Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 13

Sveitarstjórnarmál - 2019, Blaðsíða 13
13 SVEITARSTJÓRNARMÁL „Ég er persónulega afar ánægður með allt mitt samstarfsfólk.. Það nálgast hlutina af jákvæðni og er hæft í sínum störfum enda er í mörgum tilvikum um að ræða mikilsmetna sérfræðinga á sínu sviði. Við finnum það að sveitarfélögin og ríkisvaldið bera traust til starfsfólksins hérna. Það er mjög hvetjandi fyrir okkur og skapar í raun sterkan grunn fyrir starfsánægju sem er í raun forsenda fyrir góðri framleiðni í öllum störfum. Að sama skapi höfum við alltaf átt mjög gott samstarf og samvinnu við formenn og stjórnir sambandsins í gengum tíðina og finnum fyrir miklu trausti af þeirra hálfu. Slíkt jákvætt viðhorf hvetur einnig alla til dáða.“ Hríslast um allt samfélagið Sambandið vinnur ötullega að því að koma sér og stefnumörkun sinni á framfæri við þá sem taka þátt í stjórnmálum á landsvísu. Sveitarstjórnarfólk sem tekur þátt í landsfundum stjórnmálaflokkanna er hvatt til þess að halda stefnumörkun sambandsins á lofti á þeim vettvangi og að sögn Karls skilar það sér iðulega í því að atriði úr stefnumörkun sambandsins má finna í stefnu stjórnmálaflokka og síðan í samstarfsyfirlýsingum nýrra ríkisstjórna. „Þetta hríslast um allt samfélagið. Eitt fyrsta erindi sem þingmenn fá að loknum kosningum er erindi frá okkur þar sem við vekjum athygli á sjónarmiðum sveitarfélaganna, drögum saman mikilvæg atriði úr stefnumörkuninni og minnum á sambandið sem lögformlegan málsvara sveitarstjórnarstigsins. Við merkjum árangur af þessu vinnulagi þó oft vildum við sjá hann meiri. “ Stjórnvöld eru ríki og sveitarfélög Starf sambandsins að hagsmunamálum sveitarfélaganna beinist eðli málsins samkvæmt iðulega að ríkisvaldinu. Karl segist ótrúlega oft þurfa að minna fulltrúa ríkisins á að stjórnvöld í landinu eru ríki og sveitarfélög, ekki bara ríkið. Hann bendir á að sveitarfélögin fá til sín um þriðjung skatttekna hins opinbera. Þau bera ábyrgð á um 40 prósent samneyslunnar og 52 prósent opinberra starfa eru hjá sveitarfélögunum. Annað dæmi um hve umsvifamikið og mikilvægt sveitarstjórnarstigið er að þegar upp er staðið byggja um 65 prósent heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun á innleiðingu af hálfu sveitarfélaga. „Það hefur verið allt of rík tilhneiging hjá ríkisvaldinu að klára mál án samráðs við okkur sem málsvara sveitarfélaganna og þingmenn, ekki síst nýir þingmenn, átta sig ekki alltaf á því hve mikilvægur aðili hins opinbera sveitarfélögin eru. En það er okkar hlutverk að halda sameiginlegum hagsmunum sveitarfélaganna á lofti gagnvart ríkisvaldinu og þar gegnir stefnumörkunin algjöru lykilhlutverki,“ segir Karl. Séð yfir hluta salarins á landsþingi sambandsins sem haldið var á Akureyri haustið 2018. Karl flytur skýrslu stjórnar fyrir árið 2017 á XXII. landsþingi sem fór fram á Akureyri haustið 2018.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.