Hlynur - 15.12.1961, Síða 12

Hlynur - 15.12.1961, Síða 12
Siffurjón Nýlega er út komin á vegum Bóka- útgáfunnar Fróða smásagnasafnið Sandur og sær, eftir Sigurjón Jóns- son frá Þorgeirsstöðum. Enda þótt hér sé um fyrstu bókina frá hendi höfundar að ræða, er hann fjarri því að vera nokkur nýgræðingur á ritvellinum, þvert á móti er hann löngu kunnur fyrir smásögur og þætti, er birzt hafa eftir hann í blöð- um og tímaritum á liðnum árum. Þessar sögur Sigurjóns, er nú koma fyrir sjónir lesenda, bera því líka fullkomið vitni, að hér er á ferð maður, sem á að baki langa sögu listrænnar fágunar og vandvirkni í meðferð efnis, máls og stíls. — Efn- ið er í meginatriðum sótt í faðm íslenzkrar náttúru, grófan og hrjúf- an, en jafnframt öran og gjöfulan, hvort heldur er á efnisleg eða fag- urfræðileg gæði. Málið er kjarnyrt og þróttmikið; stíllinn meitlaður, skrumlaus og gersneyddur orðskrúði og málalengingum, eins og vera ber hjá góðum smásagnahöfundi. SANDUR OG SÆR Sögur bókarinnar eru alls tuttugu og fimm að tölu og að sjálfsögðu ólíkar innbyrðis að ýmsu leyti, eftir því á hvaða strengi er slegið hverju sinni. Bezt virðist mér þó höfundi takast upp er hann tekur litlu bræð- ur okkar, málleysingjana, til meðferð- ar, í sögum eins og Krepptar klær, Ef til vill, Söngvarinn og Æskuást, enda þótt svipmyndir þær, er þar er brugðið upp, séu harla sundurleitar. Að mínu áliti eru Krepptar klær eftirminnilegasta saga bókarinnar. Þessi mynd er af fremri kápusíðu bókar- innar, er Höskuldur Björnsson, listmálari, hefur gert. Hugmyndin að myndinni er sótt í Krepptar klær. Höskuldur hefur einn- ig skreytt upphöf sagnanna með mjög fallegu myndletri. 12 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.