Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 54

Fréttablaðið - 10.10.2019, Side 54
1 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R28 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Það verður við ramman reip að draga þegar íslenska karla­ landsliðið í k nattspy rnu fær ríkjandi heimsmeistara, Frakka, í heimsókn á Laugardalsvöllinn í leik liðanna í sjöttu umferð í undan­ keppni EM 2020. Ekki er hægt að segja að tölfræðin sá á bandi íslenska liðsins en liðin hafa mæst 14 sinnum í sögunni og Ísland hefur aldrei haft betur. Tíu sinnum hefur franska liðið farið með sigur af hólmi og fjórum sinnum hafa liðin gert jafntefli. Frakkar unnu sannfærandi 4­0 sigur þegar liðin áttust við í fyrri leik sínum í undankeppninni en þar áður mættust liðin í vináttulands­ leik þar sem íslenska liðið komst tveimur mörkum yfir með mörkum Birkis Bjarnasonar og Kára Árna­ sonar. Franska liðið kom hins vegar til baka og jafnaði metin í 2­2 og hélt tölfræði sinni um að vera taplaust gegn Íslandi. Það þarf svo að fara allt aftur til ársins 1998 til þess að finna síðasta skiptið þar sem Ísland náði að hrifsa stig af Frakklandi í mótsleik. Þá voru Frakkar nýkrýndir heims­ meistarar frá því um sumarið og mættu sigurvissir til leiks á pakk­ fullan Laugardalsvöllinn. Allir sem vettlingi gátu valdið sáu til þess að eins margir og mögulegt væri kæm­ ust á völlinn og hent var upp bráða­ birgðastúkum bak við bæði mörkin til þess að auka stemminguna. Ríkharður Daðason stökk eins og lax fyrir ofan Fabian Barthez og stangaði boltann í netið eftir hár­ nákvæma fyrirgjöf Rúnars Krist­ inssonar en Cristoph Dugarry eyðilagði partíið með því að sjá til þess að Frakkar færu með stig í far­ teskinu af Laugardalsvellinum það haustkvöldið. Það er spurning hvaða íþrótta­ fréttamaður bregður sér í hlutverk Ingólfs Hannessonar sem fagnaði jafntef linu innilega með Guðjóni Þórðarsyni, þáverandi þjálfara íslenska liðsins, og smelli kossi á kinn Eriks Hamrén takist honum og lærisveinum hans að brjóta ísinn með sigri í leiknum annað kvöld. Frakkland verður án lykilleik­ manna í þessum leik en Hugo Lloris meiddist um síðustu helgi á oln­ boga og Samuel Umtiti, Paul Pogba og Kylian Mbappé eru þar að auki að glíma við meiðsli. Hjá Íslandi er stórt skarð hoggið með fjar­ veru fyrirliða liðsins, Arons Einars Gunnarssonar, af miðsvæðinu og þá er Hörður Björgvin Magnússon meiddur og Rúnar Alex Rúnarsson að bíða eftir frumburði sínum. Mannval Frakka er slíkt að þótt þeir væru vissulega til í að hafa alla leikmenn sína klára í slaginn koma afar frambærilegir leikmenn í stað fyrrgreindra leikmanna. Það mun líklega ekki sjá högg á vatni hjá franska liðinu í þessum leik. Það er aftur á móti lag fyrir Ísland að bæta upp fyrir tapið í Albaníu með óvæntum sigri annað kvöld. hjorvaro@frettabladid.is Kominn tími til að vinna Frakkland Nú er rúmlega sólarhringur í að Ísland og Frakkland eigist við í undankeppni EM 2020 í knattspyrnu karla á Laugardalsvellinum. Þrátt fyrir að sterka leikmenn vanti í franska liðið þegar það kemur hingað mætir öflugt lið Íslandi á Laugardalsvelli annað kvöld. Pétur Hafliði Marteinsson, Rúnar Kristinsson og Ríkharður Daðason