Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 26

Fréttablaðið - 10.10.2019, Page 26
Nú þegar kjörtímabil þessarar ríkisstjórnar er hálfnað er eðlilegt að meta árangur hennar í hinum ýmsu málum, nátt- úruverndinni þar á meðal. Við sem stóðum í náttúruverndarbaráttu á kjörtímabili vinstri stjórnar- innar 2009-2013 munum að aðild Vinstri  grænna að ríkisstjórn er engin trygging fyrir öf lugu nátt- úruverndarstarfi, nema síður sé. Sú ríkisstjórn vann hörðum höndum að uppbyggingu stóriðju á Bakka og í Helguvík, m.a. með framlögum úr ríkissjóði og virkjunum á einstæð- um jarðhitasvæðum, leyfi var veitt til leitar og vinnslu olíu í íslensku hafsvæði og svæði eins og Mývatn, miðhálendið og Drangajökulsvíð- erni voru sett í svonefndan virkj- anaflokk rammaáætlunar. Það voru því ekki miklar vænt- ingar sem maður bar til samstarfs Vinstri  grænna með Sjálfstæðis- flokki og Framsóknarflokki, þeim f lokkum sem gangast við því að vera virkjanaf lokkar af gamla skólanum. Engu að síður má ríkis- stjórnin eiga það að hún hefur gengið vasklega fram – í hinum óumdeildu málum. Þannig hefur Jökulsá á Fjöllum verið friðuð, enda var hún sett í verndarflokk ramma- áætlunar 2013, hefur verið innan þjóðgarðs frá 2008 og ég þekki ekki það orkufyrirtæki sem er svo galið að ætla sér að virkja Dettifoss. Vatnajökulsþjóðgarður hefur verið stækkaður með því að færa undir hann svæði sem hafði hvort sem er verið sjálfstætt friðland í 45 ár. Og þriðji „stóri“ áfangi þessarar ríkis- stjórnar í náttúruverndarmálum var svo skráning Vatnajökulsþjóð- garðs á heimsminjaskrá UNESCO. Lauk þar með vegferð sem var svo óumdeild að hún hófst í tíð hægri stjórnarinnar 2013-2017 þegar umhverfisráðherra Framsóknar- flokksins tilnefndi þjóðgarðinn til heimsminjaskrár. Á þessum tveimur árum sem liðin eru af kjörtímabilinu hefur ríkisstjórnin hins vegar ekki lyft litla fingri í umdeildum átakamálum á sviði náttúruverndar, nema þá til að aðstoða framkvæmdaraðila eins og í laxeldismálinu sem þjösnað var í gegnum Alþingi síðastliðið haust. Nefna má nokkur f leiri mál sem benda til þess að svonefndir fram- kvæmdaaðilar mæti aldrei nokkurri andstöðu hjá þessari ríkisstjórn: Framkvæmdir við Hvalárvirkjun eru hafnar þrátt fyrir neikvætt umhverfismat og fjölda kærumála. Um 50 virkjanir eru í undirbúningi utan Rammaáætlunar, margar hverjar mjög umdeildar. Gefið hefur verið út rannsóknarleyfi fyrir virkjun í Djúpá þrátt fyrir að áin sé í verndarf lokki Rammaáætlunar. Unnið er að undirbúningi virkjunar í Skjálfandafljóti þrátt fyrir að áin sé í biðflokki Rammaáætlunar. Unnið er að gangsetningu kísilvers í Helgu- vík gegn vilja íbúa í Reykjanesbæ. Unnið er að fjölgun stóriðjuvera á Bakka með tilheyrandi mengun á svæðinu, þörf fyrir fjölgun virkjana og aukna losun gróðurhúsaloftteg- unda. Undirbúningur fyrir hafnar- gerð í Finnafirði mun vera kominn á fullt. Undirbúningur fyrir vega- gerð í gegnum Teigsskóg er hafinn að nýju. Gengið er hratt á síðustu óspilltu víðernin hér á landi, þ. á m. Drangajökulsvíðerni með virkjun Hvalár og Landsvirkjun vinnur enn að undirbúningi jarðhitavirkjunar á miðhálendinu. Ríkisstjórnin hefur nýtt fyrri hluta yf irstandandi kjörtíma- bils til að fegra umbúðir náttúru- verndarinnar en hún hefur ekki lagt í að taka á innihaldinu. Það kemur í ljós á næstu tveimur árum hvort