Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.04.1966, Blaðsíða 10
a. Ræða ástandið við starfsfólkið og hafa jafnan eftirlit með öllum deild- um verzlunar og vörugeymslu. b. Byrjendum sé eins fljótt og hægt er komið í skilning um, hvers konar geymsla henti bezt fyrir hverja vörutegund um sig og hvaða möguleika verzlunin hafi til að uppfylla þær kröfur. 4. Áfylling (bætt í búðina). Það ætti ekki að orsaka rýrnun, þegar bætt er í búðina, en er tekið með hér, vegna þess að um leið er hægt að stuðla að því að elztu vörurnar* seljist fyrst, sem aftur getur takmarkað rýrnunina dálítið lengra fram í tímann. Það er þess vegna gullin regla, að nýjar vörur, hvort sem er smjör eða smávarningur (járnvörur), eru settar aftast/neðst, bæði í verzlun og vörugeymslu. 5. Staðsetning varanna. Þetta atriði er mjög yfirgripsmikið og breytist þar að auki töluvert eftir því, hvort um stóra eða litla verzlun er að ræða. Verður því látið nægja hér að benda á einstök grundvallaratriði, en aftur á móti eru hin einstöku félög hvött til að leita til færustu manna um ráðleggingar í sambandi við staðsetningu varanna í verzluninni. Þau atriði, sem mestu máli skipta, eru eftirfarandi: a. Fyrir utan það, að taka verður tillit til, hvernig hægt er að ná mestri sölu, verður við staðsetningu varanna einnig að taka tillit til útsýnis yfir verzlunina. b. Stykkjavörur, sem að verði og gæðum má álíta girnilegar fyrir hugs- anlega búðaþjófa, skal setja á þann stað í hlutaðeigandi vöruflokki, sem mest eftirlit er haft með. c. I verzlunum, þar sem borgað er við kassa, mega viðskiptavinirnir ekki fara fram hjá söluútstillingum, eftir að uppgjör hefur farið fram. 6. Vörur endursendar. Rýrnun getur orðið af eftirfarandi orsökum: a. Endursending hefur ekki átt sér stað í tæka tíð. b. Endursending hefur ekki farið rétt fram. c. Ekkert eða ófullkomið eftirlit við móttöku hinna ýmsu fylgiskjala, kreditnótna eða við endursendinguna sjálfa. Með því að fara eftir eftirfarandi leiðbeiningum um meðferð á endur- sendum vörum, er hægt að fyrirbyggja rýrnun af ofangreindum orsökum: a. Vörur, sem á að skila aftur, skal senda svo fljótt til baka sem verða má. b. Áður en vörunum er skilað, skal skrásetja þær á endursendingartil- kynningu og ganga frá þeim til sendingar. c. Á endursendingartilkynninguna skal setja reikningsnúmer og dag- setningu, tegundarnúmer eða vöruheiti, ásamt innkaupsverði. d. Bílstjóri eða vöruflutningaaðili skulu fá afrit af endursendingartil- kynningu og kvitta jafnframt fyrir móttöku á vörunum (stykkjatölu). 7. Endursending á umbúðum. Rýrnun getur orsakazt af eftirfarandi ástæðum: a. Ófullnægjandi skrásetning og eftirlit með endursendingu umbúða. 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.