Hlynur - 15.09.1965, Qupperneq 14
Lögmál Parkinsons
Framh. af bls. 7.
og slétta úr samanvöfðum uppdrátt-
um, hafa umræður um níunda dag-
skrárlið tekið nákvæmlega hálfa
þriðju mínútu. Fundi miðar greitt
áfram. Sumir ráðsmanna eru ekki
alls kostar ánægðir með sjálfa sig
gagnvart níunda liðnum. Með sjálfum
sér efast þeir um, að þeir hafi að
fullu gætt skyldu sinnar. En það er
orðið of seint að fátast meira í þessu
hlaðamáli. Nú er þeim í mun að
láta sjá, áður en fundi lýkur, að
þeir séu með lífsmarki og fyigist með
því, sem fram fer.
Forseti: Tíunda mál á dagskrá:
Hjólhestaskýli fyrir starfsfólk á
skrifstofu. Kostnaðaráætlun hefur
verið fengin frá Bodger & Wood-
worm, sem takast á hendur að reisa
skýlið fyrir 350 sterlingspund. Upp-
dráttur og sundurliðuð áætlun ligg-
ur frammi, herrar mínir.
Herra Snakkur: Herra forseti.
Þessi kostnaður er vissulega óhóf-
legur. Ég tek eftir því, að þakið á
að vera úr alúmíni. Mundi ekki
asbest vera ódýrara?
Herra Pjakkur: Ég er samþykkur
herra Snakk varðandi kostnaðinn.
En þakið ætti að mínu viti að vera
úr galvaníseruðu járni. Ég er helzt
á því, að skýlinu mætti koma upp
fyrir 300 sterlingspund eða jafnvel
enn minna.
Herra Frakkur: Ég mundi vilja
taka dýpra í árinni, herra forseti!
Ég held, að segja megi, að of mik-
ið sé látið eftir skrifstofufólki. Það,
sem bagar, er sú staðreynd, að með
dekri verður það aldrei gert ánægt.
Næst heimtar það bíiskúra.
Herra Pjakkur: Nei, ég get ekki
stutt herra Frakk í þessu tilfelli. Ég
tel, að þörf sé á skýlinu. En það
er varðandi efni og kostnað . . .
Umræður eru liðlega hafnar. Fjár-
hæð, er nemur 350 sterlingspundum,
er á skilningssviði allra. Allir geta
séð fyrir sér hjólhestaskýli. Umræð-
um er þess vegna haldið áfram í
fjörutíu mínútur með það fyrir aug-
um, að hugsanlegt sé að lækka
kostnað um 50 sterlingspund. Ráðs-
menn sitja loks hnakkakerrtir og
finna til þess, að þeir hafi afrekað
nokkuð.
Forseti: Ellefti dagskrárliður:
Hressing veitt á fundum Sameinaðr-
ar velferðarnefndar, 35 skildingar á
mánuði.
Herra Snakkur: Hvaða hressing er
fyrirhuguð við þessi tækifæri?
Forseti: Kaffi, skilst mér.
Herra Pjakkur: Og þetta nemur
árlegum útgjöldum — látum sjá —
21 sterlingspundi.
Forseti: Rétt.
Herra Frakkur: Já, herra forseti,
satt að segja efast ég um, að þessi
útgjöld séu réttlætanleg. Hversu
iengi standa þessir fundir.
Nú hefjast jafnvel enn hvassari
umræður. Hugsa má sér ráðsmenn,
sem kunna ekki að greina á milli
asbests og galvaníseraðs járns, en
allir kannast við kaffi — hvað það
er, hvemig á að laga það, hvar á
að kaupa það — og hvort yfirleitt á
að kaupa það. Umræður um þenn-
an dagskrárlið taka fundarmenn
fimm stundarfjórðunga, og orða-
skiptum lýkur með því, að málið
er tekið af dagskrá og lagt fyrir
framkvæmdastjóra að afla frekari
gagna fyrir næsta fund.
Á þessu stigi máls væri ástæða til
að inna eftir því, hvort enn minni
fjárhæð — 10 sterlingspund eða 5
sterlingspund — mundi taka fjár-
málaráð hlutfallslega lengri tíma.
Það er tilgátuályktun vor, að til séu
mörk, þar sem endaskipti verða á
tilhneigingu ráðsmanna, þeir álykti,
að fjárhæðin skipti þá ekki lengur
máli. Rannsókn á eftir að leiða í ljós,
hvenær þau endaskipti eiga sér
14 HLYNUR