eftirmæli ríkisstjórnarinnar á þessu sviði verða, en miðað við árangurinn hingað til gætu þau orðið „Ys og þys út af engu“. Ys og þys út af engu Fullveldi herlausrar smáþjóðar er ekki sjálfgefið, ekki síst þegar stórþjóðir beita af lsmunum sínum. Þetta reyndu Íslendingar í hernáminu. Þá ríktu hér bresk her- lög ofar hinum íslensku og brýnustu stjórnarskrárvarin lýð- og mannrétt- indi, eins og réttur manna til að kjósa til þings á fjögurra ára fresti, urðu að víkja. Tómt mál var að tala um full- veldi Íslands á þeim ófriðartímum. Lýðræði og virðing fyrir mannréttindum Reynslan sýnir að lýðræðisþjóðir sem bera virðingu fyrir mannrétt- indum eru ólíklegri en aðrar til að fara fram með ófriði. Gerð mann- réttindasáttmála Evrópu í kjölfar seinni heimsstyrjaldar var ætlað að stuðla að lýðræði og mannréttindum og þar með stuðla að friði. Í gerð sátt- málans fólst viðleitni til að vernda fullveldi smærri þjóða álfunnar gegn yfirgangi hinna stóru. Í þessu skyni skilgreinir sátt- málinn þau réttindi sem eru talin nauðsynleg heilbrigðu stjórnarfari og kemur á fót sérstökum dómstóli, Mannréttindadómstól Evrópu, til að fjalla um kvartanir einstaklinga um að á þeim hafi verið brotið. Í upphafi var starfsemi dómstólsins veikburða en með árunum hefur hann áunnið sér traust og honum hefur vaxið ásmegin. Hann hefur þurft að kljást við margvísleg vandamál og starfið verður aldrei hafið yfir gagnrýni, enda er skilgreining mannréttinda í síbreytilegum heimi ávallt vanda- söm. En þótt sú skilgreining sé vandasöm er ljóst að lokaorðið um hana verður að hvíla á einum stað svo fullt gagn sé að. Munur á gagnrýni og niðurrifi En það er munur á gagnrýni á úrlausnir dómstólsins annars vegar og beinum árásum á trúverðugleika dómstólsins í heild sinni hins vegar. Nú er þekkt að í fáeinum ríkjum sem eiga aðild að dómstólnum hafa brot- ist til valda menn sem vilja lítt una því að hendur þeirra séu bundnar af mannréttindum. Þeim líkar ekki að dómstóllinn takmarki völd þeirra til að ganga fram af hörku gagnvart þeim forsmáðu einstaklingum sem eru skotmarkið í hvert og eitt skipti. Til að þessir valdhafar geti farið sínu fram virðist þeim fátt heilagt þegar kemur að því að grafa undan trausti til dómstólsins. Umræðu snúið á hvolf Nú er orðræða um óheft völd til að beita takmarkalausu geðþóttavaldi ekki líkleg til vinsælda. Að minnsta kosti mætti ætla að fáir kjósendur myndu greiða atkvæði með stjórn- málaaf li sem myndi í kosninga- baráttu mæla opinskátt með slíku. Þeir stjórnmálamenn sem eru frekir til valdsins virðast þó í ljósi þessa vanda hafa fundið leið til að snúa umræðunni á hvolf og þar með sér í hag. Í stað þess að viðurkenna, eins og rétt er, að dómstóllinn sé að vernda rétt einstaklinga, er sagt að dómstóllinn sé að skerða fullveldi ríkisins. Fátt er fjær sanni. Mannréttinda- sáttmálinn byggir á þeim algildu sannindum, sem allar þjóðir Evr- ópu viðurkenna með aðild að sátt- málanum, að fullveldi geti aldrei náð til þess að brjóta mannréttindi á borgurunum. Þá er tilvist lýðræðis og mannréttinda í ríkjum Evrópu ein mikilvægasta trygging friðar og þar með okkar fullveldis. Störf dóm- stólsins eru þannig beinlínis liður í því að ýta undir fullveldi okkar ríkis til allra góðra athafna, en ekki öfugt. Dapurleg þróun Af þessum sökum er dapurlegt að fylgjast með þeirri umræðu sem hefur átt sér stað hér á landi um mannréttindi og fullveldi upp á síð- kastið. Síst var við því að búast að heyra fjölmarga úr stétt íslenskra valdhafa kveinka sér undan því að þurfa að virða mannréttindi eins og þau eru skilgreind af Mannréttinda- dómstólunum og gerast talsmenn öfugsnúinna fullveldishugmynda; einmitt þeirra hugmynda sem eru mest ógn við frið og þar með full- veldi landsins. