Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.04.1956, Blaðsíða 6
L 'í: ::..:.:í:|:::Sí:::: í :■:■ A Æ Ú R F É BORGARNES Laugardaginn 17. marz, fjölmennti starfsfólk Kaupfélagsins á árshátið sína. sem haldin var að Hótel Borgarness. Samkoman hófst með borðhaldi, en for- maður starfsmannafélagsins Guðmund- ur Ingimundarson setti hófið og stjórn- aði því. Undir borðum fóru fram skemmtiatriði og almennur söngur. — Fyrst komu fram fjórir kvæðamenn, sem kváðust á, þeir: Tómas Hadgrímsson og Halldór Sigurðsson annarsvegar, en Sig urður B. Guðbrandsson og Guðmundur Sveinbjarnarson hinsvegar. Keppninni lyktaði þannig að hvorugur kvað liinn í kútinn. Dómari keppninnar var Gest- ur Kristjánsson. Næst var þátturinn Já eða nei, og stjórnaði honum Halldór Sigurðsson. Fyrstu verðlaun hlaut Pét- ur Geirsson og önnur verðlaun Sigrún Framh. á bls. 13. Borgarnes: Systkinin Björk Halldórsdóttir og Hreinn Halldórsson leika fyrir dansinum. — Mið- myndin er frá borðhaldinu, og sjást á henni, talið frá vinstri: Daníel Oddsson, Þórey Sveinsdóttir, Ólafur Andrésson, Guð- rún Jónsdóttir, Marinó Sigurðsson, Jón Sigurðsson og Sæmundur Sigmundsson. A neðstu myndinni sést yfir hluta af hinum glæsilegu salarkynnum hótelsins. AKUREYRI Arshátíð Starfsmannafélags SIS á Ak- ureyri var haldin að Ilótel KEA. laug- ardaginn 3. marz. Hátíð'n var með fjöl- mennasta móti, enda sóttu hana hátt á þriðja hundrað manns. Steinþór Krist- jánsson, formaður félagsins, setti hátíð- ina og bauð gesti velkomna. Að setn- ingarræðu lokinni var matur fram bor- inn, en undir borðum voru fluttar ræð- ur og gamanþættir. Tóku þar til máls Harrv Frederiksen, framkvæmdarstjóri, sem staddur var á Akureyri um þessar mundir, og Arnþór Þorsteinsson, fram- kvæmdarstjóri. Þá flutti Páll Helgason gamanþátt, en Hans Hansen söng gam- anvísur um starfsfólkið. Síðan voru borð upp tekin og dans stigin fram eftir nóttu. Mikill hugur er í forystumönnum fé- lagsins. Tengja þeir miklar vonir, um aukið félagslíf, við nýjan og glæsilegan samkomusal, sen: verksmiðjurnar munu brátt afhenda starfsfólki sínu. 6

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.