Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 20

Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 20
Árshátíð SF/SÍS Árshátíð Starfsmannafélags SÍS, Reykjavík, var haldin á Hótel Borg laugardaginn 18. nóvember s. 1. Var þar fjölmenni viðstatt og skemmtu menn sér hið bezta. Meðal gesta voru margir kaupfélagsstjórar, en fundi þeirra var þá nýlokið. Veizlu- stjóri var Eysteinn R. Jóhannsson, formaður Sf/SÍS. Meðan setið var að borðum, fluttu þeir Erlendur Einarsson, forstjóri og Þórir Gröndal, fulltrúi mjög snjall- ar ræður og var gerður að þeim hinn bezti rómur.. Þá söng Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari, nokkur lög. Hámarki sínu náði hátíðin er Erlendur Einarsson afhenti þeim starfsmönnum, er unnið hafa hjá Sambandinu í 25 ár og 40 ár, heiðurs- merki úr gulli og silfri. Er nánar skýrt frá þeim viðburði á annarri síðu blaðsins. Fögnuðu hátíðargestir handhöfum merkjanna ákaft, er þeir gengu fyrir forstjóra. Að athöfn þessari lokinni fór Árni Tryggvason, leikari, með gamanþátt, en síðan var dans stiginn af miklu fjöri fram eftir nóttu. Meðfylgjandi myndir tók Þorvald- ur Ágústsson við afhendingu starfs- aldursmerkjanna. Myndin á þessari síðu er tekin í anddyri Hótel Borgar af handhöfum merkjanna. Sitjandi eru (talið frá vinstri): Helgi Péturs- son, Hallgrímur Sigtryggsson, Pétur Jónsson og Helgi Jónsson. Standandi eru (talið frá vinstri): Ólafur Jóns- son, Björn Gunnarsson, Ólafur Þór- arinsson, Helgi Þorsteinsson, Her- mann Þorsteinsson, Víglundur Guð- mundsson, Metúsalem Stefánsson, Sigurgrímur Grímsson, Ásgeir Jóns- son, Einar Jónsson og Þórarinn Jó- Framhald á bls. 23. 20 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.