Hlynur - 15.12.1961, Page 23

Hlynur - 15.12.1961, Page 23
Kaupfélags- stjóraskipti á Hellissandi Matthías Pétursson hefur nú látið af kaupfélagsstjórn á Hellissandi og gerst bókhaldari hjá Kaupfélagi Rangæinga, Hvolsvelli. Matthías er fæddur 22. ágúst, 1926 aS Skjaldarbjarnarvík í Strandasýslu. Hann stundaði nám í héraðsskól- anum að Reykholti og síðar í Sam- vinnuskólanum, en þaðan útskrifaðist hann vorið 1951. Dvaldi síðan um eins vetrar skeið i Svíþjóð og sótti þá meðal annars námskeið á Vár Gárd, Matthías Einar sænska samvinnuskólanum. Á miðju ári 1952 gerðist hann kaupfélagsstjóri hjá Kaupfélagi Hellissands og gegndi Því starfi unz hann réðist til Kaup- félags Rangæinga. Kona Matthíasar er Kristín Þórar- insdóttir frá Vík í Hegranesi, og eiga Þau þrjú börn. Við kaupfélagsstjórn á Hellissandi hefur tekið Einar Guðbjartsson. Hann er fæddur 11. júlí 1911 að Kollsvík í Rauðasandshreppi. Stundaði nám við héraðsskólann að Núpi 1929—30. Vann ýmis störf til lands og sjávar framan af ævi, en árið 1944 gerðist hann kaupfélagsstjóri hjá Sláturfé- laginu Örlygi, Gjögrum. Árið 1950 réðist hann til Kaupfélags ísfirðinga sem útibússtjóri í Súðavík. Síðan var hann um f jögurra ára skeið kaup- félagsstjóri hjá Kaupfélagi Saurbæ- inga og síðar útibússtjóri hjá Kaup- félagi Stykkishólms að Vegamótum, og þar var hann unz hann réðist tii Hellissands. Kona Einars er Guðrún Grímsdótt- ir. Árshátíðin . . Framhald af bls. 20. hannesson. Fjarstaddir voru tveir handhafar silfurmerkja, þeir Harry Frederiksen og Leifur Þórhallsson, og veitti Jón Arnþórsson, fulltrúi forstjóra, merkjunum viðtöku fyrir þeirra hönd. Auk þeirra vantar á myndina Skúla Ólafsson. Efst á 21. síðu sést Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, afhenda elzta starfsmanni fyrirtækisins, Hallgrími Sigtryggssyni, starfsaldursmerki SIS úr gulli ásamt heiðurslaunum. Neðar á þeirri síðu er mynd af tit- ilsíðu gullbókarinnar, en í hana munu skráð verða nöfn og æviágrip allra þeirra, er gullmerki hljóta. Hliðstæð titilsíða prýðir Silfurbók SÍS, sem ætluð er 25 ára starfsmönnum. HLYNUR 23

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.