fagna markinu sem Ísland skoraði gegn Frökkum í undankeppni EM 2000 með Guðjóni Þórðarsyni. MYND/HILMAR ÞÓR 14 leiki hafa Íslendingar leikið gegn Frökkun án þess að ná að leggja þá að velli. FÓTBOLTI Hjörtur Hermannsson kveðst vera búinn að skilja tapið gegn Albaníu eftir í baksýnisspegl­ inum og er spenntur fyrir tækifær­ inu að takast á við stærstu stjörnur heimsins á morgun. Hjörtur sem er miðvörður að upplagi tók stöðu Birkis Más Sævarssonar í hægri bak­ verðinum fyrr á árinu og er búinn að byrja síðustu fjóra leiki Íslands. „Það hefur gengið vel að undir­ búa þetta verkefni. Eftir leikinn gegn Albaníu þurfti maður að vera f ljótur að hreinsa hugann og ein­ beita sér að félagsliðinu. Auðvitað hugsaði maður að einhverju leyti að maður þyrfti að svara fyrir eigin frammistöðu í leiknum í Albaníu. Nú er komið að nýju verkefni og við mætum einbeittir til leiks.“ Hjörtur fékk sinn skerf af gagn­ rýni eftir tapið í Albaníu. Aðspurð­ ur segist hann hafa tekið eftir gagnrýninni en lítið velt sér upp úr henni. „Gagnrýnin fór ekkert fram hjá manni eftir Albaníuleikinn. Maður verður að draga lærdóm af því, bæði sem leikmaður og persóna. Það er hægt að deila um hvort hún hafi átt rétt á sér, það er hlutverk fjölmiðla að fjalla um og gagnrýna liðið og ég tel mig og liðið hafa lært heilmargt af þessum leik. Við þurfum að svara fyrir það gegn Frökkunum,“ segir Hjörtur sem segir ekki erfitt að gíra sig upp fyrir leik af þessari stærðar­ gráðu. „Ef maður á erfitt með að mótív­ era sig fyrir leik af þessari stærðar­ gráðu eða bara landsleiki yfirhöfuð á maður varla að vera í landsliðinu.“ Hjörtur er fæddur árið 1995, er einn af yngstu leikmönnum hópsins og man því ekki eftir leiknum fræga árið 1998. „Maður hefur margoft heyrt þessa sögur af leiknum 1998 og séð margar klippur en ég ætla ekki að ljúga að ég muni eftir leiknum enda bara þriggja ára þegar hann fór fram,“ segir Hjörtur hlæjandi: „Það voru mögnuð úrslit, núna er það okkar að jafna það eða gera betur á morgun.“ Miðvörðurinn kom aftur inn í lið BrØndby um síðustu helgi og lék allan leikinn í 3­1 sigri á erkifjend­ unum í FC KØbenhavn. „Þetta var magnaður leikur. Leikir þessara liða eru þeir stærstu í Skandinavíu og það er ekkert sæt­ ara en að vinna FCK. Með sigrinum héldum við okkur á lífi í toppbarátt­ unni. Þetta hefur verið upp og niður hjá okkur en vonandi kemur þessi sigur boltanum af stað.“ Síðasta sumar sýndi rússneskt félag Hirti áhuga en hann segist ánægður í bili í Danmörku. „Það eru alltaf einhverjir orð­ rómar og einhver áhugi og í fót­ boltanum eru hlutirnir f ljótir að gerast. Undanfarin ár hefur maður heyrt hitt og þetta. Ég er sáttur hjá BrØndby í dag þótt að það hafi komið tilboð. Það hefur annað­ hvort ekki hentað mér eða félaginu en það mun koma sá tímapunktur að maður leitar í eitthvað nýtt og spennandi.“ – kpt Gagnrýnin eftir leikinn í Albaníu fór ekkert fram hjá manni Árbæingurinn hefur byrjað síðustu fjóra leiki Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Arnór Sigurðsson, núverandi leikmaður íslenska liðsins, var ekki fæddur þegar liðin gerðu síðast jafntefli í mótsleik.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.