Hlynur - 15.05.1970, Side 4
um bílaflota eru 2 snjóbílar og 3
olíubílar, en hitt vörubílar. Annar
snjóbíllinn tekur allt að 2]/2 tonn
af flutningi og hefur verið í vöru-
flutningum á milli Reyðarfjarðar
og Egilsstaða og einnig í mjólkur-
flutningum yfir til Seyðisfjarðar,
þegar venjulegum bílum er ófært á
þessum leiðum.
Þá er að nefna kjötvinnslu KHB
á Reyðarfirði, sem selur í búðir
félagsins og auk þess svolítið um
nærliggjandi firði. Við kaupum lít-
ið að af kjötvörum, nema þá helzt
niðursuðu, enda erum við að mestu
sjálfum okkur nógir um daglegar
kjötvörur, svo sem fars, bjúgu og
pylsur, en aftur framleiðum við
ekki salöt og þess háttar.
Líka er rekið gistihús í elzta
húsi kaupfélagsins, sem er á Reyð-
arfirði. Það er hreint og hlýtt og
verðið hóflegt, svo að þessi þjón-
usta hefur líkað vel. Þar eru 30
rúm og matsala, og er þetta eink-
um mikilvægt í sambandi við slátr-
unina á haustin, en þá getur að-
komufólk fengið húsnæði og fæði
þar.
Á Reyðarfirði rekur félagið einn-
ig hraðfrystihús, en þar voru fram-
leiddir um 12 þúsund kassar af
fiski til útflutnings á s.l. ári. Þetta
er heldur nýlegt hús og hefur verið
bætt tækjum til að geta unnið á
sem fullkomnastan máta. Þar var
tekið á móti fyrstu grálúðunni,
sem kom á land hér s.l. vor, og
var hún unnin þar í samráði við
Sjávarafurðadeild SÍS. Síðan kom
svo allur grálúðuaflinn s.l. sumar,
sem alls nam um 6 þúsund tonnum
yfir landið. Við tókum á móti þess-
um fyrsta afla af Snæfugli frá
Reyðarfirði, en skipstjórinn á hon-
um, Bóas Jónsson, hefur sýnt þessu
máli mikinn áhuga, og við bindum
miklar vonir við það að fá slíkan
grálúðuafla aftur í vor og sumar.
Það nýjasta í starfsemi KHB á
Reyðarfirði er hins vegar fóður-
blöndunarstöðin, en á s.l. ári setti
félagið þar upp tæki frá Eng-
landi, sem mala og blanda korn og
fóðurvörur og eru algerlega sjálf-
virk, þannig að ekki þarf nauðsyn-
lega nema einn starfsmann við
stöðina. Við höfum tekið laust korn
í 4—5 skipti síðan, en aðstaða er
fyrir hendi til að taka þar inn allt
að 300 tonn í einu. Stöðin skilar
sams konar blöndu og fóðurblönd-
unarstöð SÍS í Þorlákshöfn, og er
hún seld á sama verði frá okkur
og þaðan.
— Er Reyðarfjörður þá aðal
flutningamiðstöðin fyrir félags-
svæðið?
— Já, Reyðarfjörður er helzta
uppskipunarhöfnin fyrir Hérað, og
KHB rekur nokkuð umfangsmikla
skipaafgreiðslu þar. í sambandi við
tilkomu nýju Heklu og vörugrind-
anna, sem SÍS hefur nýlega tekið
í notkun, hefur og sýnt sig, að lík-
lega aukast vöruflutningar á sjó
mikið í framtíðinni á kostnað bíl-
flutninga. Þegar hitt strandferða-
skipið verður einnig komið í notk-
un, tel ég vafalaust, að sjóleiðin
verði notuð miklu meir til vöru-
flutninga en tíðkazt hefur síðustu
árin, enda er hún ódýrari, því að
þar getur munað allt að 3 kr. á
kílóið. Auk þess er svo hið geysi-
mikla hagræði, sem vörugrindurn-
ar skapa, því að með því móti
snertir mannshöndin ekki á vörun-
um allt frá því að þær fara frá
vöruafgreiðslu í Reykjavík og þar
til þær eru e. t. v. komnar inn í
búðina hér á Egilsstöðum.
— Nú er mikið rætt um aukna
uppbyggingu iðnaðar á Austur-
landi og sérstaklega hér á Egils-
stöðum. Verður hún e. t. v. eitt
af framtíðarverkefnum félagsins?
— Já, það gæti vel verið. En
við erum ekki þeinir fram-
kvæmdaraðilar í núverandi iðnað-
aruppbyggingu á Egilsstöðum,
þótt við séum henni hins vegar vel-
viljaðir. Næst framundan hjá fé-
laginu er aftur á móti það stór-
verkefni að reisa nýtt sláturhús
hér á Egilsstöðum, en það sýnist
óhjákvæmilegt, ef framhald á að
verða á kjötútflutningi, að sinnt
verði óskum og kröfum erlendra
kaupenda. í áætlun sláturhúsa-
nefndar, sem starfaði á vegum
Framleiðsluráðs landbúnaðarins, er
eins og kunnugt er gert ráð fyrir
uppbyggingu nýrra sláturhúsa um
allt land í líkingu við hið nýja
sláturhús í Borgarnesi, og þar er
áætlað, að slíkt hús verði reist á
Egilsstöðum á árunum 1973—74.
Það hús yrði væntanlega reist af
KHB gegn helmings óafturkræfu
framlagi úr ríkissjóði, og er gert
ráð fyrir, að það verði reist í sam-
ræmi við það sem þessi áætlun
gerir ráð fyrir. Aðrar framkvæmd-
ir eru ekki fyrirhugaðar í nánustu
framtíð á vegum kaupfélagsins,
nema hvað að sjálfsögðu verður
4 HLYNUR