Hlynur - 15.12.1961, Side 5

Hlynur - 15.12.1961, Side 5
Björn Gunnarsson, 25 ár. Ásgeir Jónsson, 25 ár. Metúsalem Stefáns- son, 25 ár. Skúli Olafsson, 25 ár. Starfsaldursmerki .... Framh. af bls. 2 stjóri í Véladeild, Metúsalem Stef- ánsson, verkstjóri í vörugeymslum og Skúli Ólafsson, deildarstjóri í Bú- vörudeild. Engan þarf að undra, þótt stofnun, sem byggir á slíkri hugsjón sem Samband íslenzkra samvinnufélaga, hafi notið gæfu og gengis í störfum sínum. Margt hefur þar til borið, og ber þá ekki sízt að geta þeirra mörgu starfsmanna, er gefið hafa fyrirtæk- inu beztu ár starfsaldurs síns og láta enn engan bilbug á sér finna. — Starfsaldursmerkin eru fag- ur og virðulegur vottur þess, að stjórn Sambandsins metur að verð leikum slíka þjónustu og þá menn, er látið hafa hana í té. Um leið og við árnum heilla þeim átján, er fyrstir hafa orðið þessa heiðurs aðnjótandi, látum við 1 ljós þær vonir, að sem flestir eigi eftir að fylla flokk þeirra og bera starfsaldursmerki sín með stolti góðs samvinnustarfsmanns. Húsvörður Sambands- ins — kaupfélagsstjóri á Óspakseyri Ragnar Sveinbjörnsson hefur nú látið af störfum sem húsvörður í Sambandshúsinu, en við tekið Þorkell Guðmundsson. Þorkell er fæddur að Melum í Ár- neshreppi 3. apríl 1905. Hefur ver- ið bóndi að Óspakseyri síðan 1937 og kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Bitrufjarðar, s.st., síðan það var stofnað 1942. Þorkell er kvæntur Ástríði I. Stefánsdóttur frá Kleifum í Gilsfirði og eiga þau fjóra syni. Við kaupfélagsstjórn og búskap á Óspakseyri hefur tekið Jón G. Jóns- son. Er hann fæddur 20. okt. 1933 að Broddanesi í Kollafirði. Jón stundaði nám við búnaðarskólann að Hvanneyri í fjóra vetur og útskrifað- ist þaðan 1955. Kona hans er Ásdís Jónsdóttir. Þorkell Jón HLYNUR 5

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.