkstæði. Hann hét Indriði Níelsson. Fékkstu eitthvað sniðugt í ferm- ingargjöf sem fellur að þessu áhugamáli þínu? Já, ég fékk verk- færi og ætla að kaupa mér eitt verk- færi með fermingarpeningunum mínum. Það er bútsög. Ég er bara með eina í láni núna frá frænda mínum, bróður afa, sem er mjög handlaginn, og nú ætla ég bara að kaupa hana – eða nýja, ég er ekki alveg búinn að ákveða það. Hvað ætlar þú að gera í sumar? Ég er að fara í unglingavinnuna og svo er ég að fara að smíða grindverk fyrir foreldra kærasta systur minn- ar og halda áfram að selja hluti sem ég hef smíðað. Þú hyggst náttúrlega leggja fyrir þig smíðar í framtíðinni? Já, ég ætla að verða húsgagnasmiður. Á gömul verkfæri frá langafa Hans Haraldsson er ekki í vafa um hvað hann vill verða þegar hann verður stór. Ég er mjög oft úti í skúr að dunda, segir Hans Haraldsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Það er ekki á hverjum degi sem við fáum myndir af fallegum smíðis- gripum eftir börn en hér er borð og blómastandur eftir hann Hans sem er í viðtalinu hér við hliðina. Smíðisgripir 1 8 . M A Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð KRAKKAR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.