Hlynur - 15.09.1965, Síða 10
Jón Kristinn Sigtryggsson
Fæddur 11. des. 1916 Dáinn 23. marz 1965
Þann 23. marz s.l
lézt á FjórSungs
sjúkrahúsinu á Akur
eyri Jón Kristinn Sig
tryggsson, starfsmað
ur hjá Gefjun á Ak
ureyri. Hann var
fæddur að Halldórs
stöðum í Eyjafirði 11
des. 1916 og voru for
eldrar hans hjónin
Sigtryggur Guðlaugs
son og Sigríður Jóns
dóttir, er bjuggu um
langt skeið að Hall-
dórsstöðum. Jón ólst
upp hjá foreldrum
sínum og vann að búi
þeirra fram eftir
aldri, en fluttist til Akureyrar og hóf
störf hjá Gefjun árið 1943. Jón var
hæglátur maður og lítt áberandi í
margmenni, en traust-
ur og farsæll starfs-
maður meðan heilsan
entist, en hann hafði
átt við heiisubrest að
striða um nokkurt
skeið. Eins og títt var
um sveitadrengi á
hans aldri var hann
ekki ríkur að fjár-
munum, er hann
fluttist úr föðurgarði,
en með vinnufýsi og
sparsemi hafði hann
komið sér upp snotru
húsi þar sem heimili
hans stóð föstum fót-
um. Jón var kvæntur
Sigrúnu Gunnarsdótt-
ur frá Fossvöllum og lifir hún mann
sinn ásamt 5 börnum.
PH.
Ólafur
Framh. af bls. 3.
og dvaldist þar um eins árs skeið.
Eftir heimkomu sína starfaði hann
hjá fyrirtækinu Andersen & Lauth
í Reykjavík unz hann réðst til Sauma-
stofu Gefjunar, árið 1931, en þar
hefir hann starfað óslitið síðan.
Kvæntur er Ólafur Þóru Jónas-
dóttur Franklín frá Akureyri og eiga
þau einn son, uppkominn.
Árshátíð
Framh. af bls. 4.
Gat hann þess í upphafi máls síns
að þetta væri í fyrsta sinn, sem
stjórnarformaður SÍS væri staddur
á árshátíð starfsmanna verksmiðja
þess og rakti síðan nokkuð störf
Jakobs Frímannssonar í þágu sam-
vinnuhreyfingarinnar og bað gesti
að hylla hann, hvað og gert var á
hinn hressilegasta hátt. Þá ræddi
hann nokkuð viðhorf þau, er væru
framundan í málum iðnaðarins.
Að ræðu Arnþórs lokinni hófust
atriði af hinu léttara tagi og var
þar fyrst gamanþáttur fluttur af frú
Kristínu Konráðsdóttur og tveim
ungum stúlkum er hún hafði sér til
aðstoðar. Fóru þær einnig með
nokkrar gamanvísur um hina fyrir-
ferðarmestu af starfsmönnum verk-
smiðjanna, sem var mjög vel tekið.
Þá skemmti Jón Gunnlaugsson úr
10 HLYNUR