Hlynur - 15.12.1961, Síða 16
Stundum er reynt að gera grein
fyrir helgi jólanna með því að setja
hátíð þessa í samband við vetrarsól-
hvörfin, gera hana að hátíð hinnar
rísandi sólar. Sagt er: „Dagarnir
taka að lengjast; vorið er að hefja
göngu til norðlægari landa, birtan
hefur sigrað myrkrið. Vér skulum því
halda ljóssins hátíð“. — Það er ekki
að efa, að jólaljósin hafa oft orðið
tákn vorbirtunnar í skammdegis-
myrkrunum, vakið vonir um bjart-
ari tíma og lengri daga. — Það er
næsta skiljanlegt, að einmitt þessi
þáttur í helgi jólanna hafi orðið oss
íslendingum íhugunarefni vegna
þess, að skammdegið hefur legið
þyngra á oss en flestum öðrum þjóð-
um.
Annar þáttur jólahelginnar mun
þó líklega hafa orkað sterkar á hugi
mannanna og skilið eftir sig varan-
legri spor í sögu einstaklinga og
þjóða: Það er „friðurinn, sættin,“
jólafriðurinn. Fyrir þessu eru margir
vitnisburðir og verður fátt rakið
hér.
Til skamms tíma hefur sá háttur
verið hafður á, þegar saga mann-
kyns hefur verið rakin, að draga
fyrst og fremst fram styrjaldir
manna og þjóða, vígaferðir og yfir-
gang. Hefur slíkt helzt þótt frásagn-
arvert, enda af nógu að taka. En
jafnvel í heiftinni og harðneskjunni
hefur ekki reynzt hægt að útiloka
jólafriðinn. Hefur það löngum verið
talin ósvinna að rjúfa frið jólanna
og vopnaviðskipti þótt helgibrot. Það
hefur meira að segja oft komið fyrir
að svokallaðar víglínur hafa þurrk-
ast út á jólahátíðinni og „fjand-
mennirnir" haldið jól saman.
En jólafriðarins hefur gætt víðar
en meðal fjandmanna og á vígvöll-
um. Hans gætir í þjóðlífi og fjöl-
skyldulífi. Jólafriðurinn þurrkar út
markalínur milli einstaklinga og
þjóða, allir verða eitt í gleði og fögn-
uði. Varla munum vér fyllilega gera
oss ljóst, hversu mikið af jafnréttis-
hugsjónum kristinna manna á rætur
að rekja til jólafriðarins. Varla
munum vér gjöra oss ljóst hversu
mikið af lýðræðishugsjónum vorra
tíma hafa komið fram beint eða ó-
beint vegna þess sérkennilega hug-
blæs, er kristnir menn öðlast á jóla-
hátíðinni. Hugir manna eru felldir
saman og samúð og samkennd skap-
ast svo rík og sterk að vér finnum
aldrei endranær til slíks. — Það var
undir áhrifum þess konar hugblæs að
Einar Kvaran orti á einni af jóla-
hátíðum fyrri heimsstyrjaldar: „Því
þó að vér aðhyllumst þrjózku og
tál; þá þráir þig, Kristur hver ein-
asta sál; frá sólskini suðrænna
landa; til næðinga nyrztu stranda.“
— Á jólahátíðinni verða kristnir
menn eitt. „Kærleiki þjóðarinnar er
styrkur minn.“ Þetta kjörorð valdi
einn af konungum Norðurlanda sér.
Þau eiga við um jólahátíðina þessi
orð: Styrkur hennar, hið sérkenni-
lega við hana er kærleikur þjóða og
einstaklinga, sem skyndilega brýzt
fram eins og stíflur hafi þvingað
hann áður, en nú megi hann stutta
stund óþvingaður streyma. Friðar-
16 HLYNUR