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannréttindum. Fullveldi og mannréttindi Reimar Pétursson lögmaður Guðmundur Hörður Guðmundsson formaður Landverndar 2011-2015 Gengið er hratt á síðustu óspilltu víðernin hér á landi, þ. á m. Drangajökulsvíð- erni með virkjun Hvalár og Landsvirkjun vinnur enn að undirbúningi jarðhitavirkj- unar á miðhálendinu. Nær væri að þeir sem vilja auka fullveldi Íslands krefðust skilyrðislausrar virðingar fyrir mannrétt- indum. Umræðu um þriðja orku-pakkann er lokið á Alþingi sem kunnugt er og hann samþykktur með atkvæðum yfir- gnæfandi meirihluta þingsins. Utan veggja Alþingis var hins vegar greinilega aðra sögu að segja því ítrekað hafði komið fram í skoð- anakönnunum að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er andvígur því að Íslendingar undirgangist stefnu Evrópusambandsins á sviði orkumála. Ritstjórar gefa einkunnir Undanfarna mánuði hef ég lesið ófáa leiðara þessa blaðs um þetta málefni og hefur þar komið fram mjög afdráttarlaus stuðningur við markaðsstefnu Evrópusam- bandsins á sviði orkumála og þar með orkupakka 3. Það er að sjálf- sögðu ritstjórnar að meta hvað hún telur vera rétt í þessu efni og er ekkert nema gott um það að segja. En þar með er ekki öll sagan sögð því í þessum skrifum hefur mér virst jafnvel meira fjallað um þau sem hafa verið á öndverðum meiði við ritstjórn blaðsins en um málið sjálft. Ég er í þessum hópi, Orkunni okkar, eins og við höfum kallað okkur sem höfum skráð okkur undir því heiti. Síðast þegar ég vissi vorum við átta þúsund talsins í umræðuhópnum. Í leiðurum Fréttablaðsins höfum við fengið alls kyns einkunnagjafir en allar á sama niðrandi veg, við værum gamalt fólk, athyglissjúkt, vildum „undanþágu frá alþjóða- samstarfi“, værum „popúlistar“ sem bulluðu út í eitt: „Sennilega voru það stór mistök af hálfu ríkis- stjórnarinnar að framlengja bullið og afgreiða ekki málið strax í vor.“ Þetta orðalag í leiðara Frétta- blaðsins í þann mund sem Alþingi greiddi atkvæði er dæmigert um þessi skrif sem ég held að ég geti varla verið einn um að hafa fund- ist vera ósamboðin leiðurum blaðs sem borið er inn á hvert heimili. En það sem verra er, á Alþingi var umræðan af hálfu margra þing- manna einnig í þessu sama lágkúru- lega fari. Andstæðingar voru einnig þar sagðir „bulla“, vera „fábjánar“ sem fráleitt væri að taka mark á, því aldrei kæmu þeir fram með neitt af viti og aldrei neitt nýtt! Framlag margra þingmanna var ekki inni- haldsmeira en uppnefni og svigur- mæli af þessu tagi. Vandaður málflutningur Orkunnar okkar Ég hef sótt fjöldann allan af fundum á vegum Orkunnar okkar og í sumar kom ég lítillega nærri vinnu sérfræð- ingahóps sem tekið hafði að sér það verkefni að grandskoða málefnið á nýjan leik og setja niðurstöður fram í skýrsluformi. Í þessu starfi kynntist ég vönduðum vinnubrögðum kunn- áttufólks úr orkugeiranum, fólks sem sérfrótt er um þá þætti efna- hagsmála sem þessum