Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 27
www.landsnet.is
RAFMAGNAÐ SAMBAND VIÐ
FRAMTÍÐINA
og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun skipi stöðugt hærri
sess í stefnumörkun og starfi evrópskra
sveitarfélaga. Íslensk sveitarfélög eru hér
engin undantekning og eru Kópavogsbær
og Mosfellsbær á meðal brautryðjenda
hér á landi hvað varðar heimsmarkmið
Sameinuðu þjóðanna.
Evrópskar samstarfsáætlanir
Á vegum Evrópusambandsins
eru reknar viðamiklar
samstarfsáætlanir, sem miða
að aukum félagslegum og
efnahagslegum jöfnuði og
stuðningi við atvinnuþróun
og hagvöxt. Áætlanirnar eru
víðtækar og ná til opinberra
aðila, sveitarfélaga, fyrirtækja,
félagasamtaka og einstaklinga.
Ákveðið hefur verið, að á næsta
styrkjatímabili 2021-2027,
verði áhersla aukin á verkefni
sem tengjast loftslagsáætlun
Evrópusambandsins.
Stefnt er að sem mestri
samþættingu áætlananna
við loftslagsmarkmið
sambandsins og verður a.m.k.
25% styrkjafjármagnsins
eyrnamerkt verkefnum á
sviði loftslagsmála. EES-
samningurinn tryggir íslenskum
aðilum aðgang að áætlunum
Evrópusambandsins. Í því
felast fjölmörg tækifæri fyrir
íslensk sveitarfélög, bæði hvað
varðar aðgang að fjármagni og
samstarf við sveitarfélög innan
Evrópusambandsins.
Í hverju felst sérstaða
sveitarfélaga og
lykilhlutverk?
Stjórnendur sveitarfélaga
gegna lykilhlutverki fyrir
aðgerðir stjórnvalda í
loftslagsmálum. Samkvæmt
Umhverfisstofnun Sameinuðu
þjóðanna eru 70% aðgerða
til þess að draga úr losun og
90% fyrirbyggjandi aðgerða
bundnar sveitarstjórnarstiginu.
Frh. á næstu síðu