Hlynur - 15.05.1970, Síða 6
úr verður örugglega mjög mikil
hagræðing. Þetta sparar líka mjög
mikið að því er áhrærir fjárfest-
ingar í vörubirgðum, en byggðar-
lagið í Borgarfirði er lítið, telur
aðeins um 300 manns, og nú fær
það afgreitt eftir hendinni af
birgðum KHB á Egilsstöðum, þann-
ig að þetta fyrirkomulag felur í
sér mikinn sparnað að því er snert-
ir þörfina á að liggja með vörur.
Að því er viðvíkur verzluninni á
Seyðisfirði, þá höfum við farið
nokkuð út í þetta sama, einkum
varðandi ýmsar smávörur, og hef-
ur það reynzt bæði spara peninga
og létta á birgðahaldi. Reynslan
þar er þannig svipuð og varðandi
Borgarfjörð, en hins vegar hefur
árangurinn þar ekki orðið eins
góður, og stafar það af því, að í
verzlun KHB á Seyðisfirði eru svo
til eingöngu seldar matvörur, al-
gengustu búsáhöld og þess háttar
vörur, sem seldar eru með lágri
álagningu, en eru aftur ýmsar dýr-
ar í sölu, svo sem kjötvörur. Þess
vegna eru brúttó tekjurnar ekki
nógu miklar, og á síðasta ári sýndi
þessi verzlun dálítinn halla. Þó tel
ég engan vafa á, að þetta fyrir-
komulag sé hagkvæmt frá við-
skiptalegu sjónarmiði, en hins veg-
ar geta átthagasjónarmið verið
önnur, enda er auðvelt að setja sig
í spor félagsmanna, sem hafa skipt
við félag sitt í tugi ára og þurfa
svo að horfa upp á, að nafn annars
félags sé komið á verzlunina.
— Hefur komið til álita, að
önnur nærliggjandi kaupfélög sam-
einuðust KHB með einhverjum
hætti?
— Nei, það hefur ekki verið
rætt um frekari beina sameiningu
félaganna hér á Austfjörðum, enda
óvíst, hvort það mál er tímabært
að sinni, en hins vegar má benda
á annað í því sambandi, en það
er, að nýtilkomnar nýjungar í bók-
haldi hafa að ýmsu leyti breytt við-
horfunum hvað þetta snertir. KHB
tók upp nýtt bókhaldskerfi á árinu
1988, þ. e. fór með bókhald sitt inn
í skýrsluvélar SÍS, og er því hagað
þannig, að við höfum gatara hér á
Egilsstöðum, og er efni fylgiskjal-
anna fært hér inn á gataspjöld,
sem síðan eru send til Reykjavík-
ur til færslu, og voru þær færslur
s.l. ár alls um 70 þúsund. Áður en
þetta kom til sögunnar var upp-
gjörið ekki búið hjá okkur fyrr en
í endaðan maí, en núna mátti sjá
heildarútkomuna í endaðan febrú-
ar, svo að þetta skapar mikið hag-
ræði. Hjá kaupfélögunum er það
frumskilyrði, að bókhaldið sé fært
sem mest jafnóðum, og hér hefur
þetta auðveldað okkur mikið í
sambandi við yfirtöku og rekstur
verzlananna í Borgarfirði og Seyð-
isfirði, en þó er líklega mesta bylt-
ingin með tilkomu þessa fyrir-
komulags í sambandi við útreikn-
inga á sláturafurðum og vaxtaút-
reikninga. í stuttu máli má segja,
að þetta sé ómetanlegt að því er
það varðar að hafa yfirsýn yfir
rekstur fyrirtækisins.
— Hvað er um rekstursafkomu
KHB að segja?
— Við erum réttu megin við
strikið í heildarútkomunni, því að
árið 1969 sýndi nokkurn tekjuaf-
gang, sem ekki hefur verið s.l. tvö
ár. Það má taka fram, að þetta
stafar ekki af hækkaðri álagningu,
heldur fyrst og fremst af fjórum
meginatriðum: í fyrsta lagi tókst
okkur að minnka rýrnun, sem var
orðin of mikil. í öðru lagi hafði
félagið söluaukningu um 27 milj.
kr. á árinu án hækkunar á launa-
kostnaði. í þriðja lagi sýna þjón-
ustufyrirtæki fálagsins betri af-
komu og skila meiri tekjum en
áður. í fjórða lagi er svo það, sem
á verulegan þátt í útkomunni, en
það er, að við fengum allveruleg-
an afslátt af viðskiptum frá SÍS og
fyrirtækjum þess, sem munar fé-
lagið verulegu.
— Og hverjar telur þú framtíð-
arhorfur smásöluverzlunarinnar?
— Ég er ekki of bjartsýnn á
framtíðina, því að ég tel, að við
fáum of lítið fyrir okkar vinnu við
að veita þessa þjónustu og að það
þurfi því að rýmka um verðlags-
ákvæðin. Líka er ég uggandi vegna
söluskattshækkunarinnar, en við
verðum oft að lána vörur það
lengi, að greiðslan er ekki komin,
þegar félagið þarf að greiða sölu-
skattinn, þannig að þá erum við
raunverulega að borga ríkissjóði
peninga, sem við erum ekki búnir
að fá greidda. Það er m. a. af þess-
ari ástæðu, sem söluskatturinn
kemur langsamlega harðast niður
á kaupfélögunum, vegna reiknings-
viðskiptanna, þegar þau þurfa að
lána bændunum vörur fram til þess
tíma, þegar afurðir þeirra koma
inn til greiðslu.
— Og að lokum Þorsteinn, ef
við víkjum lítillega að málefnum
Egilsstaðakauptúns, hver eru
helztu framtíðarverkefnin að því er
það snertir?
— íbúar Egilsstaðakauptúns eru
nú rétt rúmlega 700, og þeir
byggja afkomu sína að langmestu
leyti á ýmis konar þjónustustörf-
um. Það hefur verið rætt um það
Framhald á bls. 15.
Kjörbíll KIIB d Egilsstöðum.
6 HLYNUR