Hlynur - 15.09.1965, Page 15

Hlynur - 15.09.1965, Page 15
stað(. Umskipti frá 20 sterlings- punda umræðu (fimm stundarfjórð- ungar) og til 10.000.000 sterlings- punda umræðu (hálf þriðja mínúta) eru vissulega höttótt. Skemmtilegra væri að geta ákvarðað nákvæmlega þau mörk, þegar umskipti gerast. Meira en það, því að það mundi hafa hagnýtt gildi. Gerum til dæm- is ráð fyrri því, að mörk dvínandi áhuga reyndust samsvara 15 sterl- ingspunda fjárhæð, þá mundi gjald- kera, sem vanhagaði um samþykkt fyrir 25 sterlingspunda fjárveitingu, vera innan handar að setja hana á dagskrá sem tvær fjárveitingar — aðra 14 sterlingspunda, hina 12 sterl- ingspunda — og með því fengi hann sparað mikinn tíma og ærna fyrir- höfn. Eins og málum er komið, getur aðeins orðið um að ræða bráða- birgðaniðurstöðu, en nokkur ástæða er til að ætla, að mörk dvínandi áhuga svari til fjárhæðar, sem ráðs- menn eru viðbúnir að tapa í veðmáli eða mundu skrifa sig fyrir á sam- skotalista í guðsþakkaskyni. Frekari rannsóknir, er færu fram á veðreiða- mótum eða í meþódistakirkjum, kynnu að endast langt til lausnar þessu viðfangsefni. Miklu meiri erf- — Hefurðu séð hundinn, sem ná- grannarnir voru að fá sér? iðleikum yrði bundið að ákvarða hin efri mörk, þegar fjárhæð verður of há til þess að þykja umræðuverð. Eitt er augljóst, að umræðutíma- lengd samsvarandi 10 sterlingspunda og 10.000.000 sterlingspunda fjárhæð gæti hæglega orðið hin sama. Hálfr- ar þriðju mínútu tímalengd, sem hér hefur verið numið staðar við, er engan veginn nákvæm, en bersýnilega er sérstök tímalengd — einhvers staðar á milli tveggja mínútna og hálfrar fimmtu mínútu — sem næg- ir jafnt hinum allra stærstu sem hinum allra smæstu fjárhæðum. Margt er hér órannsakað, en ekki fer hjá því, að lokaniðurstaða, þeg- ar birt verður, mun reynast stór- merk og eiga fyrir sér að farsælast öllu mannkyni til beinna nytja. Axel Framh. af bls. 2. SÍS, Hvassafell og var á því í 8 ár. Þá var hann einn af fyrstu starfs- mönnum Mjólkursamlags KEA og vann þar í allmörg ár. Lögregluþjónn á Akureyri var hann í 3 ár og af- greiðslumaður á Bifreiðastöð Oddeyr- ar á Akureyri í 7 ár. Til Iðunnar réðst Axel árið 1963 og hefir starf- að þar síðan. Kvæntur var Axel Jakobínu Jósefs- dóttur, sem látin er fyrir allmörg- um árum, og eignuðust þau 2 börn. Johan Framh. af bls. 3. smiðjunni í Krossanesi en réðst til Gefjunar árið 1930 og hefir starfað þar síðan, óslitið, og mun því vera einn af elztu starfsmönnum þar. Kvæntur var Johan Kristjönu Guð- mundsdóttur, sem látin er fyrir all- mörgum árum. Eignuðust þau 5 börn og eru 4 þeirra á lífi, öll uppkomin. HLYNOR 15

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.