Hlynur - 15.05.1970, Síða 3

Hlynur - 15.05.1970, Síða 3
FORSÍÐAN: Frií Reycfarjirtfi. minnsta húsið, þar sem slátrað er á sjötta þúsund fjár. Ef við höldum svo áfram með landbúnaðarafurðirnar, þá rekur félagið mjólkursamlag, sem er stað- sett á Egilsstöðum. Þar eru nú 147 innleggjendur, og móttekið magn s.l. ár var 1.900 þús. lítrar, sem kemur af Héraði og sunnan af Fá- skrúðsfirði og Eskifirði. Þessi mjólk er seld í nærliggjandi þorp, þ. e. Seyðisfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Fáskrúðsfjörð og allt suður á Stöðvarfjörð, og einnig til Norðfjarðar, þegar þar vantar mjólk. Líka hefur félagið rekið brauðgerð á Egilsstöðum s.l. eitt og hálft ár, og virðist hún vel stað- sett hér í sambandi við sendingar á brauðum með mjólkurbílunum út um sveitirnar og í þorpin. Auk mjólkursölunnar annast mjólkur- samlagið framleiðslu á skyri og smjöri, og úr undanrennunni er framleitt kasein. Af mjólkinni hef- ur ekkert verið sent í aðra lands- hluta, en.da hefur hún ekki gert mikið meir en að duga til að anna eftirspurninni, og aðeins hefur bor- ið á því, að mjólk vantaði á haust- in. Mjólkin er hér seld í eins lítra plastpokum og í tíu lítra pappa- kössum, en þeir eru sérstaklega þægilegir í sambandi við flutning- ana niður á firðina og eins fyrir bátana. Þá má nefna það, að félagið rek- ur trésmíðaverkstæði á Egilsstöð- um, þar sem unnin er öll algeng vinna í sambandi við húsabygging- ar, svo sem gluggar, hurðir, inn- réttingar o. s. frv., auk þess sem það sér líka um viðhald húsa KHB, breytingar á búðum þess og annað þess háttar. Sömuleiðis er að nefna bílaverkstæði félagsins á Reyðar- firði, en KHB rekur 20 bíla, sem staðsettir eru á Reyðarfirði, og er verkstæðið fyrir þá fyrst og fremst. Þessir bílar flytja m. a. áburð, fóðurvörur og aðrar þunga- vörur þaðan og upp á Hérað, auk þess sem þeir eru í uppskipunum og öðru sem þörf krefur. Af þess- Nokkrar byggingar KHB á Egilsstöðum. Efst er mjólkursamlagið, þá slátur- og jrystihúsið, síðan verzlunar- og skrifstofuhús félagsins og neðst er kjörbúðin. HLYNUR 3

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.