Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 2
Dagana 28. marz til 7. apríl, átti ég þess kost aS fara til SvíþjóSar og Danmerkur á vegum Rafmagns- deildar SÍS til þess að kynna mér framleiðslu og viðgerðaþjónustu á heimilistækjum, sem Véladeild SÍS hefur umboð fyrir. Ferð þessi var í alla staði hin ánægjulegasta og mjög vel skipu- lögð, enda frá öllu gengið áður en ég lagði af stað. Ferðin hófst með því, að ég fór með flugvél frá Loftleiðum, og var flogið um Osló til Gautaborgar, en þar eru aðalstöðvar CTC fyrirtæk- isins, sem framleiðir meðal annars Vaskator þvottavélar, sem rafmagns- deildin flytur inn. Þessar þvottavél- ar eru framleiddar í nokkrum stærð- um, allt frá 7 kg í 50 kg. Vélar þessar eru taldar mjög góðar og eru sérstaklega heppilegar fyrir fjöl- býlishús, og er hægt að fá þær bæði handvirkar og algjörlega sjálf- virkar. Aðal verksmiðjur CTC eru í Ljungby, sem er ca. 200 km. frá Gautaborg, og fór ég þangað og var þar í 2 daga og fylgdist þar með, hvernig vélar þessar eru búnar til, og fylgdist ég með frá því, að fyrsta SIGURÐUR SIGURJÓNSSON: Norðurlandaför á vegum Rafmagns- deildar S.Í.S platan var stönguð og þar til að vélin var fullbúin og komin í um- búðir og tilbúin til flutnings á sentrallager, þar sem allar vörur verksmiðjanna eru geymdar, en Vaskator þvottavél 2 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.