Hlynur - 15.09.1956, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.09.1956, Blaðsíða 2
Fimmtugsafmæli Helgi Þorsteinsson, framkvæmda- stjóri innflutningsdeildar Sambands íslenzkra samvinnufélaga varð fimm- tugur 6. október. Hann fæddist á Seyðisfirði og er sonur hjónanna Þor- steins Olafssonar fyrrum bónda og síðar ökumanns og Jónínu Am- grímsdótt.ur. Helgi ólst upp á Seyðisfirði unz hann hvarf til Rvíkur og hóf nám í Samvinnu- skólanum 1926, en þaðan útskrif- aðist hann vorið 1928. Gekk hann að því loknu í þjónustu Sambandsins og hefur æ síðan gegnt þar vaxandi ábyrgðarstiirfum. Fyrsta starf hans var á skrifstofu SIS í Hamborg, þar sem hann dvaldist til 1931, er hann tók við starfi á skrifstofu SÍS í Leith. Árið 1935 kom Helgi heim og varð fulltrúi Aðalsteins Kristinssonar, sem ]>á var framkvæmdastjóri innflutningsdeildar. Árið 1940 hélt Helgi til New York og setti á stofn skrifstofu SIS þar. Auk þess að veita skrifstofunni forstöðu öll styrjaldarárin var Helgi annar fram- kvæmdastjóri Innkaupadeildar ríkisins (ásamt 01. Johnsen), en sú stofnun annaðist geysimikil og erfið innkaup fyrir Islendinga á þeim árum. Árið 1946 kom Helgi aftur heim og tók þá við framkvæmdastjórn inn- flutn'ngsdeildar SIS, en sú deild er, talin ein sér, stærsta innflutningsfvrir- tæki í landinu. Helgi er einnig varafor- maður í framkvæmdastjórn SIS, for- maður Olíufélagsins og í stjórnum fleiri dótturfyrirtækja Sambandsins. Hann hefur átt sæti í miklum fjölda samninganefnda um viðskipti við önn- Kaupfélagsstjóri á ísafirði Jóhann T. Bjarnason, kaupfélags- stjóri í Vestmannaeyjum, er ráðinn kaupfélagsstjóri á Isafirði. Þótt hann sé ungur að árum á hann drjúgan starfsdag hjá samvinnufélögunum. Hann hóf störf hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga 1943 og vann þar til ársins 1947. Jó- hann stundaði nám í Samvinnu- skólanum og lauk prófi úr fram- haldsdeild 1951. Hélt hann síðan til Englands og stundaði um skeið nám við brezka samvinnuháskólann, lauk hann prófi þaðan 1952. Hann vann á skrifstofum SIS sumarið 1952, fór þá um haustið til Kf. Hafnfirðinga og var ráðinn kaupfélagsstjóri í Eyjum í maí 1953. Jóhann er fæddur á Þingeyri við Dýra- fjörð 15. febr. 1929. Setning Samvinnuskólans Samvinnuskólinn var settur 2. októ- ber og verða í vetur 64 nemendur í honum. Guðmundur Sveinsson, skóla- stjóri, setti skólann með ræðu, en einnig tóku til máls Benedikt Gröndal. forstöðumaður fræðsludeildar og Thor- sten Odhe, sænski rithöfundurinn. ur ríki. Þá er hann í stjórn Sements- verksmiðjunnar og hefur gegnt fjölda annarra trúnaðarstarfa. Fyrri kona Helga var Elizabeth Gregor Þorsteinsson, en hana missti hann 1950. Seinni kona hans er Þor- björg Olafsdóttir. Helgi Jóhann 2

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.