Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 6

Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 6
Ég sit við skrifborð með blokk og blýant fyrir framan mig og á stól andspænis mér er maður á bezta aldri, sem kallað er, hár og grannur, brúnn í andliti af sól og veðrum og vöflulaus í viðmóti. Hér er kominn Ingólfur Viktorsson, er fyrstur manna gegndi loftskeyta- störfum á samvinnuflotanum ís- lenzka. Hefur hann unnið þar óslitið síðan, eða öll þessi fimmtán ár, sem liðin eru síðan Hvassafellið, fyrsta íslenzka samvinnuskipið, kom til landsins. — Eruð þið margir, Ingólfur, sem hafið verið á flota Sambandsins frá upphafi hans? — Ég held við séum sjö talsins. — Varstu búinn að stunda sjó- mennsku lengi áður en þú fórst á Hvassafellið? — Nei, ekkert að ráði. Ég var þá við ýmis störf, meðal annars um skeið hjá verðlagseftirlitinu. — Ertu fæddur hér syðra? — Nei, ég er Breiðfirðingur, fædd- ur í Flatey. En hef búið í bænum um langt skeið. — Varstu lengi á Hvassafellinu? — í átta ár. Svo fór ég á Helga- fellið 1954, þegar það kom, og var þar í, ja við skulum nú sjá til, í fjögur ár. Svo fór ég á Hamrafellið og hef verið þar síðan, og líkað reglu- lega vel. — Segðu mér eitthvað af dvöl þinni á Hvassafellinu. — Þá er fyrst að segja af því þegar við náðum í það til Bretlands. Svo var mál að vöxtum, að hingað höfðu verið fengnir frá Bretum þrír hraðbátar, er nota átti til strand- gæslu. Þeir reyndust þó óhentugir þegar til kom og var því ákveðið að skila þeim. Voru þá slegnar tvær flugur í einu höggi og við látnir sigla þeim út um leið og við náðum í Hvassafellið. Var ég þá eini loft- skeytamaðurinn á þessum þremur bátum. Við vorum þrjátíu og sex tíma til Skotlands, og held ég að mér sé óhætt að fullyrða að það sé fljótasta ferð skips undir íslenzkum fána á þeirri leið. — Og fóruð þið víða á Hvassafell- inu? 0 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.