Hlynur - 15.01.1966, Page 15

Hlynur - 15.01.1966, Page 15
Kaupfélagsstj.fundur Framh. af bls. 11. un og þjálfun þeirra, sem síðar yrðu falin trúnaðarstörf á vegum kaup- félaga og annarrar samvinnustarf- semi. I þessu sambandi er rétt að geta þess, að á þessu ári er von á að hingað til lands komi 1 heimsókn Axel Schou, starfsmaður hjá danska samvinnusambandinu, sem sérstak- lega vinnur að því að koma á starfs- mannaskiptum á milli kaupfélaganna á Norðurlöndum. Mun hann dveij- ast hér á landi um hálfs mánaðar skeið og ræða þessi mál á fundum hjá starfsmannafélögum samvinnu- hreyfingarinnar. Auk þeirra mála, sem hér hefur verið minnzt á, var á fundinum rætt um möguleika á því að auka þátt- töku unga fólksins í samvinnufélög- unum. Höfðu framsögu um það mál þrír kaupfélagsstjórar, Björn Stef- ánsson á Egilsstöðum, Ólafur Sverr- isson, Blönduósi og Gunnar Sveins- son, Keflavík. Bar margt á góma í þessu sambandi, m. a. að rétt væri að auka hlutdeild ungs fólks í stjórn félaganna og efna til fræðslu- og skemmtifunda við hæfi ungmenna. Margt fleira kom til orða á fund- inum, þótt hér sé ekki rúm að rekja það. Að fundi loknum sátu fundarmenn kvöldverðarboð hjá Sambandinu í Sambandshúsinu við Sölvhólsgötu. Á sama tíma bauð Margrét Helgadóttir, forstjórafrú, þeim kaupfélagsstjóra- frúm, sem komið höfðu til borgar- innar með mönnum sínum, til kvöld- verðar á heimili sínu. A-ð kvöldverði loknum hittust allir gestirnir í Sam- bandshúsinu og skemmtu sér við söng og dans fram yfir miðnætti. Samvinnuskólinn . . . Framh. af bls. 6. listamanninn og verk hans skoðuð. Um kvöldið var farið í Þjóðleikhús- ið og horft á Járnhausinn, eftir þá Jónas og Jón Múla Árnasyni. Heim var haldið um hádegi 4. nóv. Myndirnar á 6. síðu eru frá heim- sókn skólans til Ásmundar. Á ann- arri þeirra getur að líta listamann- inn sjálfan ásamt Herði Haraldssyni, kennara, en á hinni er hópur nem- enda samankominn í skjóli við „Hall- gerði í Bláfelli." Hinar tvaer mynd- irnar eru frá heimsókninni í Ármúla. — Höfundur myndanna er Kári Jón- asson. gluggum eru engar venjulegar út- stillingar, heldur eru vörurnar settar á sérstaka vagna og stillt upp innan gluggans. í búðinni vinna fjórar stúlkur, og deildarstjóri þar er Erla Jónsdóttir, sem starfað hefur hjá kaupfélaginu nær óslitið síðastliðin fimmtán ár, þar af sem deildarstjóri í sjö ár. Auk hinnar nýju búðar rekur fé- lagið nú fjórar matvöruverzlanir, sem allar eru kjörbúðir, veiðarfæra- og byggingarvöruverzlun, vefnaðar- vöruverzlun og raftækja- og leik- fangaverzlun, auk þriggja kjörbúða- bíla, sem annast þjónustuna við þau hverfi, þar sem engar búðir eru. Eru allar helztu matvörur seldar í bíl- unum, en félagið varð fyrst allra fyrirtækja til að innleiða notkun þeirra hér á landi. Á afmælisdaginn var opnaður á vegum kaupfélagsins nýr fundarsal- ur á efstu hæðinni í húsi félagsins að Strandgötu 28, þar sem skrifstof- ur þess eru. Salurinn verður notað- ur til ýmiss konar félagsstarfa, m. a. fær hið nýstofnaða starfsmanna- félag kaupfélagsins þar húsnæði fyr- ir fundi og samkomur. HLYNUR 15

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.