Hlynur - 15.12.1961, Page 19
Um jólamyndagátuna að þessu
sinni gilda sömu reglur og undan-
farin ár. Enginn greinarmunur er
gerður á i og í, a og á, o og ó, e
og é og u og ú. Verðlaun fyrir rétta
ráðningu eru 500 krónur og berist
tvær eða fleiri ráðningar réttar, verð-
ur dregið um hver hnossið hlýtur.
Ráðningarnar þurfa að hafa borizt
blaðinu fyrir janúarlok n. k.
Ný kjörbúð . . . .
i
Framhald á bls. 15.
son, og teiknaði hann húsið. Það er
tvær hæðir og kjallari og um 2.200
rúmmetrar að stærð. Búðarhæð er
um 350 fermetrar, þar af er sjálf
búðin um 230 fermetrar. Múrhúðun
önnuðust Sigurður Hannesson og fé-
lagar. Um búðarinnréttingu sá hús--
gagnaverkstæði Ólafs Ágústssonar,
en teikningar að innréttingunni
gerði Teiknistofa SÍS. Raflögn ann-
aðist Raflagnadeild KEA, en hita-
og kælilögn var gerð af Vélaverk-
stæðinu Odda og Blikksmiðjunni. Um
uppsetningu hreinlætislagna sá
Gunnar Austfjörð, en málarameist-
ari var Jón A. Jónsson.
í búðinni vinna sex manns, og
kjörbúðarstjóri er Torfi Gunnlaugs-
son. Er hann yngstur útibússtjóra í
þjónustu KEA, aðeins tvítugur að
aldri.
Þessi nýja, myndarlega verzlun er
íbúum Glerárhverfis mikið gleðiefni
og markar mikilvægt framfaraspor
í verzlunarsögu Akureyrar.
HLYNUR 19