Hlynur - 15.09.1965, Side 12

Hlynur - 15.09.1965, Side 12
Afbrigðilegar útstillingar borga sig Útstillingar eru tvímælalaust eitt mesta vandamál, sem verzl- unarmenn eiga við að stríða, hérlendis sem og erlendis. Eftir- farandi grein birtist nýlega í Counterpunch um þetta efni: Segja má, að allt, sem við notum í daglegu Iífi okkar, sé að meira eða minna leyti háð síbreytilegum kröfum tízkunnar. Verzlunarhættir, skipulagning verzlana, innpökkun o. s. frv. eru sannarlega ekki undan- þegin þessari rás breytileikans, enda ekki nema gott eitt um það að segja. Því að breyting hefur góð áhrif á verzlunina, hún kemur í veg fyrir tilbreytingarleysi; tilbreytingarleysi drepur áhuga, og áhugalaust fólk nemur ekki einu sinni staðar til að skoða, hvað þá að verzla. Ahuga manna á vörunni er hægur vandi að auka með útstillingum, ef þær eru hentugar. Útstillingar er mjög þægilegt að laga að byljum breytinganna, því að þær eru sveigj- anlegar og tímabundnar. Þessi að- lögunarhæfileiki er einmitt einn meginkostur útstillinga. Við skulum til dæmis líta á, hversu útstillingar hafa breytzt með smá- söluverzluninni. Hér áður fyrri, þeg- ar kjörbúðir voru tiltölulega fátið- ar, þótti ganga guðlasti næst að láta sér detta í hug að nota glugga þeirra til útstillinga. Lægi gang- stígur framhjá stórum glugga, þar sem vel sæist inní hreina og þrifa- lega verzlun, var það talið nægja. Var þá hugmyndin, að verzlunin sjálf væri ein allsherjar útstilling. Hér að neðan sjáum við höfuðdrætti útstillingar í enskri búð. Það, sem aðallega gefur þessari auqlýsingu gildi, er að hún er „sláandi" og frábrugðin öðrum. Ef til vill má segja, að hún geri mikiar kröfur til auglýsandans, en takist henni að draga athygli vegfarenda að verzl- uninni, hefur hún náð tilgangi sínum og er sannarlega erfiðisins virði. Sérstaklega athyglisvert er, að verðmiðunum er komið fyrir á áberandi stöðum, án þess þeir skemmi „útsýni". 12 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.