Hlynur - 15.12.1961, Síða 24

Hlynur - 15.12.1961, Síða 24
Óskar Óskars drápa syndara Óskar Jónsson frá Vík, núverandi fræðslufulltrúi Kaupfélags Árnes- inga, er enn lítt þrotinn að kröftum, þótt hniginn sé að aldri, hafandi nú tvo um sextugt. Nýlega tók hann sér fyrir hendur að læra sund og stóðst þá þraut með prýði. Er hann synti prófsprettinn, söfnuðust að margir vinir og kunningjar og fögn- uðu kappanum ákaflega, er hann kom úr kafinu. Einn þeirra orti meira að segja drápu í tilefni atburðarins og flutti Óskari. Fer hún hér á eftir: Nú skal hylla hai knáan laugar að loknu sundi. Gekk glaður að námi, naut aðstoðar Harðar höfuðbjarta. Bauðst þér fyrr brattur hamar þegar varst ungur að árum. Lítt mun aldur lamað hafa lund og krafta karls. Eftir ársdvöl okkar meðal ertu kynntur vel. Heldur nú dag hátíðiegan hiidar gengur til. Gekk til laugar fastur í fasi lagðir á langa braut. Holskefiur risu, horfðu sveinar hugstola, er kappinn flaut. Blésu stormar úr báðum nösum, brim um herðar svall. Taugar spennast, titrar loftsalur, títt hann sundtök þreytir. Biðu sveinar með bleytu í munni, skyldi seggur sigra? Sundtök kná, án sinadráttar, fleyttu hal úr hafi. Sjá hann kom og sigur hafði, íslands sanni sonur. Læri aðrir til leiks að ganga líkt, svo vaxi við. Að unnum sigri upp skal horfa, allra er marki að ná. Óskar úr Vík þig allir hyllum árla, á nýjum degi. Aguila. 24 hlynur

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.