Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 22

Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 22
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Samfélagið hefur, skiljan- lega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníð- ingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Það þarf að laga vonda samninga við listaskóla og semja við þá sem engan samning hafa. Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is Þau Aura svo á mig Borga Rukka Skipta Þakka þér fyrir frábæra grein sem birtist í tilefni af Alþjóðlegum degi kennara, þar sem þú minnir á mikilvægi sköpunar í skólastarfi. Greinin er liður í átaki til að ef la starf kennarans sem ég vil líka hrósa þér fyrir. Það er þarft verkefni. Þó hlýt ég að benda á að á sama tíma og nemendum í kennaranámi bjóðast styrkir og laun, heldur menntamálaráðuneytið launum frábærra listgreinakennara niðri með engum eða óásættanlegum þjónustusamningum við einkarekna listaskóla. Ég þekki best til samnings Myndlistaskólans í Reykjavík en hann er þrí- skiptur og að stærstum hluta óverðtryggður. Upphæðirnar sem við fáum með ársnemanda hafa sumar staðið í sömu krónutölu frá upphafi árs 2015. Einn hluti samningsins fékk einmitt verðtryggingu 1. janúar 2015 en krónutalan sem lá til grundvallar var sú sama og við fengum árið 2011 þannig að hún var þá þegar algjörlega úr takti við allt raunhæft. Samningurinn sjálfur er fyrir löngu útrunninn en vegna vandræða innan ráðuneytisins er hann sífellt endurnýjaður í óbreyttri mynd. Þannig fáum við engan afslátt af okkar skyldum heldur skulu sömu verkefni áfram unnin fyrir sömu, gömlu úreltu krónu- töluna! Það hljóta allir að sjá að slíkur rekstur endar illa í landi þar sem verðlag er ekki mjög stöðugt. Kennarahópur Myndlistaskólans er frábær – listamenn og hönnuðir í fremstu röð og meiri- hlutinn með listkennslufræði til viðbótar við langt nám í sinni grein. Við erum stolt af okkar gamalgróna skóla og ég af mínu starfi – fyrir utan launin sem skólinn greiðir starfsfólki sínu en í samskiptum við ráðuneyti þitt er ég minni máttar og fæ litlu breytt. Í ljósi þinna eigin orða skora ég því á þig að sjá til þess að ráðuneyti þitt hætti að hlunnfara listamenn í kennslu. Það þarf að laga vonda samninga við listaskóla og semja við þá sem engan samning hafa. Kæra Lilja Alfreðsdóttir Áslaug Thorlacius skólameistari Myndlistaskól- ans í Reykjavík og formaður Samtaka sjálf- stæðra lista- skóla Hvar eiga allir að vera? Reykjavíkurborg sér ekkert að því að koma smáhýsum fyrir fólk, sem er mögulega í virkri neyslu, fyrir á bílastæði áfanga- heimilis og AA-fundarsala við Héðinsgötu. Nú vantar hins vegar fleiri staði fyrir smáhýsi og reynir á góðmennskuna, hversu langt hún nær. Það er rangt að það sé skortur á plássi. Hægt er að koma fyrir smáhýsum fyrir heimilislausa við Ingólfsstræti, á gatnamótum Óðinsgötu og Spít- alastígs, gatnamótum Flókagötu og Lönguhlíðar, að ógleymdu risastóru plássi við gatnamót Katrínartúns og Borgartúns. Stórir strákar … Miðflokkurinn virðist hafa fengið allt sem hann ætlaði sér með því að breyta þriðja orku- pakkanum í ægilegt pandórubox með langdregnum orðagöldrum. Vissulega háleit markmið að ætla sér að ná fylginu upp um 3 til 4% í könnunum og hrista af sér Klaustursþynnkuna. Eins og skáldið kvað forðum þurfa stórir strákar stundum að fá raflost til þess að ná sér á strik. Kjaftask- arnir af Klaustri fengu þvílíkt rokna stuð frá Brussel að Mið- flokkurinn er orðinn sá næst- stærsti á landinu. Góða fólkið kann hins vegar ekki fótum sínum forráð og skakklappast fjórklofið upp í samanlagt 40%. Íslandi allt og skál í boðinu! arib@frettabladid.is toti@frettabladid.is Karlmaður var í vikunni dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að níðast kynferðislega á syni sínum frá fjögurra til ellefu ára aldurs. Of beldið hefur haft víð tæk á hrif á drenginn, segir í dómi, og engan skal undra. Óhjákvæmilega hugsar fólk að dómurinn sé ekki í samhengi við óhugnanleg brotin. Dómurinn er þó níðþungur sé miðað við aðra dóma sem fallið hafa í sambærilegum málum. Ef refsingin ætti að samræmast brotunum væri erfitt að réttlæta minna en hámarksrefsingu, sextán ár. Rannsóknir sýna að 6 prósent íslenskra drengja og 18 prósent stúlkna verði fyrir kynferðisof beldi fyrir 16 ára aldur. Afleiðingar níðingsverkanna eru þekktar. Grafalvarlegar. En rannsóknir sem snúa að níðingunum sjálfum skortir. Þar liggur ef til vill meinið. Markmiðið, um leið og við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hjálpa þolendum, hlýtur að vera að koma böndum á hvatirnar, sem að baki liggja, sé það gerlegt. Koma í veg fyrir voðaverkin. Sú hugsun að þá sem brjóti á börnum megi læsa í fangelsi til eilífðar og henda lyklunum er skiljanleg. En hún er óraunsæ í réttarríki. Þrátt fyrir allt gerum við ráð fyrir, að jafnvel þeir sem drýgja ljótustu glæpi fái að takast á við lífið á ný eftir að hafa tekið út sinn dóm. Þeir sem brjóta gegn börnum eru oft ólíkir öðrum brotamönnum, ef marka má sérfræðinga. Þeir eiga sjaldnast af brotasögu og fíknivandi í þeirra röðum er fátíður, öfugt við ýmsa aðra sem villast af braut réttvísinnar. Þeir eru sjaldnar með vanþroskatengd vandamál sem oft tengjast föngum. Margir fangar eru með ADHD, en þeir sem brjóta gegn börnum síður. Í þeirra hópi er meira um persónuleikavandamál. Þeir eiga erfitt í hópi, teljast einfarar. Minni líkur eru á endurkomu þeirra í fangelsi en flestra annarra sem taka út refsivist. Fagmannleg meðferð getur þar skipt sköpum. Víða er unnið markvisst að því að koma föngum út í samfélagið á ný. Opinberir aðilar, samtök og aðstandendur taka á móti kynferðisaf brotamönn- um eftir fangavist og reyna að hnýta net í kringum þá. Þeir fá stuðning enda þrautin þyngri að horfast í augu við umheiminn með þann ömurlega stimpil að vera barnaníðingur. Brýnt er að þeir upplifi sig sem hluta af heildinni. Útskúfun eykur nefnilega líkur á frekari brotum. Samfélagið hefur, skiljanlega, ríka tilhneigingu til að ýta barnaníðingum út í horn. Sú aðferð er ekki vænleg. Á vandanum þarf að taka. Brotamennirnir þurfa aðstoð, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Kallað er eftir lausnum fyrir gerendur þeirrar tegundar of beldis sem dregur hvað stærstan dilk á eftir sér fyrir þá sem fyrir því verða. Lausnir fyrir gerendur 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R20 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.