Hlynur - 15.09.1965, Síða 5
SILFURMERKI
Árni
Hermann
Bogi
Eins og fram kemur í frásögn af árshátíð Starfs-
mannafélags SÍS á Akureyri, voru þar þrem starfs-
mönnum í verksmiðjum SÍS á Akureyri afhent silf-
urmerki sambandsins fyrir 25 ára starf í þjónustu
þess. Þessir menn voru: Árni Indriðason, hjá Ullar-
verksmiðjunni Gefjun, Hermann Vilhjálmsson, hjá
sútunardeild Iðunnar og Bogi Pétursson hjá skó-
gerðardeild Iðunnar.
ÁRN! INDRIÐASON
er fæddur að Birningsstöðum í Ljósavatnsskarði
þann 2. október 1918, sonur hjónanna Indriða Þor-
steinssonar og Steinunnar Sigurðardóttur, er síðar
bjuggu lengi að Skógum í Fnjóskadal. Árni ólst
upp hjá foreldrum sínum og vann að búi þeirra unz
hann fluttist til Akureyrar árið 1938. Hann hóf
störf hjá sútunardeild Iðunnar um haustið 1938 og
starfaði þar nær óslitið til ársins 1948 að hann hóf
störf hjá Ullarverksmiðjunni Gefjun, en þar hefir
hann starfað síðan. Aðalstarf Árna hefir allan tím-
ann verið akstur bifreiða.
Kvæntur er Árni Fanneyju Svanbergsdóttur frá
Akureyri.
HERMANN VILHJÁLMSSON
er fæddur að Hólsgerði í Ljósavatnshreppi 8. júní
1910 og voru foreldrar hans hjónin Vilhjálmur
Friðlaugsson og Lísibet Indriðadóttir, er síðar bjuggu
að Torfunesi í Köldukinn. Hermann ólst upp með
foreldrum sínum, stundaði nám í Héraðsskólanum að
Laugavatni og síðar í Bændaskólanum að Hvanneyri
og lauk þaðan prófi árið 1935. Til Iðunnar réðst
Hermann árið 1939 og hefir starfað þar óslitið síð-
an. Verkstjóri í frágangsdeild hefir hann verið frá
því 1946.
Kona Hermanns er Aðalbjörg Sigurðardóttir frá
Hróarsstöðum í Fnjóskadal.
BOGI PÉTURSSON
er fæddur á Eskifirði þann 3. febrúar 1925 sonur
hjónanna Péturs B. Jónssonar og Sigurbjargar Pét-
ursdóttur, síðar á Akureyri. Bogi fluttist til Akur-
eyrar árið 1939 og hóf störf hjá Iðunni 18. ágúst
það ár og hefir starfað þar óslitið síðan. Bogi hefir
unnið öll algeng störf í verksmiðjunni en er nú verk-
stjóri í strengingardeild.
Kona Boga er Margrét Magnúsdóttir frá Akureyri.
HLYNUR 5