Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 2
Veður Gengur í norðaustan 10-18 m/s í dag, en að mestu hægari S- og SA-lands. Víða rigning og snjókoma til fjalla, jafnvel talsverð úrkoma á köflum um landið NA-vert. Bjart með köflum SV-til. SJÁ SÍÐU 34 Perry á Íslandi SAMFÉLAG „Þetta verkefni er unnið í sjálf boðaliðavinnu eins og allt annað starf Kiwanis,“ segir Gylfi Ing varsson, formaður K-dags- nefndar Kiwanis. „Við erum ekki með neina launaða sölumenn þann- ig að allt söfnunarfé fer til styrktar verkefninu,“ bætir hann við. „Við höfum gert þetta fimmtán sinnum á síðastliðnum 45 árum og uppreiknað eru þetta trúlega um eða yfir 300 milljónir sem við höfum safnað,“ segir Gylfi. Kiwanishreyfingin hefur í gegn- um tíðina veitt styrki til ýmissa málefna sem öll tengjast geðvernd á einhvern hátt. Í ár hlutu Barna- og unglingageðdeild og Píeta samtökin hvort um sig 10 milljóna króna styrk frá Kiwanis. Styrkurinn er ágóði af sölu K-lykilsins sem seldur er á þriggja ára fresti. „Við völdum þessi tvö málefni núna og við gerðum það líka árið 2016,“ segir Gylfi. „BUGL hefur langoftast fengið styrk frá okkur en markmið Kiw- anishreyfingarinnar er „Hjálpum börnum heimsins“ og þar passar BUGL vel inn,“ segir Gylfi. „Árið 2016 vorum við svo að kynna okkur starfsemi í kringum geðræn vandamál og funduðum með Píeta samtökunum sem voru þá rétt að byrja hér á landi. Þegar þau kynntu fyrir okkur starfsemi sína fannst okkur hún bæði mikil- væg og áhugaverð,“ segir hann. „Við ákváðum að styrkja Píeta þrátt fyrir að samtökin væru ný af nálinni og það gæti verið áskorun. Þau sögðu okkur svo síðar að styrkurinn frá okkur hefði verið hvatning og viðurkenning til þess að halda áfram,“ segir Gylfi. „Þau voru svo ánægð að þau spurðu hvort þau mættu knúsa okkur, það voru viðbrögðin, alveg frábært,“ bætir hann við glaður í bragði. Gylfi segir allar líkur á því að farið verði aftur í verkefnið að þremur árum liðnum og vonast hann til þess að enn sem áður verði safnað til styrktar geðvernd á Íslandi. „Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Það er frábært að geta styrkt samtök í geðvernd hér á landi og svo hefur þetta bæði ýtt undir opnari umræðu um geðheil- brigðismál og hvatt f leiri fyrirtæki og félagasamtök til þess að styrkja málaflokkinn,“ segir Gylfi og bætir við að Kiwanishreyfingin þakki landsmönnum stuðninginn. birnadrofn@frettabladid.is Tugmilljóna styrkir Kiwanis til geðverndar Kiwanishreyfingin gaf á dögunum 20 milljónir til styrktar geðheilbrigðis- málum. BUGL hlaut 10 milljóna króna styrk og Píeta samtökin einnig. Verk- efnið er kallað K-dagurinn og fer fram sem sala á K-lyklinum um land allt. Barna- og unglingageðdeild hlaut 10 milljónir í styrk frá Kiwanis. HEILBRIGÐISMÁL Kallað var á prest til að vera viðstaddur starfsmanna- fund á Reykjalundi nýverið eftir að Birgi Gunnarsyni, forstjóra Reykja- lundar til 12 ára, var sagt upp. Ekki er búið að auglýsa stöðu nýs for- stjóra. „Hann var þarna sem sálgætir. Það var ákveðið að kalla til einstak- ling sem hefur mikla reynslu í því að ræða við fólk þegar upp koma atvik, sem setja sorg í fólk,“ segir Sveinn Guðmundsson, stjórnarformaður samtakanna SÍBS. Viðmælendur Fréttablaðsins innan Reykjalundar segja ástand- ið viðkvæmt og að starfsfólki líði mörgu hverju illa. Andrúmsloftið hafi verið þungt í nokkurn tíma áður en Birgi var sagt upp. Það skánaði ekki þegar Magnúsi Ólafssyni, forstöðumanni lækninga á Reykjalundi, var sagt upp seinni- partinn í gær. Fundað verður með starfsmönnum í dag . – ab Prestur sat fund á Reykjalundi ALVÖRU MATUR Á ÖRFÁUM MÍNÚTUM +PLÚS Rick Perry, orkumálaráðherra Bandaríkjanna og fyrrverandi ríkisstjóri Texas, heimsótti höfuðstöðvar HS Orku í Svartsengi eftir hádegi í gær og ræddi við Finn Beck forstjóra. Perry er ræðumaður á ráðstefnunni Arctic Circle sem hefst í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Landsmenn hafa tekið mjög vel í verkefnið og það er ekkert mál að selja lykilinn. Gylfi Ingvarsson, formaður K-dagsnefndar Kiwanis VIÐSKIPTI Afskornir túlípanar eru ófáanlegir á Íslandi þessa dagana. Það þarf þó ekki að koma að öllu leyti á óvart því innlendir framleið- endur geta bara boðið upp á þessi vinsælu blóm frá desembermánuði til páska. Þessu vilja blómaheild- salar breyta og vilja ólmir f lytja inn túlípana þaðan sem framboðið er nægt allt árið um kring. Það sem hamlar þó innflutningi eru gríðar- lega háir tollar á vöruna. Félag atvinnurekenda hefur sent ráðgjafarnefnd um inn- og útflutn- ing landbúnaðarvara erindi þar sem farið er fram á að hinir háu tollar verði felldir niður. „Tollurinn er gríðarlega hár. Verðtollur er 30 pró- sent og auk þess er 95 króna stykkja- tollur á hvert blóm. Tíu túlípana búnt, sem kostar 600 krónur í inn- kaupum, fær því á sig 1.130 krónur í toll, þannig að innkaupsverðið hartnær þrefaldast. Þessi skattlagn- ing er að mati FA ekki forsvaranleg gagnvart neytendum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri samtakanna. Blómasalar eru á því að talsverð eftirspurn sé eftir túlípönum allt árið um kring en þó virðist ekki einhugur um  hvort þörf sé á inn- flutningi. „Mér finnst bara hið besta mál að sum blóm séu bara fáanleg yfir eitthvað tímabil. Það er nóg af öðrum fallegum blómum til,“ segir Sigríður Gunnarsdóttir, blómasali í 18 rauðum rósum í Kópavogi. – bþ Vilja vinna bug á túlípanaskorti Túlípanarnir eftirsóttu eru ófáan- legir á Íslandi sem stendur. 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.