Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 53

Fréttablaðið - 10.10.2019, Qupperneq 53
Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima. Stundum er sagt að við vitum ekkert hvað fram­tíðin beri í skauti sér. Það er hárrétt en samt vitleysa. Við vitum eitt og annað, sem betur fer. Annars gætum við ekkert skipulagt fram í tímann og þyrftum að ganga aftur á bak inn í framtíðina. Í svæðisskipu­ lagi höfuðborgarsvæðisins 2015 til 2040 er vitnað í mannfjöldaspár Hagstofunnar um að íbúunum fjölgi um sirka 70.000 á tímabilinu. Við vitum að ef höfuðborgarbyggðin myndi þenjast jafnmikið út næstu 25 ár og hún gerði árin 1987 til 2012 og ferðavenjur yrðu óbreyttar, eykst bílaumferð örugglega langt umfram fólksfjölgun. Umferðartafir verða óbærilegar. Sú leið er ófær. Það er niðurstaðan úr ýtarlegum sviðs­ myndagreiningum sem fylgdu aðalskipulagi Reykjavíkur 2010 til 2030 og svæðisskipulaginu. Í báðum tilvikum náðist þverpólitísk sátt um róttæka stefnubreytingu. Betri landnýting, samgöngumiðuð upp­ bygging, minni mengun, skilvirk­ ari vistvænni samgöngur, betra umhverfi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur. Á þeim grunni byggir nýr samgöngusáttmáli ríkisins og sveitarfélaganna á höfuðborgar­ svæðinu. Hann markar álíka sögu­ leg tímamót og hraðbrautarskipu­ lagið sem samþykkt var í Reykjavík um miðjan 7. áratuginn – nema nú er forgangsröðunin önnur. Mannfjölgunin er í borgum Hvað vitum við meira? Jú, í nýlegri skýrslu norrænu rannsóknarmið­ stöðvarinnar Nordregio kemur fram að síðustu 20 árin hefur nánast öll mannfjölgun, eða 97%, átt sér stað á 30 stærstu borgar­ svæðum Norðurlandanna. Til fróðleiks má geta þess að höfuð­ borgarsvæðið okkar er 11. stærsta norræna borgin. Innf lytjendur eiga sinn þátt í þessari öru fjölgun í borgunum, en margt fólk kemur líka frá minni plássum á lands­ byggðinni. Norræna strjálbýlið glímir við þann vanda að unga fólkið streymir inn í borgirnar og aðliggjandi svæði. Ekkert bendir til að þróunin verði öðruvísi næstu tvo til þrjá áratugina enda gera borgaryfirvöld í Ósló, Stokkhólmi og Helsinki ráð fyrir því í sínum skipulagsáætlunum. Hlutfallsleg fjölgun í þessum þremur borgum er með því mesta sem þekkist í Evrópu. Í skipulags­ áætlunum er gert ráð fyrir að fjölg­ unin eigi sér að miklu leyti stað innan núverandi byggðarmarka og fyrst og fremst í gisnari hverfum borganna, á úr sér gengnum iðn­ aðarsvæðum, hafnarsvæðum, veg­ helgunarsvæðum og flennistórum vannýttum bílastæðum. Í Helsinki svo dæmi sé tekið er unnið eftir skipulagsáætlun sem heitir Vision 2050. Þar sett fram landnotkunar­ stefna til framtíðar og áhersla lögð á þéttriðið net almenningssam­ gangna, ef lingu miðborgarsvæð­ isins og styrkingu borgarinnar í alþjóðlegri samkeppni um fólk, fjármagn og verðmætasköpun. Það er grundvallaratriði í þessum skipulagsáætlunum að ekki er gert ráð fyrir að bílaumferð aukist í sama hlutfalli og fólkinu fjölgar. Það er einfaldlega ekki pláss fyrir f leiri bíla. Takmarkað göturými Hvernig verður takmarkað götu­ rýmið í borgunum nýtt sem best? Útreikningar verkfræðinga sýna að einkabílaumferðin nýtir götu­ Fleira fólk og takmarkað rými Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi Samfylkingar- innar 2TB FERÐAFLAKKARI