Hlynur - 15.05.1970, Síða 16

Hlynur - 15.05.1970, Síða 16
Skólaslit Samvinnu- skólans Samvinnuskólanum að Bifröst var slitið hinn 3. maí s.l. f skólaslita- ræðu Guðmundar Sveinssonar skólastjóra kom m.a. fram, að nem- endur hefðu lengst af í vetur ver- ið 78, þar af 40 í 1. bekk og 38 í 2. bekk. Einnig gat hann þess, að gengið hefði verið frá inntöku nemenda í skólann fyrir skólaárið 1970—71 þegar í októbermánuði s.l., svo að skólinn væri þegar fullskip- aður næsta vetur, bæði 1. og 2. bekkur. Síðan sagði skólastjóri: „Hefur þetta aldrei áður gerzt í sögu skólans, enda ljóst, að þörf er að veita miklu fleiri ungmenn- um aðstöðu til framhaldsmenntun- ar í skólum viðskiptalífsins en hægt er að veita við núverandi aðstæður í hinum tveim menntastofnunum, Verzlunarskóla íslands og Sam- vinnuskólanum Bifröst. Virðist aug- ljóst, að skólarnir þurfi að vera fleiri cg staðsettir víðar á landinu. Pram'haldsdeildir gagnfræðaskól- anna leysa ekki þennan vanda. Þær eru ekki hugsaðar né starfræktar sem sérskólar, heldur undirbún- ingsskólar, er veita almenna mennt- un, að vísu með það fyrir augum að beina athygli og áhuga nem- enda að ákveðnum sérnámsbraut- um og búa þá þann veg undir sér- skólanám." Þá gat skólastjóri einn- ig um ýmsar nýjungar í námsefni, m.a. námskeið í búðastörfum og för nemenda til Reykjavíkur, þar sem Útskrifaðir nemendur Sam þeir störfuðu um tíma í ýmsum kjörbúðum, og einnig fræðslu í stjórnun og sölufræöi. Þá lýsti skólastjóri úrslitum prcfa. Hæst í 1. bekk urðu Kristín Eygló Einarsdóttir með 8,89 og Þórður Hilmarsson með 8,74. f 2. bekk hlutu 5 nemendur ágætis- einkunn, eða þeir Jón Þór Hallsson, Akranesi 9,26, Kristinn Snævar Jónsson, Blönduósi 9,18, Þorbjörg Svanbergsd., Borgarnesi 9,17, Rann- veig Guðmundsdóttir, Rvík 9,08 og Guðmundur Pétursson, Reykjavík 9,00. Bókfærslubikarinn hlaut Guð- mundur Pétursson, Reykjavík, verð- launVerzlunarmannafélags Reykja- víkur fyrir beztan árangur í vélrit- un fékk Sigurður E. Einarsson, Reykjavík, og viðurkenningu frá þýzka sendiráðinu fyrir hæfni í þýzku hlutu þau Þorbjörg Svan- bergsdóttir, Borgarnesi, Guðmund- ur Pétursson, Reykjavík, Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Keflavík og Kristinn Snævar Jónsson, Blöndu- ósi. Samvinnustyttuna fyrir kunn- áttu í samvinnusögu fékk Jón Þór Hallsson Akranesi, cg Félagsstytt- una, fyrir frábær störf að félags- málum, hlaut Jakob Björnsson, for- maður skólafélagsins veturinn 1969 — 70. Skóladúxinn, Jón Þór Halls- son, fékk einnig sérstök verðlaun frá skólanum fyrir framúrskarandi námsárangur, jafnframt verðlaun- um frá íslenzkukennara skólans, vinnusltólans vorifí 1970 Sncrra Þorsteinssyni, fyrir þann sérstæða árangur að hljóta eink- unnina 10 bæði í árs- og prófeink- unn. Þá tilkynnti skólastjóri einnig, að tveimur efstu nemendum á burt- fararprófi að þessu sinni hefði þeg- ar verið tryggður aðgangur að fram- haldsnámi við Verzlunarháskólann í Kaupmannahöfn, cg hefðu for- ráðamenn samvinnusamtakanna þegar veitt þeim hvorum um sig nokkurn fjárhagsstyrk til námsfar- arinnar. Við skólaslitin mættu að venju allmargir fulltrúar eldri nemenda, eg auk þess var viðstaddur sr. Sveinn Víkingur, en hann var skólastjóri í Bifröst, er þeir nem- endur, sem nú minntust 10 ára brautskráningar sinnar, luku prófi. Af hálfu 10 ára nemenda talaði Geir Geirsson endurskoðandi, og færðu þeir skólanum að gjöf málverk af sr. Sveini Víkingi, málað af Hall- dóri Péturssyni. Af hálfu 25 ára nemenda talaði Birgir Þórhallsson frkvstj., og færðu þeir skólanum mikla peningagjöf, er renna skal í Minningarsjóð Jónasar Jónssonar fyrrum skólastjóra og konu hans. Við skólaslitin lék Rögnvaldur Sigurjónsson einnig einleik á slag- hörpu, og fjölmennur kór nemenda scng undir stjórn Guðjóns Pálsson- ar söngstjóra frá Borgarnesi. H L Y N U R Blað um samvinnumál 5. tbl. 18. árg. maí 1970 Hlynur er gefinn út af Sambar.di íslenzkra samvinnufélaga, Starfsmannafélagi SÍS og Félagi kaupfélagsstjóra. Ritstjórar eru Sigurður A. Magnússon (ábm.) og Eysteinn Sigurðsson. Auk þeirra eru í ritnefnd Ragnar Jóhannesson og Gunnar Sveinsson. Ritstjórn og afgreiðsla eru hjá Fræðsludeild SÍS, Sambandshúsinu, Reykjavík. Verð kr. 125.00 árgangurinn, kr. 15.00 heftið. Kemur út mánaðarlega. — Prentun: Prentsmiðjan Edda hf. 16 HLYNUR

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.