Hlynur - 15.12.1961, Page 7

Hlynur - 15.12.1961, Page 7
— Fyrsta árið á því heimsóttum við þrjátíu borgir. Maður hafði varla látið sér detta í hug að maður ætti eftir að upplifa svoleiðis, áður en út í þetta var komið. Við sigldum þá mikið til Miðjarðarhafslandanna, Spánar, Ítalíu, Grikklands og Afríku. Fórum þangað með saltfisk og tókum ýmiskonar varning til baka, svo sem ávexti. — Hvar kunnirðu bezt við þig? — >að er ekki svo gott að segja um það. Ég var ákaflega hrifinn af Genúa; fannst hún mjög skemmti- legur bær. Allt öðru máli gegnir um Napólí. Þú kannast við máltækið: Sjá Napólí og dey síðan. Mér hefði staðið á sama þótt ég hefði drepist án þess að sjá Napólí. Þetta er voða róna- legur staður. Norður-Ítalía er allt annað. — í sambandi við þessar Mið- jarðarhafsferðir má geta þess, að við sigldum stundum með farþega á þær slóðir. Meðal annarra fóru með okkur Guðni Þórðarson, þá blaða- maður við Tímann og Vigfús Guð- mundsson, veitingamaður. Vigfús er skemmtilegasti farþegi sem ég hef siglt með. Það var alltaf uppi húmor- inn hjá honum. Það var í þeirri ferð einu sinni að morgni dags, er við sigldum framhjá Kaprí, að ég spurði Vigfús hvort hann myndi nokkru sinni muna eftir okkur héðan af skipinu, ef hann rækist á okkur síð- ar. Ef þú hittir mig seinna, sagði hann, skaltu spyrja mig: Manstu eftir Kaprí í ljósaskiptunum? Ætli ég ranki þá ekki við mér. — Hvað um Spán? — Þangað er gaman að koma. Mér virtist einhvernveginn meira varið í fólkið þar en víða annarsstaðar þar suður frá. — Grikkland? — Þar var margt að sjá. Einu sinni fórum við nokkrir saman til Aþenu og skoðuðum rústirnar á Akrópólis. Þá varð einum félaganna að orði: Mikið andskoti hafa Þjóð- verjarnir bombardérað hér í stríð- inu! — Þið fáið sannarlega tækifæri til að skoða ykkur um, sjómennirn- ir. — Þú ert sennilega búinn að sjá flestar álfur heims? — Já, ég hef siglt til Afríku, Evrópu, Norður- og Suður-Ameríku og Asíu. Síðustu árin hef ég verið á Hamrafellinu, farið 10—12 túra til Batúm. Það er bezta sigling sem hægt er að hugsa sér, enda oftast gott í sjóinn á Miðjarðarhafinu. — En þið komið næstum því hvergi við á leiðinni, nema í Gíbraltar. Hvernig líst þér á þann stað? Framhald á bls. 30. Rætt við Ingólf Viktorsson, loftskeytamann Ingólfur HLYNUR 7

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.