Hlynur - 15.05.1970, Síða 8

Hlynur - 15.05.1970, Síða 8
Úr SALATBLAÐINU „Hláturinn lengir lífið“ er gam- all málsháttur, og meðal frænda okkar í Noregi virðist á hann trúað ekki síður en hér. f tímaritinu Personalbladet, sem er starfs- mannablað norska samvinnusam- bandsins NKL, birtist í hverju hefti ein síða, sem ber yfirskriftina Salatblaðið. Þar birtist efni í létt- um dúr, sem sett er upp í formi starfsmannablaðs í einhverju ótil- teknu kaupfélagi. Þar eru starfs- mennirnir með afbrigðum hug- myndaríkir og uppfinningasamir, en því miður eru hinar stórkost- legu hugmyndir þeirra ekki alltaf jafn árangursríkar í framkvæmd. Afkastamestu uppfinningamennirn- ir í hópi þeirra eru Abrahamsen deildarstjóri og Kristiansen verzl- unarráðunautur, og stendur raunar í nokkru stríði á milli þeirra. Við leyfum okkur að endursegja hér eina af sögunum um Abrahamsen og afrek hans, og auk þess látum við fylgja með nokkrar tillögur, sem fram hafa komið í blaðinu um sterkar og sláandi söluaðferðir. OPNUNARDAGURINN Opnunardagur nýju verzlunar- innar varð mjög viðburðaríkur og stafaði það ekki sízt af því, að Abrahamsen deildarstjóri var við- staddur. Abrahamsen, sem var hrókur alls fagnaðar í hátíðahöldunum, var stöðugt að gefa það í skyn, að hann lumaði á einhverju óvenju- legu, og þegar nokkuð var liðið á hátíðina, birtist sendimaður með dularfullan flatan pakka undir hendinni. Þá lét Abrahamsen sprengjuna springa: Hann hafði fundið upp fyrstu vörugeymsluna, sem leggja mátti saman, þannig að ekki færi meira fyrir henni en venjulegum hveitipoka! „Við vitum öll, að þörfin fyrir vörugeymslu- rými er sívaxandi,“ sagði hann, og hélt svo áfram: „Uppfinning mín, sem að fullu tekin í sundur gefur 80 fermetra geymslurými, er svo lítil, þegar hún hefur verið tekin saman, að hver sem er getur borið hana undir hendinni." Eins og gefur að skilja vakti þetta athygli, svo að fólkið rýmdi til á gólfinu og sýningin hófst. Hinn ákafi Abrahamsen útskýrði kosti uppfinningar sinnar fyrir áhugasömum áhorfendum. Stjórnin var sérstaklega áhugasöm, og það sem einkum vakti athygli, var stál- fjaðrakerfi, sem tengdi saman veru- legan fjölda af plötum úr ryðfríu stáli og myndaði ásamt þeim burð- arásinn í geymslurýminu. Þetta fjaðrakerfi starfaði þannig, að væri ýtt á svo nefnda „lykilplötu,“ þá lagðist allt saman á 3 sekúndum. Þannig var hægt að leggja vöru- geymsluna saman á örskömmum tíma og gera hana litla og meðfæri- lega. En á meðan Abrahamsen var að sýna áhugasömum stjórnarmeðlim- um hvernig útlits væri inni í miðri vörugeymslunni, átti sér hins vegar stað óhugnanlegt slys. Einn af gestunum steig í ógáti á lykilplöt- una. Til allrar hamingju lagðist geymslurýmið ekki algjörlega sam- an á stundinni, en aftur á móti hljóp það í baklás, þegar það var komið niður í stærðina 2 rúmmetr- ar. Inni í þessum „kassa“ voru 12 aldraðir stjórnarmenn og einn upp- finningamaður. Starfsmenn kaup- félagsins gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að opna kassann, og nutu til þess örvæntingarfullrar munnlegrar aðstoðar frá hinum innilokaða uppfinningamanni, en allt án árangurs. Loksins var ákveðið að fresta frekari aðgerðum, en áður var kassinn fluttur upp í kaffistofuna. Áður en veizlugestirnir héldu heim var þeim tilkynnt, að af hagkvæmn- isástæðum hefði verið ákveðið að taka Abrahamsen inn í stjórnina fyrst um sinn. Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott. Stjórnin okkar, sem eins og greint hefur verið frá er lokuð inni í einni af uppfinningum Abra- hamsens, hefur haft það hroðalegt. Fyrir skömmu bárust af því fréttir, að hún hefði óvænt sett nýtt met í troðningi. Gamla metið var 18 manns inni í einum Volkswagen, en sé tekið tillit til þess, að í hon- um er bæði fram- og aftursæti, þá dæmist afrek stjórnarinnar meira. Það eru einnig góðar vonir um, að hún geti sett nýtt met í lengsta óslitna stjórnarfundinum í heim- inum. Það hefur líka komið í ljós, að stjórnin hefur sjaldan verið eins samstillt til starfa og einmitt nú. Svo að notaður sé gamall brandari, þá er hreint og beint of þröngt til að hægt sé að skipta um skoðun. Núna eru allar tillögur afgreidd- ar samstundis. Tveir af stjórnar- mönnunum liggja að vísu klemmd- ir með andlitið niður, svo að þeir geta ekki greitt atkvæði, en þeir s HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.