Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 23

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 23
23 Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15 OLÍUSKILJUR • Þýsk gæði og hugvit • Hægt að fá í mismunandi útfærslum • Olíuskiljur í flokki II • Áralöng reynsla fyrir minni iðnaðargólf Um helstu áhugamál segir Eydís, að fjölskyldan hafi alltaf verið í fyrsta sæti. „Seinustu árin höfum við haft tækifæri til að ferðast víða sem við höfum mjög gaman af. Svo er ég mikil félagsmálamannaeskja og sem bæjarfulltrúi næ ég því að samtvinna vinnuna mína og það áhugamál. Ég hef áhuga á hönnun og nýsköpun og fylgist þar með. Lestur góðra bóka er mín leið til að slaka á“ Eydís var á síðasta kjörtímabili eina konan af þremur bæjarráðsfulltrúum og kannast vel við þá stöðu að vera „eina kona“. Hvernig leggst það í hana? „Við verðum að vera vakandi fyrir því að frammistöðu og hæfni fólks til ákveðinna starfa ber að meta á fleiri forsendum en kynjasjónarmiðum eingöngu. En, ef ég er eina konan á staðnum og allt hitt eru karlar, þá eru það auðvitað skýr skilaboð um að fjölga þurfi konum. Að sjálfsögðu skiptir alltaf máli að kynjahlutföll sé sem allra jöfnust. Um það eru, held ég, allir sammála. Að ég sé „eina“ eða „fyrsta“ konan er því ekki lýsandi fyrir stöðu jafnréttismála, hvorki hér fyrir austan eða landið í heild. Sum vígi virðast bara falla seinna en önnur,“ segir hún og áréttar að í því felist þó ekki þau skilaboð, að slá megi slöku við, hvorki í stjórnmálunum eða annars staðar í samfélaginu. “Á síðustu misserum hefur vitundarvakning um jafnrétti kynjanna, sem betur fer aukist til muna með #metoo og Í skugga valdsins byltingunni. Við verðum að vera vakandi og breyta þessari menningu sem hefur viðgengist alltof lengi. Þetta er umræða sem má ekki sofna!“ Reglur um notkun snjalltækja í skólum Á síðasta ári vakti bæjarstjórn Fjarðabyggðar athygli fyrir reglur um notkun snjallsíma í grunnskólum sveitarfélagsins. Eydís segir að þverpólitísk samstaða hafi tekist um þá ákvörðun og hafi takmarkanir tekið gildi frá og með 1. febrúar sl. „Áður en ákvörðunin var tekin, var leitað eftir áliti skólastjórnenda og sálfræðinga hjá Skólaskrifstofu Austurlands,“ bendir Eydís á og segir að álit sálfræðinganna hafi verið það afdráttarlaust, að ákveðið var að setja verulegar takmarkanir á notkun eigin snjalltækja. „Rannsóknir benda til þess að snjallsímar og samfélagsmiðlar hafi slæm áhrif á einbeitingu, námsárangur, andlega líðan og heilsu.“ Samhliða innleiðingu á skýrum notkunarreglum hafi skólarnir verið útbúnir nægum fjölda af snjalltækjum og fartölvum svo að nemendur geti nýtt sér netið til náms. „Þessi tæki eru í notkun undir eftirliti kennara og eru ekki notuð á milli kennslustunda. Það verður jafnframt áhugavert að fylgjast með því hvernig þróunin verður í skólastarfinu eftir þessar breytingar.“ Eydís þekkir vel til skólastarfs. Næsta haust eru 20 ár liðin frá því að hún gerðist framhaldsskólakennari við Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupstað. Það var árið 1999 og upphaflega ætlaði hún að kenna BJARTSÝN BARÁTTUKONA

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.