Hlynur - 15.09.1956, Blaðsíða 13

Hlynur - 15.09.1956, Blaðsíða 13
í bréfi til blaðsins segir Páll Guð- bjartsson, fulltrúi hjá útibúi Kaup- félags Stykkishólms í Grafarnesi, m. a. ,,Eg hefi alltaf eins og fleiri haft gaman af hnoðnöglum og sendi þér einn hér með til gamans. Ljóðið heitir „Haust- grátur sveitamanns“ og er eins og efni ])ess ber með sér orkt í tilefni af biturri reynslu höfundarins og raunar einnig stóru þjóðfélagsvandamáli, sem er flótti ungs fólks úr sveitum landsins. HAIJSTGRÁTUR SVEITAMANNS. Það var kvöld. Eg var einn, á enginu gráu, og andvarinn lék sér í bliknuðum stráum. Þú hafðir kvatt mig það kvöld, því að nú varstu á förum og kossinn þinn síðasti brann mér ennþá á vörum. Það var vor er þú komst Þá vannstu, mitt hjarta. Þú veittir mér sælu ég þurfti ekki að kvarta. En er haustskinið glampaði* gulhvítt á visnuðum stráum ég grét ofan í mosann. Við njótum ei alls er við þráum. Já, hún fór í morgun blessuð rauð- hærða kaupakonan, sem kom í vor. Skipuleggjum jólasöluna Framh. af bls. 3. gætt, en við verðum samt fyrst og fremst að láta vörurnar njóta sín, þær er ætlunin að selja, en ekki hina fögru pappírsskreytingu þótt góð sé. Auglýsingar eru einnig mjög nauð- synlegar. Flest kaupfélögin augl}rsa þó mjög sjaldan í dagblöðum eða útvarpi. Mun valda því að dagblöð höfuðborg- arinnar eru oft lengi á leiðinni út á land og koma því þær auglýsingar ekki að miklu gagni. Einnig er nokkur kostn- aður þessu samfara. Hvernig væri að leysa þetta að nokkru, með því að láta prenta og fjölrita dreifibréf eða pöntun- arlista, þar sem jólavörurnar væru aug- lýstar, og pöntunarlistanum síðan dreift um félagssvæðið. Flest kaupfélögin eiga fjölritara og yrði kostnaður því lítill. Nokkrar auglýsingar í útvarpi og blöð- um með heppilegum slagorðum myndu einnig gera sitt gagn. Aðalatriðið er að vekja sem mesta athygli á verzluninni og fá fólkið til að koma inn og skoða varninginn. Sum kaupfélögin hafa kom- ið upp jólamörkuðum í sérstökum liúsa- kynnum og haft þar á boðstólum úrval jólavarnings. Þetta er heppilegt fyrir- komulag þar sem sjálfar búðirnar eru litlar. A markaðinum er sýnt mikið af vörum sem viðskiptavinirnir eiga greið- an aðgang að og geta handleikið í ró og næði, en það er afar mikilsvert. Það er hægt að gera margt, tækifær- in eru óþrjótandi ef viljinn er með, en ekki er ráð nema í tíma sé tekið. Hefjum því strax í dag undirbúning jólasölunnar, þeir sem ekki eru þá þeg- ar byrjaðir, og við munum sjá árangur- inn í stóraukinni sölu. * 13

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.