Hlynur - 15.09.1965, Síða 16

Hlynur - 15.09.1965, Síða 16
13. árg. 9. tbl. 1965. að forsíðumyndin að þessu sinni er af Asgeiri Sverrissyni. Hann er sonur hins landskunna bónda, Sverris í Hvammi. Ásgeir er starfsmaður Sam- vinnutrygginga, en jafnframt all- kunnur harmonikuleikari. Hefur hann veitt forstöðu danshljómsveit hér í Reykjavík, en eins munu margir minn- ast hans sem stjórnanda Harmoniku- þáttar Ríkisútvarpsins d síðastliðnum vetri. að sjöunda iðnstefna samvinnufélaganna var haldin fyrir ekki alllöngu á Akur- eyri. Iðnstefnunnar er minnst í Sam- vinnunni, 9.—10. tbl. og verður gerð grein fyrir henni og birtar myndir í næsta tölublaði HLYNS. að í næsta tbl. munum við einnig geta um ferð kaupfélagsstarfsmanna á vit frænda okkar og vina Norðmanna og Dana. Reisa þessi var gerð nú í sum- ar og tóku þátt í henni 13 starfsmenn ýmissa kaupfélaga úti á landi, auk fararstjóra Páls H. Jónssonar. að Danmörk er 43.000 km2 að stærð, íbuar tæpar 5 milljónir og félagsmenn innan danska Samvinnusambandsins FDB n. 1. 600.000. að árið 1956 keypti FDB lóð í Hersted- vester. Glostrup, sem er 310.000 m2 að stærð og ætluð fyrir framtíðarbygg- *C7 uita ... ingar Sambandsins. Búið er að byggja birgðastöð með tilheyrandi skrifstof- um og sýningarskálum, sölumiðstöð fyrir verksmiðjur Sambandsins og skrifstofubyggingu með fundarsölum og matsölum, sem til samans eru 65.600 m2. að Svíþjóð er 445.000 km2 að stærð og íbúar n. 1. 7,7 milljónir. Árið 1964 voru kaupfélagsmenn í Svíþjóð 1.298.500 og hafði fjölgað frá árinu áður um 27.000. að Svíþjóð er 445.000 km2 að stærð og félög verið sameinuð í eitt með að- alstöðvar í Málmey. að Finnland er 377.000 km2 að stærð og íbúar n.l. 4.7 millj. Kaupfélágsmenn í Finnlandi eru rúmlega 1 milljón, sem skiptast á milli tveggja álíka stórra samvinnusambanda. í öðru eru einkum bændur og íbúar smærri borga, í hinu verkamenn og íbúar stærri borga. að Noregur er 324.000 km2 og íbúar n.l. 3.8 millj. Flestöll kaupfélög í Noregi eru í landssambandi, N.K.L. Félags- menn eru n.l. 330 þúsund að samvinnublaðið norska, Várt Blad, er 60 ára nú í haust og er gefið út í 233.000 eintökum. HLYNUR BLAÐ SAMVINNU- STARFSMANNA er gefinn út af Sambandi ísl. samvinnufélaga, Starfsmanna- félagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjóri er Páll H. Jónsson. Auk hans eru í ritnefnd Árni Reynisson og Gunnar Sveinsson, Keflavík. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð: 75.00 kr. árgangurinn, 7.60 kr. heftið. Kemur út mánaðarlega.

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.