Backup Plus Slim með tímamóta hugbúnaði 14.990 TRUST LEIKJASTÓLL Glæsilegur GXT 707 leikjastóll frá Trust 29.990 VERÐ ÁÐ UR 34.990 FRÁBÆR T TILBOÐ LEIKJALYKLABORÐ Magnað GXT860 leikjalykborð frá Trust 5.992 25%AfslátturVerð áður 7.990 RTX 2060 SUPER Öflugt skjákort frá Zotac með 8GB GDDR6 69.990 VERÐ ÁÐ UR 72.990 FRÁBÆR T TILBOÐ NOCTUA NH-D15 Örgjörvakæling fyrir AMD/Intel 6 ára ábyrgð 14.990 69.990PS4 PRO MEÐ FIFA20Öflugri PRO HDR útgáfa með 1TB disk og FIFA 209.990 GLORIOUS MODEL O Loksins fáanleg á Íslandi léttasta RGB leikjamúsin!129.990 MEÐAN BIRGÐIR ENDAST FRÁBÆR T VERÐ LEGION C530 Cube Fullkominn leikjaturn með LED lýsingu og handfangi GTX 1050 Ti 4GB VR Ready leikjaskjákort Intel i5 8400 6 kjarna 4.0GHz Turbo 8GB minni DDR4 2666MHz 512GB SSD NVMe diskur 99.990Ideapad 330Öflug og nett Lenovo fartölva sem hentar vel í alla almenna vinnslu í skólanum og heima Glæsileg 15” fartölva sem er flott í skólann 15” FHD 1920x1080 Antiglare Intel i5-8250U 3.4GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2133MHz 256GB SSD M.2 diskur 149.990YOGA 530Lúxus Yoga fartölva með Harmon Dolby hljóðkerfi, fingrafaraskanna og 10 tíma rafhlöðu Enn öflugri lúxus Yoga með 360° snertiskjá 14” FHD IPS Snertiskjár, 1920x1080 Intel i7 8550U 3.7GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2400MHz 512GB SSD NVMe diskur SNERT I SKJÁR 149.990ACER C27-865Einstök skjátölva með örþunnan skjáramma með HD vefmyndavél og þráðlaust AC net Glæsileg skjátölva á demantskornum standi 27” FHD IPS Rammalaus Slim skjár Intel i5-8250U 3.4GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2400MHz 256GB SSD M.2 diskur VERÐ ÁÐ UR 169.990 FRÁBÆR T TILBOÐ 10. október 2019 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Opnunartímar Virka daga 10-18 Laugardaga 11-16 SPENNANDI NÝJAR GRÆJUR Í OKTÓBER GRÆJUBÚÐIN rýmið illa. Skipulagsyf irvöld í Stokkhólmi hafa tekið saman stefnu sem segir til um hvernig beri að forgangsraða í þessu tak­ markaða rými. Forgangsröðin myndar eins konar pýramída þar sem fararmátar sem taka minnst pláss eru á toppnum og þeir farar­ mátar sem taka mest pláss á botn­ inum. Því skal forgangsraða gang­ andi og hjólandi fyrst, á eftir þeim almenningssamgöngum, síðan vöruf lutningum og leigubílum og síðastur í röðinni er einkabíllinn. Þetta er útfært þannig að gang­ stéttir og hjólastígar breikka á kostnað akreina og bílastæða, for­ gangsreinar eru lagðar fyrir stræt­ isvagna, sérstakur miðborgartollur er innheimtur af þeim sem keyra á einkabílum inn í miðborgina. Svipaða sögu er að segja frá Ósló. Í dag trúir maður því varla að í kringum ráðhúsið í borginni, sem er einstök bygging, hafi fyrir örfáum árum verið linnulaus bílaumferð og að hraðbraut skorið miðborgina frá höfninni. Sömu skipulagsstefnu og tekin hefur verið í höfuðborgum hinna Norðurlandanna er fylgt í skipu­ lagsáætlunum höfuðborgarsvæðis­ ins. Búsetuþróunin hefur verið svip­ uð á Íslandi og á Norðurlöndunum. Við erum á sömu leið inn í framtíð­ ina. Norrænu höfuðborgirnar raða sér alltaf í efstu sætin á alþjóðlegum listum yfir lífvænlegustu borgir í heimi. Þar eigum við heima. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 27F I M M T U D A G U R 1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.