Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 6
UR LOGMALI PARKINSONS
Úr kaflanum: Æðri fjdrmál eða mörk dvínandi áhuga
Fólk, sem ber skyn á æðri fjár-
mál er tvenns konar: Þeir sem
eiga ógrynni auðs, og þeir,
sem eiga bókstaflega ekki
neitt. Raunverulegum milljóna-
mæringi er milljón sterlingspunda
skiljanlegur veruleiki. Stærðfræð-
ingi, sem fæst við hagnýt efni, og
prófessor í þjóðmegunarfræði (ef
gert er ráð fyrir, að báðir svelti) er
milljón sterlingspunda að minnsta
kosti jafnmikill veruleiki og þúsund,
því að hvoruga fjárhæðina hafa þeir
nokkru sinni eignazt. Aftur er ver-
öldin krök af fólki, sem er á milli
þessara endimarka, ber ekkert skyn
á milljónir, en er alvant því að hugsa
í þúsundum, og það er þetta fólk,
sem skipar flest fjármálaráð. Það
leiðir aftur til þess fyrirbrigðis, sem
þráfaldlega hefur verið veitt at-
hygli, en til þessa ekki verið tekið
til rannsóknar. Fyrirbrigði þetta
mætti heita skitiríislögmál. í stuttu
máli er það fólgið í því, að umræð-
ur um hvert mál dagskrár taka tíma
í öfugu hlutfalli við þá fjárhæð, sem
málið varðar.
Ef oss á að takast að komast eitt-
hvað áleiðis með þessar rannsóknir,
hljótum vér að virða að vettugi allt
sem til þessa hefur verið lagt tii
þeirra mála. Vér verðum að byrja
frá grunni og gera oss fyrst af öllu
ljóst, hvernig fjármálaráð starfar í
raun og veru. Vegna almenns les-
anda verður þeim vinnubrögðum
lýst í leikritsformi þannig:
Forseti: Við komum nú að níunda
máli á dagskrá. Gjaldkeri fjármála-
ráðs, herra McPhail, flytur skýrslu
sína.
Herra McPhail: Ráðsmenn hafa hér
fyrir sér, herra forseti, lýsingu á
fyrirhuguðum atómhlaða ásamt
kostnaðaráætlun á fylgiskjali H með
skýrslu undirnefndar. Eins og ráðs-
menn sjá, hefur prófessor McFission
staðfest uppdrátt og tilheyrandi
greinargerð. Áætlaður heildarkostn-
aður nemur 10.000.000 sterlingspund-
um. Verktakar, þeir McNab & Mc-
Hash, telja, að verki eigi að verða
lokið í apríl 1963. Herra McFee,
verkfræðilegur ráðunautur fjármála-
ráðs, varar við að treysta því, að
verki verði lokið fyrr en í október í
fyrsta lagi. Þetta álit hans er stutt
af dr. McHeap, hinum kunna jarð-
eðlisfræðingi, sem bendir á að senni-
lega sé nauðsynlegt að kanna nánara
lægra enda lóðarinnar. Áætlun um
aðalstöðvarhús hafa ráðsmenn sömu-
leiðis fyrir sér á fylgiskjali IX. —
og ljósritaður uppdráttur liggur á
borðinu. Mér er ljúft og skylt að
láta í té frekari fræðslu, ef ráðs-
menn æskja þess.
Forseti: Þakka yður, herra Mc-
Phail, fyrir greinargóða lýsingu á
gerðum áætlunum. Ég geri nú ráðs-
mönnum kost á að láta í ljós skoð-
anir sínar.
Hér er nauðsynlegt að nema stað-
ar og íhuga, hverjar séu líklegar
skoðanir ráðsmanna. Gerum ráð fyr-
ir, að þeir séu ellefu talsins, að for-
seta meðtöldum, en framkvæmda-
stjóra undanskildum. Af þessum ell-
efu eru fjórir — að forseta með-
töldum — sem órar ekki fyrir, hvað
atómhlaði er. Af hinum vita þrír
ekki, til hvers hann hentar. Af þeim,
sem bera skyn á, til hvers hann er
ætlaður, hafa einungis tveir hug-
mynd um, hvað hann ætti að kosta.
Annar þeirra er herra Isaacson, hinn
er herra Brickworth. Báðir eru þess
6 HLYNUR