Hlynur - 15.12.1961, Page 13
Hún er lýsing á hrikalegum, miskunn-
arlausum leik náttúruaflanna, andar
hæfilega köldu eins og norðansvelj-
andinn, sem gerði auvirðilegasta her-
fang fuglakonungsins að banabita
hans. Bak við upphafið, sveitarlýsing-
una, heyrum við dyn grjótskriðunn-
ar, er hrynur úr hömi-unum undir
hásæti kóngsins, fylgjumst síðan
með ránsferðum hans, sem engu
eirir og magnast við hverja raun,
unz norðanveðrið, þrungið jafnmisk-
unnarlausum náttúrukrafti og hann
sjálfur, verður honum ofjarl. Þá
nær spennan hámarki. Bændaglím-
an, harmur ekkjunnar á berggníp-
unni og fuglshræið í fjörunni
mynda prýðilegan eftirmála, logn á
eftir æðandi stormi.
Söngvarinn og Æskuást eru
stuttar, en orðfagrar að sama skapi,
minna á órímaða lýrik. Sérstaklega
fer höfundur næmum höndum um
músarindilinn, sem situr hlýr og
vongóður í holu sinni undir tryllt-
um veðraham vetrarins, en fer á
ról fyrsta daginn og lygnir og létt-
ir til. „Söngur hans er mjúkur og
hlýr, lofgerð um lífið og birtuna
— ómar eins og yndislegt barns-
hjal í blágresisbrekku, þegar sól-
far og sunnanvindur vermir gró-
andi jörð.“
Sigurjón er Austulr-Skaftfelling-
ur, sonur þeirrar sýslu, er ef til
vill ber meiri merki sands og sævar
en nokkur önnur á landinu. Þvi
fer að líkum, að sögur hans marg-
ar lýsa baráttu mannsins við þessi
náttúruöfl, er mörgum hafa búið
döpur og ógnþrungin örlög. Svo er
um sögur eins og Brimhljóð, Fjöru-
sand og Við naustið. Annars stað
ar mildar góðlátleg kímni alvöru-
þrunginn undirtón, svo sem í Dís-
inni úr björgunum, Hlöðukálfi og
Fyrirdrætti.
Mörg fleiri orð mætti hafa um
sögur Sigurjóns, er hér er þess
ekki kostur að sinni. Vil ég aðeins
taka það fram að lokum, að mér er
sérstakt fagnaðarefni að vita svo
góðan rithöfund í hópi okkar sam-
Framhald á bls. 30.
Deildarstjóri
í Rafmagnsdeild —
fulltrúi í Bifreiðadeild
1. október urðu
mannaskipti í raf-
magnsdeild Véla-
deildar. Karl Stef-
ánsson lét af
störfum eftir eig-
in ósk samkvæmt
læknisráði en við
tók Einar Birnir.
Einar Birnir er
fæddur 30. sept-
Einar ember 1930 að
Grafarholti, Mosfellssveit. Foreldr-
ar: Björn Birnir og Bryndís E. Birn-
ir. Eiginkona Jóhanna I. Birnir og
eiga þau 4 börn. Einar er stúdent
að menntun. Hann
var ráðinn til Sam-
vinnutrygginga 10.
júlí 1954. Þar hef-
ur Einar starfað i
bifreiðadeild, síð-
an sem fulltrúi í
brunadeild og nú
síðast sem fulltrúi
í bifreiðadeild fyr-
irtækisins.
Við störfum Ein-
ars í Bifreiðadeild
Samvinnutrygg-
inga hefur tekið Bjarni Pétursson.
Bjarni er fæddur 30.4. 1936 að Grund
Framhald á bls. 30.
Bjarni
HLYNUR 13