Hlynur - 15.05.1970, Page 13

Hlynur - 15.05.1970, Page 13
sem hefðu orðið á fasteignareikn- ingi. Þá ræddi hann starfsemi fé- laganna á sviði almannatengsla og sömuleiðis um endurtryggingar, sem sýnt hefðu tap undanfarin ár. Taldi hann nauðsynlegt fyrir tryggingafélögin að eiga þess kost að ávaxta sjóði sína að hluta í er- lendri mynt, ef þau ættu að geta haldið áfram að taka að sér endur- tryggingar erlendis frá, vegna hins óstöðuga efnahagskerfis þjóðarinn- ar, og greindi hann svo frá, að stjórn félaganna hefði þessi mál nú til athugunar. Þá flutti framkvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga og Andvöku, Ás- geir Magnússon, skýrslu sína. Ræddi hann rekstur félaganna og las og skýrði reikninga þeirra. Gat hann þess, að lögð hefði verið á- herzla, á öflun nýtrygginga og á það að veita tryggingatökum sem bezta þjónustu og öryggi. Einkum hefði verið lagt á það kapp að fá tryggingatakana til að hækka tryggingar sínar til samræmis við hækkandi verðlag, en iðgjalda- taxtar hefðu verið óbreyttir, nema í heimilis- og ökutækjatryggingum. Þá ræddi hann einstaka trygginga- flokka, og um ökutækjatryggingar gat hann þess sérstaklega, að ekki yrði hjá því komizt að hækka enn iðgjöldin í þeim tryggingum. Taldi hann, að varðandi þann tryggingaflokk væri um að ræða mjög óheillavænlega þróun, sem allir, jafnt umferðaryfirvöld sem ökumenn, yrðu að sameinast um að vinna á móti, og yrði það bezt gert með sameiginlegu átaki allra hlutaðeigandi um að bæta um- ferðarmenninguna. Þá gat hann þess, að nýr eignaliður, Áhættufé vegna ökutækjatrygginga, væri nú í fyrsta skipti á reikningum félags- ins, og væri um að ræða 2 milj. kr. áhættufé, sem tryggingafélög þau sem hefðu með höndum trygging- ar ökutækja væru samkvæmt nýrri reglugerð skyldug til að afhenda dómsmálaráðuneytinu til geymslu, og 192 þús. kr. áhættufé í vörzlu Sambands ísl. tryggingafélaga sam- kvæmt samkomulagi milli bifreiða- tryggingafélaganna um greiðslur slysabóta vegna slysa á fólki af völdum óþekktra ökutækja. Taldi hann bæði þessi atriði vera hin merkustu nýmæli. Þá ræddi hann um starfsemi Andvöku á árinu og gat þess m. a., að miðað við ið- gjöld væri Andvaka nú stærsta líf- tryggingafélagið á landiau. Sala verðtryggðu líftrygginganna hefði gengið allvel á árinu og betur en 1968, og á árinu hefði einnig verið hafinn undirbúningur að sölu hóp- líftrygginga, en sú tegund líftrygg- inga hefði á undanförnum árum rutt sér mjög til rúms erlendis, einkum á Norðurlöndum, og tals- verður áhugi virtist nú vera fyrir slíkum tryggingum hér á landi. Á fundinum voru gerðar nokkr- ar breytingar á samþykktum Sam- vinnutrygginga, og í stjórn félag- anna voru endurkosnir þeir Ing- ólfur Ólafsson kfstj. Reykjavík og Ragnar Guðleifsson kennari Kefla- vík. Fyrir voru í stjórninni þeir Erlendur Einarsson forstjóri, for- maður, Jakob Frímannsson kfstj. og Karvel Ögmundsson frkvstj. Á fundinum voru ennfremur gerðar ýmsar samþykktir, m. a. um skattamál tryggingafélaga, og um umferðarmál, þar sem m. a. var bent á nauðsyn þess að halda uppi öflugum áróðri og fræðslu um um- ferðaröryggismál og einnig lýst áhyggjum vegna hækkandi verð- lags á viðgerðum og varahlutum í bifreiðar og stjórn félaganna falið að vinna að úrbótum á því sviði. Loks gerði fundurinn ályktun, þar sem lýst var ánægju með starf- semi klúbbanna Öruggur akstur, og félagsmálafulltrúa Samvinnu- trygginga, Baldvin Þ. Kristjáns- syni, var þakkað sérstaklega fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þeirra þágu. Að kvöldi fundardagsins héldu Samvinnutryggingar hóf í sam- komuhúsinu Hvoli, þangað sem boðið var allmörgum gestum úr Árness-, Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslum. Þar var verð- launagripurinn Silfurbíll Sam- vinnutrygginga afhentur í annað skipti, e:i hann er veittur fyrir mikil og góð störf að umferðarör- yggismálum. Hlaut hann að þessu sinni Lýður Jónsson fyrrverandi yfirvegavinnuverkstjóri á Vest- fjörðum, en hann tók fyrstur manna upp þann sið að skipta veg- um í tvennt á blindhæðum og í blindbeygjum. í hófinu minntist Erlendur Einarsson og sérstaklega nýlega afstaðins hálfrar aldar af- mælis Kf. Rangæinga á Hvolsvelli, en þar voru mættir sem sérstakir heiðursgestir fimm fyrrverandi kaupfélagsstjórar félagsins, og hylltu samkomugestir þá sérstak- lega. - e. HLYNU.l 13

x

Hlynur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.