Hlynur - 15.09.1965, Side 3

Hlynur - 15.09.1965, Side 3
SJÖTUGUR varð nýlega Johan Jacobsen, starfsmaður hjá Gefjun á Akureyri. Johan er fæddur 23. marz 1895 að Saur- fjord í Noregi og voru foreldrar hans Jakob Ananias- son og Johanna Johansdottir. Johan ólst upp hjá foreldrum sínum og hyrjaði ungur að fást við sjómennsku, að hætti forfeðra sinna og stundaði hana á ýmsum stöðum í Noregi allt til ársins 1923, að hann hélt til ís- lands. Starfaði hann þar við síldarbræðsluna í Krossanesi, sem þá var eign Norðmanna, á sumrum, en dvaldist heima í Noregi á vetrum. Árið 1929 fluttist Johan alkominn til íslands. Starfaði hann fyrsta árið hjá verk- Framh. á bls. 15. FIMMTUGUR varð þann 21. maí s.l. Steingrímur Sigurðsson, járnsmíðameistari hjá Ullarverksmiðjunni Gefjun á Akur- eyri. Steingrímur er fæddur að Syðri-Vík í Vopnafirði, sonur hjón- anna Sigurðar Guðjónssonar og Magneu Sveinsdóttur, er þar bjuggu þá. Hann ólst upp með móður sinni, en hún varð ekkja, er hann var enn á barnsaldri, og fluttist með henni til Eyjáfjarðar 1920. Steingrímur hóf nám í ketil- og plötusmíði hjá Stál- smiðjunni í Reykjavík og lauk því 1937. Til Akureyrar fluttist Stein- grímur árið 1938 og gerðist þá verk- stjóri hjá Vélsmiðjunni Odda h.f., en stofnaði með fleirum Vélsmiðj- Framh. á bls. 11. SEXTUGUR varð þann 2. apríl s.l. Ólafur Daníelsson klæðskera- meistari hjá Saumastofu Gefjunar á Akureyri. Ólafur er fæddur að Hvallátrum við Breiðafjörð, sonur hjón- anna Daníels Jónssonar og Maríu Guðmundsdóttur, er þá voru til heimilis að Hvallátrum, en ólst upp hjá frænda sínum, Ólafi Bergsveinssyni og konu hans að Hvallátrum. Ungur fór Ólafur á sjóinn og var nokkur ár á ýmsum skipum hér við land unz hann hóf nám í klæðskurði hjá Guðmundi Vikar í Reykjavík. Því námi lauk hann árið 1928 og hélt sama ár til Kaupmannahafnar til frekara náms Framh. á bls. 11, hlynur 3

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.