Hlynur - 15.05.1970, Side 10

Hlynur - 15.05.1970, Side 10
SÖLUMENNSKA í VERZLUNUM Fyrsta boðorðið, sem afgreiðslu- maður í verzlun verður að læra, og hið síðasta, sem hann má gleyma, er hið einfalda: Viðskiptavinirnir eru fólk. Til allrar hamingju veitir nútíma verzlunarform viðskipta- vinunum verulegt eigið svigrúm, en í hinum hefðbundnu búðum varð búðarborðið allt of oft að beinni líkamlegri og andlegri hindrun í vegi þess, að æskileg tengsl gætu myndazt á milli af- greiðslumannsins og viðskiptavin- arins. í þá tíð voru margir af- greiðslumenn vopnaðir sinni eigin verzlunar- og vöruþekkingu, sem beir höfðu oft lagt mikið á sig til að öðlast, og slíkum mönnum hætti til að setja upp óþolinmæðisvip sérfræðingsins og koma fram gagn- vart viðskiptavinunum með þeim skorti á umburðarlyndi og þjón- ustulund, sem fyrst og fremst er einkenni þeirra manna, sem ekki hafa náð fullri þjálfun í starfi sínu. Það er oft gert mikið úr listinni að selja og jafnvel reynt að bregða um hana einhverjum dularhjúpi. Þetta er hins vegar misskilningur. Nútímasjónarmiðin gagnvart sölu- mennsku eru þau, að hún byggist að hálfu á heilbrigðri skynsemi og að hálfu á heilbrigðri og almennri kurteisi við meðborgara sína. Viðskiptavinirnir eru fólk, og sem slíkt bregzt það á síbreytileg- an hátt við aðstæðunum, sem mæta því. Þetta er aðalástæðan fyrir því, að góður sölumaður þarf jafnframt að vera glöggur mannþekkjari — jafnvel brot af sálfræðingi. Engar tvær sölur eru eins, einfaldlega vegna þess, að engar tvær mann- eskjur eru eins, og jafnvel tvær sölur til sama viðskiptavinar geta verið ólíkar, því að fólk er í breyti- legu hugarástandi frá degi til dags. Eitt af allra algengustu mistökum óvanra sölumanna er það, að þeir reyna að framkvæma allar sölur á nákvæmlega sama hátt og taka þá ekkert tillit til breytilegra óska viðskiptavinanna í sambandi við kaup sín, mismunandi þarfa þeirra og óska eða hinna ótalmörgu ann- arra atriða, sem hafa áhrif á hin mannlegu viðbrögð við kaup eða verzlun. í stórum dráttum getur þjálfað- ur sölumaður getið sér til fyrir- fram um þau skref, sem venjulegur viðskiptavinur hans á eftir að stíga á brautinni til kaupa sinna. Hann er kominn í búðina af hvötum ein- hverrar þarfar eða þarfa, og frá sálfræðilegu sjónarmiði er hver einstaklingur raunar ekki annað en gangandi fjöldi af þörfum. Sumar þessara þarfa eru ákveðnar og að- kallandi, en aðrar óljósar og óákveðnar, ef ekki beinlínis ómeð- vitaðar, og í því tilviki er það hlutverk sölumannsins að kalla þær fram og breyta þeim í jákvæð- ar óskir. Verkefni sölumannsins er að að- stoða við að uppfylla hinar ákveðnu þarfir, hjálpa til að móta og ákveða hinar ómótuðu, og auk þess er það hlutverk hans að koma með hugmyndir og tillögur, sem geti kallað fram hinar ómeðvituðu og breytt þeim í beinar og ákveðn- ar óskir. Þetta má skýra með dæmi, en eftirfarandi hugsanir, sem allar gætu hvarflað í huga einhverrar ótiltekinnar húsmóður, geta allar leitt til þess að hún kaupi rakvél, en með mjög mis- munandi aðdraganda: 1) Maðurinn minn á afmæli á þriðjudaginn. Ég verð að skreppa niður í búðina hjá x og kaupa handa honum rakvélina, sem hann var að skoða þar um daginn. 2) Maðurinn minn á afmæli bráðum. Ég held, að ég verði að skreppa út og kaupa handa honum rakvél í afmælisgjöf. 3) Ég þarf að kaupa afmælis- gjöf handa manninum mínum fyrir afmælið hans í næstu viku. 4) Líklega þarf ég að fara að hugsa um afmælisgjöf handa manninum mínum fyrir afmælið hans í næstu viku. Þar sem hver einstaklingur hef- ur hins vegar ótalmargar og ólíkar þarfir, þá raðar hann þeim ósjálf- rátt í huga sér eftir því, hve mikil- vægar þær eru, og að sjálfsögðu reynir hann fyrst að uppfylla þær, sem mikilvægastar eru. Aðstaða hvers einstaklings ræður vitaskuld miklu um það, hvar á listanum hver þörf lendir og hversu stöðug- ar þær eru þar, en á hinn bóginn er það margreynt, að fjöldamargt í ytri aðstæðum getur valdið þvi, að afstaða einstakra þarfa til ann- arra breytist. Meginorsökin í því sambandi er verð hlutanna, og fæst fólk er sjálfkrafa sérfræðingar í almennu verðlagi á markaðinum. Ef við höldum okkur við hús- móðurina, sem ætlar að gleðja manninn sinn á afmælisdeginum hans, þá getur afmælisgjöfin færzt allmiklu ofar eða neðar á þarfa- listanum, allt eftir því hvaða verð og gæði mæta henni í verzluninni. Hún metur þarfir sínar út frá sam- anburði við það sem hún er vön að greiða fyrir uppfyllingu þeirra eða annarra hliðstæðra, og ef hún t. d. á kost á að kaupa rakvél handa eiginmanni sínum, sem er á sérstaklega hagstæðu verði eða býr yfir einhverjum girnilegum kostum, þá kann hún að kaupa hana fyrr en hún hafði ætlað sér, þ. e. a. s. láta hana ganga fyrir öðrum þörfum, sem hún annars hafði hugsað sér að uppfylla á und- an þessari. í slíkum tilvikum er það sem hinn góði sölumaður kem- ur til sögunnar, kallar fram þarf- irnar með kurteislegum spurning- 10 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.