Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 8

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 8
8 SVEITARSTJÓRNARMÁL Sveitarfélög þurfa í sinni starfsemi reglulega að kaupa margvíslega vöru og þjónustu og ráða aðila til að sinna verklegum framkvæmdum. Við öll slík viðskipti þarf að fara eftir lögum um opinber innkaup nr. 120/2016. Markmið laganna er að tryggja jafnræði fyrirtækja, stuðla að hagkvæmni í opinberum rekstri með virkri samkeppni og efla nýsköpun og þróun við innkaup hins opinbera á vörum, þjónustu og verklegum framkvæmdum. Þegar lögin tóku gildi árið 2016 voru innleiddar fjölmargar breytingar. Ein af þeim var að sveitarfélög þurfa ekki lengur að setja sér innkaupareglur en í staðinn eru það viðmiðunarfjárhæðir laganna sem gilda um hvenær innkaup eru útboðsskyld. Sveitarfélög eru þar með sett undir sama hatt og ríkisstofnanir, þótt starfsemi þeirra sé að mörgu leyti ólík, eins og bent var á í umsögn sambandsins um lagafrumvarpið. Var því um mjög íþyngjandi breytingu að ræða gagnvart sveitarfélögum þar sem þau hafa ekki lengur svigrúm til að ákveða viðmiðunarfjárhæðir varðandi útboðsskyldu innanlands. Til þess að koma til móts við sveitarfélög var ákveðið að gildistöku laganna varðandi viðmiðunarfjárhæðir yrði frestað til 31. maí 2019. Þetta þýðir að frá og með 31. maí næstkomandi þurfa sveitarfélög að tryggja að innkaup, hvort sem er á þjónustu, vöru eða framkvæmdum, sé í samræmi við lög um opinber innkaup. Hvað þýðir þetta í raun og veru? Þetta þýðir að frá og með 31. maí nk. má skipta öllum innkaupum sveitarfélaga á vöru, þjónustu og framkvæmdum í þrjá mismunandi flokka. Fyrst eru það innkaup sem eru ekki útboðsskyld, svo innkaup sem eru útboðsskyld innanlands og að lokum innkaup sem eru útboðsskyld á EES- svæðinu. Sveitarfélög þurfa því ávallt áður en innkaupaferli er hafið að kostnaðarmeta innkaupin svo hægt sé að hefja innkaupaferli í samræmi við lögin. Viðmiðunarfjárhæðirnar frá og með 31. maí nk. varðandi þessar þrjár tegundir innkaupa eru því eftirfarandi: Almennt má segja að þau sveitarfélög sem hafa verið með innkaupareglur í samræmi við eldri lög um opinber innkaup séu ágætlega undirbúin fyrir gildistökuna 31. maí nk. að því undanskildu að nýjar viðmiðunarfjárhæðir taka gildi. Þau sveitarfélög sem ekki hafa verið með innkaupareglur ættu að gefa sér tíma til að skoða hvernig innkaupum er háttað innan sveitarfélagsins. Gott er að setja skýra stefnu um hvernig eigi að standa að innkaupum og hver ber ábyrgð á að innkaup yfir viðmiðunarfjárhæðum fari í viðeigandi útboðsferli. Hafa þarf í huga þegar fjárhæð innkaupa er metin hvort um sé að ræða stök innkaup, sameiginleg innkaup og/eða regluleg innkaup þar sem regluleg innkaup yfir lengri tíma geta auðveldlega náð viðmiðunarfjárhæðum um útboðsskyldu. Þegar virði samnings er reiknað út skal miða við þá heildarfjárhæð sem kaupandi mun greiða fyrir innkaup, að frátöldum virðisaukaskatti. Óheimilt er að skipta upp verki eða innkaupum á vöru og/ eða þjónustu í því skyni að innkaup verði undir viðmiðunarfjárhæðum, nema slíkt sé réttlætanlegt á grundvelli hlutlægra ástæðna. Útreikningur virðis verksamninga Við útreikning á áætluðu virði verksamnings skal miða við kostnað við verkið auk áætlaðs heildarverðmætis vöru og þjónustu sem sveitarfélag lætur fyrirtæki í té, að því tilskildu að það sé nauðsynlegt við framkvæmd verksins. Útreikningur virðis vörusamninga Við útreikning á áætluðu virði vörusamnings skal telja kostnað vegna flutnings vöru með í vöruverði. Þegar um er að ræða fjármögnunarleigu, leigu eða kaupleigu á vörum skal reikna virði samninga á eftirfarandi hátt: • Þegar samningur er tímabundinn til 12 mánaða eða skemur skal miða við heildarsamningsfjárhæð. • Þegar samningur er bundinn til lengri tíma skal miða við heildarfjárhæð auk virðis varanna við lok samningstímans. • Þegar samningur er ótímabundinn eða óvíst er hver samningstíminn verður skal Opinber innkaup – er þitt sveitarfélag tilbúið? Tegund Ekki útboðsskyld Útboðsskyld innanlands Útboðsskyld á EES- svæðinu Vöru- og þjónustukaup 0-15.499.999 kr. 15.500.00-28.752.099 kr. 28.752.100 kr. og yfir Verkframkvæmdir 0-48.999.999 kr. 49.000.000-721.794.799 kr. 721.794.800 kr. og yfir * allar fjárhæðir eru án virðisaukaskatts Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.