málaflokki viðkemur, náttúruvernd, Evrópu- rétt, alþjóðlega viðskiptasamninga; vinnu þeirra sem lagst höfðu í rann- sóknarvinnu um eignatengsl í land- akaupum þar sem orkugjafa er að finna. Niðurstöður þessarar vinnu hafa verið að birtast í blaðagreinum, á fundum og einnig í skýrslu sem birt var í ágúst áður en þing kom saman. Með þessari vinnu átti að freista þess að koma nýjum og fyllri upp- lýsingum á framfæri áður en endan- leg ákvörðun yrði tekin á Alþingi. Afrakstur þessarar vinnu skilaði sér ekki aðeins inn í þjóðfélagsumræð- una almennt heldur einnig inn í sali Alþingis þótt fáir þar vildu heyra af því sem nýtt hafði komið fram. Úr eigin reynsluheimi Mig langar í þessu sambandi að benda á þó ekki sé nema eitt atriði sem ítrekað hefur verið haldið fram á síðum þessa blaðs, nefnilega að andstæðingar markaðsvæðingar raforkunnar séu andvígir alþjóð- legu samstarfi. Eflaust er allur gang- ur á afstöðu einstaklinga í þessum hópi sem öðrum hvað þetta snertir. Ég ætla að láta mér nægja að svara fyrir sjálfan mig. Alla mína starfsævi hef ég tekið þátt í alþjóðlegu samstarfi og er því fylgjandi, lít á það sem lífsnauðsyn- legt hvort sem er á sviði menningar, menntunar, vísinda, náttúruvernd- ar, mannréttinda og friðarmála eða viðskipta. Mér finnst hins vegar skipta höfuðmáli á hvaða forsend- um slíkt samstarf er reist. Svo vill til að ég er mjög hlynntur samstarfi í Evrópu (bæði innan Evrópusambandsins og utan), hef tekið þátt í því á ýmsum sviðum í meira en fjörutíu ár, en er jafn- framt gagnrýninn á þær forsendur sem Evrópusambandið hefur reist samstarf á sínum vegum á, einkum frá því um miðjan tíunda áratuginn. Þarna hef ég átt góða samleið og nána samvinnu við fólk í mannrétt- indabaráttu og í evrópskri verka- lýðshreyfingu. Alþjóðleg umæða er meira en Evrópusambandið Á vettvangi alþjóðlegrar og evr- ópskrar verkalýðshreyfingar tók ég þátt í umræðu og baráttu um þjónustutilskipun ESB upp úr alda- mótunum og um aðrar tilskipanir sem snertu sérstaklega velferðar- kerfið og réttindi launafólks. Þessi barátta var engan veginn afmörkuð við Evrópusambandið heldur teygði hún sig um Evrópu alla og víða veröld með tilkomu viðskipta- samninga sem gerst hafa sífellt ágengari gagnvart innviðum sam- félaganna og réttarkerfi, en bæði í GATS samningunum og af brigðum þeirra samninga tíðkast það í æ ríkara mæli að gerðardómar með afgerandi aðkomu fjármagnsaf la ýti stofnunum réttarríkisins út úr ákvarðanatöku. Þarna hefur hin alþjóðlega verka- lýðshreyfing tekið á málum óháð landamærum hvort sem um er að ræða einstök ríki eða sambönd eins og Evrópusambandið. Ef þú ert í röngu liði … Getur það verið að svo sé komið að við sem tökum þátt í alþjóðlegri umræðu um málefni sem snerta samfélög og lýðræði á öðrum for- sendum en ákveðin er í höfuðstöðv- um Evrópusambandsins þurfum að sæta aðkasti – ekki vegna rökstuðn- ings okkar og málafylgju heldur fyrir að vera í röngu liði og fyrir vikið kölluð fábjánar sem bulli út í eitt. Er það þetta sem Fréttablaðið ætlar framvegis að bjóða lesendum sínum? Eða er ætlunin að taka sig á og mæta inn á vettvang umræðunnar með rökum og þekkingu? Mikið skortir á að það hafi verið gert á þessu blaði. Fréttablaðið fellur á prófinu Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R24 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.