Hlynur - 15.09.1965, Síða 4
DÁNARFREGN
Þann 7. marz s.l. andaðist á FjórS-
ungssjúkrahúsinu á Akureyri Einar
C. Jónsson, starfsmaður í Sútunar-
deild Iðunnar á Akureyri.
Einar var fæddur að Grundar-
koti í Skagafirði þann 13. okt. 1911
og voru foreldrar hans hjónin Jón
Sigurðsson og Oddný Hjartardóttir,
er þar bjuggu þá. Hann ólst upp
með foreldrum sínum í Skagafirði
fram yfir tvítugsaldur, en fluttist
þá með móður sinni og systrum til
Akureyrar árið 1932. Hann vann
fyrst allmörg ár að landbúnaðar-
störfum í nágrenni bæjarins en
réðst til Iðunnar árið 1941 og starf-
aði þar næstum óslitið til dauða-
dags.
Einar var afkastamikill og laginn
við öll störf, glaðsinna og prúður og
ávann sér vináttu samstarfsmanna
sinna og annarra er af honum höfðu
kynni.
Hann kvæntist ekki, en eignaðist
eina dóttur, sem nú er gift kona á
Akureyri.
Árshátíð S/f SÍS Akureyri
Árshátíð Starfsmannafélags SÍS á
Akureyri var haldin í samkomusal
félagsins 6. marz s.l. Hófst hún með
borðhaldi, þar sem á borðum var
framreiddur þorramatur eins og
hann beztur getur verið.
Formaður félagsins, Magnús J.
Kristinsson, rafvirkjameistari, setti
hátíðina með skörulegu ávarpi.
Hvatti hann samkomugesti til að
skemmta sér og öðrum og til prúð-
mannlegrar framkomu. Hann kynnti
og dagskráratriði og stjórnaði sam-
komunni.
Fyrsta atriði dagskrárinnar var að
stjórnarformaður SÍS, Jakob Frí-
mannsson, afhenti þrem mönnum
silfurmerki SÍS fyrir 25 ára störf
í þjónustu þess. Þakkaði hann þeim
um leið vel unnin störf og ræddi
nokkuð hvert atriði það væri, hverju
fyrirtæki, að hafa menn svo lengi
í þjónustu sinni og einnig fyrir
starfsmennina sjálfa að starfa svo
lengi hjá sama aðila.
Þá tók til máls Arnþór Þorsteins-
son, framkvæmdastjóri Gefjunar.
Framh. á bls. 10.
4 hlynur