Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 5

Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 5
\ Fjörutíuára farsælt samvinnustarf Fréttir frá minnsta kaupfélaginu Þann 1. janúar síðastliðinn átti ívar Ivarsson, kaupfélagsstjóri á Hvalskeri, fertugsafmæli sem starfsmaður sam- vinnufélaganna. Þann dag fyrir fjörutíu árum var hann kosinn deildar- stjóri hluta sveit- ar sinnar í Pönt- unarfélagi Rauða- sandshrepps og gengdi hann því starfi fram til árs- byrjunar 1924, en þá var pöntunar- félagið lagt niður. Þá var stofnað ívar Pöntunarfélagið Patrekur er síðar hlaut nafnið Kaupfé- lag Rauðsendinga. Ivar gegndi endur- skoðandastörfum fyrir það fram til árs- Jón Arnþórsson er ráðinn sölustjóri til iðnaðardeildar. Hann er fæddur í Rvík. 3.11. 1931. Máladeildarstúd- ent frá MA 1951. Var einn vetur í viðskiptadeild Há- skólans, en fór svo til Sviss og kvnnti sér þar skattalög- gjöf fyrir skatt- greiðendafélag Reykjavíkur. Fór til Bandaríkjanna vorið 1953 og starfaði þar hjá stóru innflutningsfyrirtæki en stundaði jafnframt kvöldnám hjá New York University í auglýsingatækni. s<‘j1u aðferðum og markaðaöflun. Hefir að undanförnu starfað á skrifstofu SIS í New York og kynnt sér þaðan fram- leiðslunýjungar fyrir samvinnuverk- smiðjurnar. loka 1933, en þá hætti kaupfélagið störf- um. 13. ágúst 1933 var enn stofnað kaupfélag í Rauðasandshreppi, og var því gefið nafnið Kaupfélag Rauðasands og hóf það starfsemi sína um áramótin, er hitt var lagt niður. Ivar varð einnig endurskoðandi þess og gegndi því óslit- ið til 10. júní 1944, en þá var hann ráðinn kaupfélagsstjóri að félaginu. Ivar er fæddur að Kirkjuhvammi í Rauðasandshreppi 25. september 1889 og hefir búið þar alla sína tíð. Kaup- félagið er að Hvalskeri, en á milli bæj- anna er 12 kílómetra leið og yfir háan fjallgarð að fara, sem Skersfjall nefnist. ívar getur því sökum þessa ekki annast daglega afgreiðslu í kaupfélaginu, það gerir Guðbjörg Stefánsdóttir, eða ann- að heimilisfólk á Hvalskeri. Kaupfélag Rauðasands er hið minnsta hér á landi. Félagsmenn eru aðeins 23. Hlutverk þess er þó hið sama og hinna stærri og það hefir rækt hlutverk sitt vel. Hlynur færir Ivari hamingjuóskir með vel unnin störf í þágu samvinnu- félaganna og árnar hoíium allra heilla á ókomnum árum. HEILLAÓSKIR Nýlega voru gefin saman í hjónaband ungfrú Ragnhildur Jónsdóttir og Sig- tryggur Hallgrímsson, verzlunarstjóri hjá Gefjun-Iðunn Kirkjustræti. Nýlega opinberuðu trúlofun sína: Ungfrú Elísabet Erlendsdóttir, starf- stúlka í bókhaldsdeild SIS, og Jón Antóníusson, háseti á Hvassafelli. Ungfrú Erla Kolbrún Valdimarsdóttir og Eysteinn Jóhannsson, starfsmaður í verðlagningardeild SIS. Ungfrú Sólborg Marinósdóttir og Rudólf Asgeirsson, IV. vélstjóri á Hvassafelli. Jón 5

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.